Þessi póstur er unnin í samvinnu við A4
…eru að verða í lífi unga mannsins okkar!
Núna fyrr í sumar, þá kvaddi hann leikskólann sinn.
Eða þau kvöddu hann.
Í það minnsta, þegar við vorum í Florída var útskrift hjá krökkunum sem eru að byrja í 1. bekk – en þar sem við vorum úti, þá voru þær svo yndislegar að halda smá svona “einkaútskrift” fyrir hann þegar við snerum til baka…
…mér finnst þetta svo yndisleg mynd, þetta er svo mikið “alvöru” knús – lygnir aftur augunum og allt…
…við komum svo bara með léttar veitingar fyrir deildina hans…
…allir fengu frostpinna…
…og almenn gleði var við völd…
…foreldranir kannski í smá sjokki að eiga ekki lengur leikskólabarn (og sjáið bara dömuna á þessari mynd, hún er að verða táningur finnst mér)…
…og litli maðurinn á eftir að sakna hennar Siggu sinnar, bara allar þessar dásamlegu konur/leikskólakennarar, sem hafa umfaðmað hann á undanförnum árum ♥
…en um leið og við kveðjum þennan kafla þá hefst nýr kafli…
…sem í þessu tilfelli var að fara í A4 í Skeifunni og finna nýja skólatösku fyrir 1.bekk…
…þessi hefur frekar ákveðnar skoðanir á því hvað hann vill og hvað ekki…
…og nóg var um að velja…
…ýmislegt sem náði að glepja hann frá markmiði ferðarinnar…
…en svo sá hann töskurnar og hina einu réttu…
…og þá var sko ekkert aftur snúið…
…eða jú, nú snýr hann sér 🙂
…en þessi þótti honum æðisleg…
…og þegar í ljós kom að hægt er að renna henni í sundur, og vera þannig með sundpoka innbyggðan – þá þurfti ekki fleiri orð. Vó, þetta er svona Transformers taska sem breytir sér…
…hann var líka mikið í því að fá upplýsingar, eins og hvað eru bestu yddararnir 🙂
…enda er þetta mikið alvörumál sko, þessi 1.bekkur…
…þarna sá hann líka sitthvað fallegt sem fékk hann til þess að hugsa til systur sinnar…
…en BOB heillar alltaf…
…krúttið hann Bob sko, skósveinn og gleðigjafi…
…annars var sko um nóg að velja…
…litli kallinn fékk svo að smella af einni mynd af móður sinni (sem virðist vera bara fljótandi frampartur á þessari mynd)…
…áður en hann arkaði að næsta kassa…
…þar kom í ljós að brúsi og nestisbox fylgdu töskunni, og þá minnkaði ekki kæti hans…
…eins og sést – frekar góður með sig – og nýju töskuna 😉
…hahaha og brúsann…
…já einmitt…
…öllu prúðari þarna 🙂
…svo var haldið heim…
…og þar þurfti sko að sýna allt góssið – “sko pabbi sjáðu, maður bara rennir svona”…
…”og tvær töskur”…
…”ertu að sjá þetta pabbi!!!!”
…svo að leyfa pabba að prufa…
…en mest bara sjálfur sko…
…týna allt upp úr…
…og svo var hann svo kátur með að velja smá í poka fyrir stóru systur…
…ohhh þessi tvö ♥
…þessi krúttaði næstum yfir sig…
…var ég búin að segja, awwww þessi tvö ♥
…og ánægð með nýtt pennaveski og liti…
…ég rakst líka á þessa límmiða…
…sem mér fannst snjallir til þess að merkja litina – ég er samt hætt að setja bekkinn líka á miðann, því að þetta er notað lengur en eitt ár hjá okkur…
…og svo er allt merkt – og stundum farið yfir með límbandi líka…
…sumir teiknuðu mynd af fugli á meðan, sem þurfti að prumpa til þess að komast áfram – sennilegast svokallaður Methangasfugl…
…tússar merktir líka…
…og fyrir stóru systur þá keypti ég bara skrautlímband…
…og við settum á hvern lit og penna – merkt en samt ekki svona merkt eins og hjá þeim yngri skiljiði…
…og þá, þá bíðum við bara eftir skólasetningunni 🙂
Jeminn, 1. bekkur ♥
Flottur verðandi skólastrákur 🙂 Yndislegt hvað þau eru góð systkini <3 Þarf einmitt að fara að taka merkingartörn á skóladót minna drengja sem eru, ótrúlegt en satt, að fara í 3. og 6. bekk!! :O Tvö ár í viðbót og þá er eldri kominn á unglingastig!!! Held ég þurfi áfallahjálp eftir þessa uppgötvun :/
Dásamlegur kærleikur milli systkinanna. Flottur skólastrákur tilbúinn í næsta áfanga. Ekta leikskólakennarar þarna á ferð.
Flott eru þau.
Vel var valið.
Yndislegur er hann og þau bæði tvö 🙂
Finnst eins og minn prins hafi byrjað í fyrsta bekk í gær…nú var annað árið í framhaldsskóla að hefjast takk fyrir!!
Knús frá Austfjarðapúkum og púkaskottinu 🙂
♥
Yndis!