Vittsjö Ikea-hack – hillur og borð…

…því að eins og þið vitið – þá elska ég að “hakka” dulítið í hráefninu frá sænska kærastanum 🙂

Sérstaklega er gaman að taka þessar vörur sem eru ódýrar og fallegar, og gera þær enn meira fansí með dulítið af aðstoð.  Rétt eins og við gerðum með Hyllis-hillunni hérna (smella hér) og áður Vittsjö-hillunni (smella hér).  Ég geri mér fulla grein fyrir að hér er ekki verið að finna upp hjólið, eða nein sérstök geimvísindi í gangi.  Ég hef heyrt gagnrýni um að ég “geri alltaf eins” en eins og gefur að skilja, þá er ég í 90% tilfella að gera hlutina heima hjá sjálfri mér, og ég veit varla eftir hvaða stíl ég ætti að fara þar – ef ekki eftir mínum eigin.

Í þetta sinn er ég ekki að gera þetta heima hjá mér, en fyrir manneskju sem ég þekki mjög vel og vissi vel í hvaða átt hún vildi fara.

Og við héldum sem sé í Vittsjö-átt.  Hvers vegna?

Vittsjö er stílhrein og ódýr, það var alveg á listanum okkar.  Ég held nefnilega að það er svo ansi oft að maður bíður með að útbúa heimilið, eins og maður vill hafa það, því að maður finnur ekki það eina rétta.  Þið vitið, töframubluna sem dregur allt saman í eina heild.  Þá getur verið snilld að redda sér með svona, t.d Ikea-húsgagna-breytingu (Ikea hacks) því að þá ertu komin með eina heild, en hins vegar er ekki hundrað í hættunni þó að þið finna það rétta og skiptið út. Svo gerist það reyndar oft, að þér langar ekkert að skipta út því að þú ert komin með “sérsmíðað” húsgagn.

Til að byrja með þá sýni ég ykkur innkaupalistann í Ikea, sem en á honum er allt nema litla hliðar/tölvuborðið (sjá hér) en það var uppselt þegar ég tók þetta skjáskot…

1-Fullscreen capture 23.8.2016 011114

…oft hef ég síðan verið að bæsa og stússa í alls konar, en í þetta sinn – í þetta sinn er þetta dásamlega einfalt – allir  saman nú: húúúúrrrrraaaa 🙂

11-www.skreytumhus.is-009

Við snöruðum okkur einfaldlega upp í Bauhaus og versluðum límtrésplötu sem var þegar bæsuð. Askasíuviður, eða eitthvað í þá áttina.  Það sem við gerðum fyrst var að mæla alla toppa og hversu mikið við vildum fara útfyrir grindina á hverjum hlut.

IMG_1527

 Eins og t.d. borðið, þá var hægt að fara aðeins útfyrir endana, en lítið á hliðunum þar sem það þarf að vera hægt að renna því undir hærra borðið.  Þetta er því bara spurning um smekk, og almennt vorum við með ca 0.5-1cm út fyrir á hliðunum, allt eftir því hvað okkur fannst.

08-www.skreytumhus.is-019

Við keyptum tvær stórar plötur (220cm*60cm – verð ca 12þús stk) og eina litla (80cm*60cm – verð ca 3þús) og kostnaðurinn við þær var ca 28.þús.

09-www.skreytumhus.is-020

Við vorum með tvo sjónvarpsskápa, og ætluðum eina plötu ofan á þá.  Stóra viðarplatan er 220cm*60cm og við áætluðum eina ofan á sjónvarpsskenkinn. Hann er 36cm á dýpt,  og við ákváðum að vera með plötuna þar 41cm á dýpt. Það þýddi að í afgang yrðu 19cm breið spýta, og það var ákveðiðfrá upphafi sem fyrsta hillan.

Gott er að hafa það í huga að það er bæði til hilla, og sjónvarpshilla í Vittsjö.  Sjónvarpshillan er lægri og það er hún sem við erum að vinna með.

IMG_1569 Fyrsta sem við gerðum var sjónvarpsskenkurinn, enda stæðsti hluturinn og best að byrja þar.  Upphaflega planið var að setja hillurnar tvær hlið við hlið, en þegar við komum heim og byrjuðum þá fór ég að stara á þetta risa bassabox, eða hvað þetta nú er, og ákvað að gera heiðarlega tilraun að koma því á milli hillnanna, og hreinlega hafa plötuna heila.  Það smellpassaði og það borgar sig alltaf að vera opin og pæla og spá allan tímann.

Hér er hillan eins og hún er upphaflega.  Við slepptum glerjunum, færðum efstu hilluna í miðjuna og settum tréplötu efst…

002-www.skreytumhus.is.2016 221823

…síðan varð að útbúa göt á hilluna, til þess að hægt sé að festa tréplötuna ofan á…

03-www.skreytumhus.is-008

…fyrst er að bora alveg í gegn…

04-www.skreytumhus.is-015

…gæta þess að vera með skrúfur sem passa…

06-www.skreytumhus.is-017

…og gæta þess þó að vera ekki með það langar skrúfur að þær fari í gegnum viðinn þegar hann festur er…

05-www.skreytumhus.is-016 …svo er þetta bara gert á nokkrum stöðum eftir hentugleikum.  Minnir að minn elskulegi rúðustrikaði eiginmaður hafi gert fjögur göt á hvora grind…

012-www.skreytumhus.is-008

…og útkoman er þessi.  Hliðin þar sem sagað var af snýr að sjálfsögðu upp að vegg…

42-www.skreytumhus.is.is-039

…og hér sjáið þið hvernig platan er aðeins dýpri en hillan sjálf.

47-www.skreytumhus.is.is-068

 Einnig má benda á að þegar að efsta svarta hillan er sett í miðjuna, þá stendur hún aðeins upp úr, en okkur þótti það ekki koma að sök…

52-www.skreytumhus.is-039

…hilluberar og afgangar nýttir í hillur fyrir ofan sjónvarpið…
40-www.skreytumhus.is-103

…og það er magnað hversu mikinn karakter þetta gefur rýminu.  Síðan er það held ég bara staðreynd að fólk fær bara hlýtt í hjartað þegar það sér hlutina sem það hefur safnað að sér í gegnum tíðina.  Það er saga og tilfinning á bakvið svo marga muni sem við eigum…
43-www.skreytumhus.is.is-040

…lokaútkoman! Það er líka vert að benda á það hve mikið það gerir að hafa körfurnar þrjár þarna í neðstu hillunni.  Það gefur smá svona sjónræna þyngd og jafnar hilluna.  Án þeirra myndi hún virka töluvert berari, og eins þá fela þær líka snúrur og annað slíkt ef vill…

37-www.skreytumhus.is-013

…næst var það borðið.  Ég ♥ borðið…

003-www.skreytumhus.is.2016 221830

…eins og þið sjáið, þá ákváðum við að snúa ekki eins í plötunum.  Okkur fannst þetta bara skemmtilegra meira töff svona…

IMG_1566

…þegar þið skoðið þessa mynd þá sjáið hvernig þetta kemur út hinssegin, en það varð þetta eitthvað svo langt…

016-www.skreytumhus.is-012

…þá þarf bara að útbúa festingar…

12-www.skreytumhus.is-021

…rétt eins og áður – boruð göt…

13-www.skreytumhus.is-022

…einfalt mál….

14-www.skreytumhus.is-023 …mælt með því að mæla, svo mælti maðurinn….
16-www.skreytumhus.is-025

…og svo skrúfað og fest…
18-www.skreytumhus.is-027

…allt saman pikkfast sko…

20-www.skreytumhus.is-029 21-www.skreytumhus.is-030

…og þú getur gert eins mörg, eða eins fá göt og þú vilt…

22-www.skreytumhus.is-031

…og þá er það svona…

23-www.skreytumhus.is.is-010

…en þið sjáið hérna sárin, þar sem sagað var að þau gapa alveg æpandi hvít miðað við restina…

015-www.skreytumhus.is-011
…enda er þessi viður einstaklega hlýr og fallegur – nánást pörfekt sko…
013-www.skreytumhus.is-009

…við fórum þá laust yfir kantana með sandpappír…
025-www.skreytumhus.is-007

…bara til þess að gera þetta svona smooth og fallegt…

026-www.skreytumhus.is-008

…svo er smá bæsi skellt í tusku, og bara strokið eina umferð yfir hvern kant…

027-www.skreytumhus.is-009

…augljós munur…

028-www.skreytumhus.is-010

…og einfalt að laga…

029-www.skreytumhus.is-011

…við bæsuðum með tekk-bæsinu frá Slippfélaginu…

030-www.skreytumhus.is-012 …og lokaútkoman var þá þessi hérna.  Aftur þá eru það blaðakassarnir sem gera líka mikið, þyngja svoldið borðið og gera það massífara.

49-www.skreytumhus.is.is-079

En aftur, fyrsta pælingin var að setja þá í sjónvarpshilluna, en þeir pössuðu ekki þar.  En hérna, hérna smella þeir alveg…
IMG_1567

…svo var það litla borðið…

001-www.skreytumhus.is.2016 221813

…sama saga og með hitt, mæla, bora, skrúfa 🙂

099-www.skreytumhus.is-081

…planið er síðan að lakka þetta allt saman með möttu lakki.  En það er seinni tíma vandamál….

100-www.skreytumhus.is-082

…þangað til, þá er bara að njóta þess að vera í nýju stofunni!

Ég held að ég hafi munað eftir öllu, ef eitthvað er óskýrt þá er bara að skjóta á mig spurningu.  Svo er næsti póstur – hvað er hvaðan!

Svo langar mig að þakka fyrir öll jákvæðu kommentin og skilaboðin, þið eruð æði ♥

44-www.skreytumhus.is.is-049

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

25 comments for “Vittsjö Ikea-hack – hillur og borð…

  1. Berglind Á
    23.08.2016 at 08:33

    Dásamlegt. Það vantar ekki að maður fyllist eldmóði við að lesa færslurnar frá þér og löngun til að ráðast á heimilið með sög og bæs að vopni <3 takk fyrir!

  2. Arna
    23.08.2016 at 08:51

    Æði! og mottan maður minn…. I´m in love……

  3. Ragnhildur
    23.08.2016 at 09:25

    Eins og alltaf þá er þetta dásamlegt hjá þér! Og blástu bara á þá sem segja að þú sért að gera alltaf eins 🙂 Ég hef t.d. skoðað mikið „hökkin“ (?) sem þú gerðir heima hjá þér – en aldrei gerði ég samasem merki við þau og litla tölvuborðið. Mér finnst það nefnilega svo flott en ég var ekki alveg að samþykkja glerið í því … núna get ég sko samþykkt það og stolið þessu „hakki“ 🙂

    Mig langar líka pínu að fá að vita hvaðan fínu blaðagrindurnar undir nýja, fína sófaborðinu eru?

  4. Margrét
    23.08.2016 at 09:35

    Hvaðan eru motturnar ?
    Hvaðan er blaðagrindin….? Hún er geggjuð

    Annars ertu snillingur

  5. Elva Björk Sigurðardóttir
    23.08.2016 at 09:44

    Allt svo flott sem þú gerir og mér finnst gott þegar það er farið nokkrum sinnum yfir svipaða hluti því þá nær maður þessu betur:)

  6. Sigrún Anna Jónsdöttir
    23.08.2016 at 09:55

    Já , snillingur alla leið .
    Þú ert líka með yndislega fallegan frásagnarstíl. Humor og gleði .
    Maður skynjar kærleik og hlýju í öllu sem þú gerir. Elska það í ræmur !
    Þú og húsbandið ..einfaldlega flott teymi !👫
    Ég spyr einnig um hvaðan blaðagrindurnar eru ? þvílíkt flottar !
    Og motturnar.

    Láttu gagnrýni ekki trufla þig.
    Það hafa allir sinn stíl og þinn er geggjaður…

    Þú ert MJÖG hæfileikarík.

