Fallegt innlit…

…ég set nú sjaldan inn myndir af erlendum innlitum, en stundum rekst ég á innlit sem sitja í mér – og þá bara er best að deila þessu með fjöldanum, ekki satt?

Mér finnst þetta svo svakalega flott – stílhrein, töff og vintage.  Allt svona í bland…

96b35e79da5e2d0a1433b068635f8e1f801f5586

…svartur og hvítur, en nær samt alltaf að vera hlýlegt því að réttum efnum er blandað með.  Dass af gömlum við, eða bara grænum plöntum…

c90f374f0823f85c97dba79f943bcc7b22016be7

…þessir svörtu gluggar eru æðislegir og setja svo sterkan svip á allt saman. Skenkurinn er grínlaust síðan 17ogsúrkál, og var gerður upp – en þó gætt að því að gera ekki of mikið.  Ekki það mikið að hann tapaði karakter…

8977034547b87ad62f999fd9e963f2804c0ad4eb

…og þessi pallur, þvílíkt yndi.  Konan sem býr þarna safnar að sér gömlum gluggum (ég tengi) og setur spegla í þá.  Þið sjáið þarna einn risastórann á bakvið…

bd934906ba86a0947a18c5f81dcb6732190ccc32

…svo eru eiginlega bara hundar sem gera hús að heimili, ekki satt? 🙂
ce5452690ec0b7e062b5e1621b18695cd29d67c2

…meira segja garðurinn er áhugaverður og flottur, skreytt inn og úti…

f5c4d070ec6c195b851abb4f84e8787a23f79b6d

…húsið sjálft er í Ástralíu og er gamall “vinnumannahús” síðan 1880 og eyddu hjónin þremur árum í að gera það upp.  Vinnuherbergið – töff eins og restin af húsinu…

fd22567f3d4d53f90c6bf8d20a5f8b4cf17edb02

…gallerý veggur í stigaopinu – falleg og stílhreint…

2f9187dced07483661bb86d6fdc502de56796049

…stórt frístandandi baðkar setur svip á baðið og rétt eins og áður, þá sjáið þið hvað tréstiginn gamli og stóra plantan koma með hlýleika, inn í annars “kalt” rými…

175a20862af1d01ac511d01243c6abef909d0676

…og aftur hérna…

88a61bb34a7484e92179b7e57e6fbc377317fd36

…veggfóður gefur stofunni mikinn svip, og púðar og teppi kózýheit…

791642464de33a3595a8998b581f150d69c1bf7a

…meira veggfóður, snagabretti (kunnugleg uppstilling) því húsfrúin segist vera ómöguleg í að ganga frá fötunum sínum og gamalt hjólaborð frá spítala gegnir hlutverki náttborð.

Þetta innlit og allar myndir koma frá Home Beautiful (sjá hér).

e8c38db01fdbe5be474abb224963f95d42ea561a

All photos via Home Beautiful, Australia.

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

3 comments for “Fallegt innlit…

  1. Margrét Helga
    01.09.2016 at 08:39

    Fallegt 🙂

  2. Anonymous
    01.09.2016 at 08:44

    bjútífúl

  3. Erla
    01.09.2016 at 15:48

    fallegt, það væri ekkert leiðinlegt að fá oftar innlit 😀
    ps. þú ert æði

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *