…stundum fæ ég alveg svona óstjórnlega löngun til þess að breyta í kringum mig.
Gerist t.d. oft á vorin, stundum á sumrin, oft á haustin og gjarna um jólin – í það minnsta í mínu tilfelli.
Þannig að ég tók mig til eftir vinnu og…….reynið nú að fylgja mér eftir…..
*færði hliðarborðið þar sem arininn var
* arininn þar sem að glerskápurinn var
* glerskápinn þar sem að hillan var í stofunni
* hilluna þar sem að hliðarborðið var
…..ahhhhhhh – sko! En ég er ekki endanlega sannfærð um að ég ætli að hafa þetta svona til lengri tíma!
En ég hef gaman af því að prufa þetta um stund – og hvers vegna ekki að leika sér aðeins með innstokksmunina sína, það kostar þig ekkert nema tíma og heilabrot um það hvar eigi að setja hitt og þetta. Byrjum á hillunni, þið vitið þessari sem fór úr stofunni á staðinn sem að hliðarborðið var á áður (þið vitið, það sem er núna þar sem arininn er og…….æji þið sjáið þetta bara)…
…það er ekkert nýtt í hillunni að þessu sinni. Bara hlutir sem voru ekki í henni áður, og aðrir sem áttu þar heima, komnir á sinn/eða nýjan stað…
…Alvar Aalto vasarnir mínir eru t.d. áfram í efstu hillu, þar sem ég tek ekki séns með skottið á Storminum mínum slái þá niður. Í þeim er síðan samansafn af stöfum úr Tiger, og &-ið sem
er fremst er þaðan líka, en fékk smá spreyjum…
…þessi dásemdarfiskur kom úr jólapakkanum hjá dótturinni og var gerður af henni í skólanum. Hann er í efstu hillunni líka ásamt einni af uppáhaldsmyndunum mínum af henni…
…í hillunni fyrir neðan hvílir glæri Alvar Aalto vasinn minn, og í honum er síðan Broste-hornin, sem eru nú komin niður af vegg. Bambakrúttin frá Fröken Blómfríði kúra síðan við hliðina…
…að stilla upp með bókum er góð skemmtun, það er bara svoleiðis. Síðan hef ég líka einstaklega gaman af því að stafla svona leirtaui, finnst það alltaf koma eitthvað skemmtilega úr. Var ekki með leirtau í hillunni áður því að þá var hún inni í stofu, en núna er hún í beinni línu frá borðstofuborði og þá finnst mér það vera eitthvað öðruvísi (veit ekki alveg hvernig ég réttlæti fyrir sjálfri mér þá að stóri glerskápurinn er inni í stofu, stútfullur af leitaui, en það er bara seinni tíma vandamál 🙂 )
…sko, bara gaman! Síðan hef ég sérstaklega ánægju af því að sjá stjakana mína í fallega litnum brjóta upp litapallettuna í hillunni…
…bókin með bambanum framan var keypt á Nytjamarkaði og heitir Wildlife in Britain, og var nánast bara keypt út af þessari forsíðu. Uglan er frá því í fyrra sunar og er frá Söstrene….
..hérna sjáið þið svo hillunar í heild sinni…
…ofan á hillunni er síðan risið þorp órólegu konunnar. Þið hefðuð bara átt að sjá gleðisvipinn á bóndanum þegar að hann kom heim og ég var búin að færa allt nema stóra glerskápinn, hann var alveg bara: YYYEEEEESSSSSS 😀
…þar kúra saman hús af öllum stærðum og gerðum…
…og örfáar bækur, til þess að jafna þetta út…
…síðan þarf ég bara að muna eftir að kaupa peru í Friends-lampann minn!
Hvað gerðuð þið annars yfir helgina?
Hvað gerði ég um helgna????? Greinilega ekki neitt, miðað við framkvæmdagleðina hjá frú Skreytum hús!!!!!!!!!
Ánægð með þig!
Hvar fékkstu stigann sem er við hliðiná hillunni?
Stiginn er frá Ilva 🙂
Ekkert miðað við þig frú skreytum hús…jú ég færði kertastjaka og setti upp smá vorliti í húsið!!!
Kv.MArgrét
gaman að sjá svona breytingar
Ég elska að sjá hvernig þú raðar upp hlutum ! hlakka hrikalega til að sjá meira 😀
Þú ættir að vita framkvæmdargleðina sem ríkir á mínu heimili eftir að ég fór að fylgjast með blogginu þínu núna í febrúar, er nánast komin með nýtt heimili 😉
Þetta finnst mér bara æði að heyra, takk takk 🙂
Þetta er mjög flott og gaman að fylgjast með… Já hvað gerði ég um helgina? Setti upp loftaefni og málaði loft og veggi. Púl en verður svo gaman þegar það er búið og ég get farið að skreyta…
Það er nú þó nokkuð og rúmlega það!
Mér finnst blái liturinn í hillunni sérlega fallegur, gerir svo mikið!
Sammála 😉
Hvar fékkstu þennan flott lampa. Ég er búin að leita lengi að lampa í þessum dúr
kk GS
Sæl Gunnhildur, ég pantaði þennan af Ebay fyrir alveg 7 árum síðan 🙂
Takk fyrir svarið 🙂 en hvað kallar maður svona lampa? kk Gunnhildur