  7. Guðrún
    23.08.2016 at 10:03

    Vá þetta er svo mikið æði!! Langar að skipta öllu út hjá mér núna 🙂

  8. Margrét Helga
    23.08.2016 at 13:53

    Hrein og klár snilld!! Kemur hrikalega vel út.

    Og þó að einhverjum finnist þú alltaf gera það sama eða gera eins að þá skiptir það akkúrat engu máli! Þú ert að gera flotta hluti sem allir ráða við að kaupa/gera og aðalatriðið er að ÞÚ sért ánægð með þá…og náttúrulega þau sem þú ert að gera þetta fyrir…hinir sem eru ekki að fíla þetta geta bara gúglað eitthvað annað!! 🙂

    P.S. langar líka að vita hvaðan blaðakörfurnar koma 😉

  9. Dóra Dís
    23.08.2016 at 18:00

    Frábært hakk !

  10. Sigga
    23.08.2016 at 18:23

    Snillingur, hrikalega töff 🙂

  11. Hanna Dóra Magnúsdóttir
    23.08.2016 at 18:36

    Virkilega fallegt og svo hlýlegt. Og takk fyrir að deila þessu með okkur. Yndislegt að fá að sjá skref fyrir skref.

  12. Svala
    24.08.2016 at 11:30

    Jahá, einmitt það, alltaf það sama!!!!!!! Þetta lið er greinilega að skoða allt sem þú gerir, skrítið að það skuli ekki finna sér eitthvað annað að skoða þá. Haltu áfram því sem þú ert að gera, þú er algjörlega meðetta kona!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  13. Laufey
    24.08.2016 at 21:02

    Ég ætla sko að gera svona hillur núna, en hversu djúpar eru þær? Finnst þetta vera perfekt stærð upp á dýptina að gera

    • Soffia - Skreytum Hús...
      24.08.2016 at 23:06

      Þetta fer allt eftir hversu djúpar þú vilt hafa þær, eins og þú sérð í textanum þá voru þessar að mig minnir 41 cm – en það er líka þykkir gólflistar og svona 🙂

  14. Bryndís
    24.08.2016 at 23:27

    Svakalega flott hjá þér eins og alltaf 🙂
    Langar svo að vita hvaða litur er á veggjunum og hvaðan gardínurnar eru?
    🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2016 at 14:28

      Takk fyrir Bryndís 🙂 Liturinn er sá Mosagrái frá Slippfélaginu, SkreytumHús-litur. Gardínurnar eru frá Rúmfó – allt um þetta hérna :
      http://www.skreytumhus.is/?p=39321

  15. Greta
    25.08.2016 at 17:32

    Æði! Hlakka til að lesa hvað fékkst hvar.

    Ég er með svona hillubera hjá mér. Mjög hentugir þegar kemur að því að hengja upp jólaskraut.

  16. Ingibjörg Ósk
    26.08.2016 at 00:29

    svo flott hjá þér ! 🙂

  17. Kolbrún
    26.08.2016 at 09:14

    Ekki að að spyrja að útkomunni þegar þú ert með puttana á hlutunum.
    Æði

  18. Ingibjörg Ingimundardóttir
    09.10.2016 at 19:36

    Snillingur langar að gera svona hillur og langar að hafa þær hvítar með rustic look,hvaða efni ráðleggur þú mér að nota ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.10.2016 at 23:19

      Mæli með því að fara til þeirra í Slippfélagið í Borgartúni og þeir finna eitthvað pörfekt fyrir þig 🙂

  19. Julia
    10.08.2017 at 15:57

    Hi , great hack! Where did you buy the black boxes under the table ? Thanks!
    Julia

  20. Jóhanna
    26.07.2018 at 19:36

    Bilað töff! – Ég spyr bara eins og hinar; hvaaaðan eru blaðagrindurnar? =)

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.07.2018 at 22:26

      Æji þær fengust í heildsölu í Hafnarfirði og fóru víst aldrei af neinu viti í neinar búðir 🙁 skil ekkert í því!

  21. Bonny Zavala
    07.09.2018 at 20:25

    OMG this is perfect!!! I need that wood piece in the USA 🙁

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *