…um daginn þá fórum við að hjálpa mágkonu minni að taka smá skurk í stofunni hennar. Hér koma því fyrir-myndirnar úr stofunni hennar. Eða sko stofu hennar og sambýlismannsins…
…þau eru frekar nýflutt og voru bara búin að setja inn sitt dót, en í raun ekkert að hreiðra um sig…
…og eins og oft gerist þegar að tveir einstaklingar koma saman, þá var sittlítið af hverju og það átti eftir að láta þetta allt saman ná saman…
…leiða hlutina saman…
…eins eru þessir erfðagripir í stofunni, sem þau vildu eiga en vildu samt ekki að þeir myndu stjórna alveg rýminu…
…þannig að það sem við þurftum var að tengja þetta allt saman!
EFTIR-myndirnar!
Stofan er öll önnur og sér í lagi er það mottan sem nær að “akkera” niður sófana og gera þá að sér plássi…
…eins tókum við flekagardínur úr gluggunum og settum þess í stað síðar hvítar þunnar gardínur sem breyttu ansi miklu…
…borðin eru “Ikea hack” sem við unnum úr Vittsjö-borðum, og það kemur sér póstur með því…
…sömuleiðis er þetta lítið Ikea tölvuborð sem fékk yfirhalningu…
…sjónvarpsstofan eftir – þá settum við mottu sem aftur dró þetta rými saman og svo skemillinn, sem þjónar líka hlutverki borðs, breytti líka miklu…
…bakkar eru snilld, auðvelt að færa í burtu – ef á að nota þetta fyrir fætur – og annars ertu með stað til þess að leggja frá þér glös og annað…
…svo var það “sjónvarpsskápurinn” – áður var eikarskápur, sem var ekkert að leika mjög fallega með parketinu og alls ekki með gamla skápinum. En hér eru komnar tvær Vittsjö sjónvarpshillur sem við settum saman og létum tréplötu ofan á (rétt eins og með borðin í stofunni) – þannig að núna er kominn samhljómur í öllu rýminu…
…eins notuðum við bara afgang af timbrinu til þess að gera hillurnar fyrir ofan…
…eins eru það þessir litlu hlutir sem gefa karakter og gera eitthvað spenanndi, fyrir annars “dauð” svæði…
…það er alveg ótrúlegt hvað hillur og svona geta gefið rými mikinn persónuleika…
…allir þessir litlu hlutir sem fólk á og safnar að sér…
…og plöntur – ekki draga úr því hvað smá grænt getur gert mikið fyrir allt saman…
…og smá tips, alltaf að para og grúbba saman, það er snilld…
…og hérna sjáið þið hvernig hillurnar og skápurinn “passa saman” – án þess að passa nokkuð saman. Viðurinn er allur svipaður að lit, og það er eitthvað við þetta industrial módern look á hillunum, sem er alveg að ganga með þessum gamla þunga stíl
…það er kominn samhljómur sko…
…gamli skápurinn fær að njóta sín – þessi gamla drottning…
…og þar við hliðina þá gerðum við smá svona “ævintýri” – eða sem sé eins og áður sagði, þegar eitthvað spennandi er gert við annars “dauð” svæði…
…Íslendingasögurnar komnar í glerbox – draga saman módern og vintage…
…og svo eru það þessi litlu augnablik sem verða til…
…og það fyndna var að áður virkaði þessi veggur alltaf svo langur, en núna – núna er hann bara pörfekó
…ég ætla síðan að gera sérpóst um Ikea-hackið, hökkin?!?, og get líka gert hvað er hvaðan póst ef vilji er fyrir hendi?
Í heildina litið var þetta ótrúlega skemmtilegt verkefni – við unnum þetta mikið saman hjónin (eins og svo oft áður) og ég er allveg endalaust þakklát þegar að húsbandið nennir að standa í þessu með mér. Hann er nú óttalega yndislegur ♥
Svo í lokin, sýna ykkur saman fyrir og eftir – spara ykkur aðeins skrollið
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
sæl
hvar fást vírkörfurnar?
kv. Júlíana
Geðveikt flott!!
Æðislegt hjá þér, þú ert náttúrulega snillingur.
Geggjað flott.
Viltu segja okkur hvað er hvaðan.
Þetta er bara meiriháttar og örugglega FULLT af “einstaklingum að koma saman” sem hafa gagn af svona pósti
Frábær útkoma, takk fyrir 
Algjörlega einn af skemmtilegustu póstunum frá þér, hin venjulega stofa verður gordjöss!
Geggjað flott eins og allt sem þú setur puttana í
Þarf að bjóða þér í “kaffi” og meððí og fá þig til að skipuleggja með mér eins og 2-3 herbergi þegar ég er búin að rýma þau og koma öllum á sína staði (já það er ENN eftir
)
Frábært eins og allt hjá þér. Hvaðan eru blaðagrindurnar sem eru undir sófaborðunum (ikea hacks) vittsjö ?
Þetta er ótrúlega flott! Sé að hún mágkona þín er með svona fallegt slettumálverk (eða hvað það kallast á fagmáli!) svipað eins og þú, eru þetta verk eftir hann föður þinn?
Frábærlega flott. Hvaðan er stjörnuljósið?
flottar hillur líka, kemur seinna póstur hvernig þið gerðuð þær líka?
Hvar fékkstu ljóðið eftir Einar Benediktsson?
Þú ert nú bara snillingur, eða þið hjónin.
Langar ofskaplega að vita hvaðan luktirnar eru
Mikið er þetta vel heppnað hjá þér, eins og venjulega. Ótrúlega gaman að sjá hvernig hægt er að gera svona rými ennþá fínna og fallegra
Æði, snilli ertu !


Hvaðan eru motturnar ? Hvað er hvaðan
Úff vá allt svo fallegt
langar svo að fá að vita hvaðan gardínustangirnar eru?? og svo bíð ég spennt eftir næsta póst með ikea hakkinu! hvaðan er timbrið 
Þetta eru ótrúlegar breytingar! Og vá þú bjóst til drauma stofuborðið mitt þarna með vittsjö hakkinu
ég er klárlega að fara út í ikea að kaupa það og bíð spennt eftir næsta pósti! 
þetta er bara sjúkt …. er slefandi yfir þessu, þú ert náttúrulega snillingur og húsbandið þitt líka
hlakka til að lesa pótinn um hökkin
og allt hitt
Rosalega kemur þetta flott út. Ekkert smá breyting
. Segi bara enn og aftur, þú er snillingur 
Bjútífúl, allt saman. Langar svo að forvitnast um hvar þú/þið fenguð kúpulinn sem er utan um pínuna?
Vá hvað þetta er hrikalega flott hjá þeim, meiri snillingurinn sem þú ert
Ofsalega fallegt <3
Vel heppnaðar breytingar og gaman að sjá fyrir og eftir
Nú er ég í málningarhugleiðingum og hefði verið einstaklega gaman að vita hverjir litirnir á veggjunum eru. Reyni að pæla eitthvað sjálf en það sparar mikla vinnu að fá ráðleggingar þegar manni finnst útkoman góð hjá öðrum, hún gæti líka orðið góð annars staðar. En eg er að fara að mála stofu og herbergi i húsi sem er byggt 1966, – frekar stórir stofugluggar, flekaveggir og ekki listar með gólfi og í lofti eins og mér finnst svo fallegt. Allt steypt. Ætla að flytja inn og sjá svo hvað gerist, hvort detti listar inn í hús! Takk fyrir skemmtilega síðu og uppbyggileg og hugmyndainnblásturs skrif
Kv.Sólveig
Þetta er mjög flott, ótrúlegt hvað þú og þinn getið breytt stofunum. Tekur þú svona endurhalningu að þér?
Hlakka til að lesa póstinn um “hökkin” og hvað er keypt hvar.