Tímamót…

Þessi póstur er unnin í samvinnu við A4

…eru að verða í lífi unga mannsins okkar!

Núna fyrr í sumar, þá kvaddi hann leikskólann sinn.

75-www.skreytumhus.is-008

 Eða þau kvöddu hann.

76-www.skreytumhus.is-009

Í það minnsta, þegar við vorum í Florída var útskrift hjá krökkunum sem eru að byrja í 1. bekk – en þar sem við vorum úti, þá voru þær svo yndislegar að halda smá svona “einkaútskrift” fyrir hann þegar við snerum til baka…

78-www.skreytumhus.is-011

…mér finnst þetta svo yndisleg mynd, þetta er svo mikið “alvöru” knús – lygnir aftur augunum og allt…

77-www.skreytumhus.is-010

…við komum svo bara með léttar veitingar fyrir deildina hans…

04-www.skreytumhus.is-003

…allir fengu frostpinna…

80-www.skreytumhus.is-013

…og almenn gleði var við völd…

05-www.skreytumhus.is-004

…foreldranir kannski í smá sjokki að eiga ekki lengur leikskólabarn (og sjáið bara dömuna á þessari mynd, hún er að verða táningur finnst mér)…

86-www.skreytumhus.is-019

…og litli maðurinn á eftir að sakna hennar Siggu sinnar, bara allar þessar dásamlegu konur/leikskólakennarar, sem hafa umfaðmað hann á undanförnum árum ♥

90-www.skreytumhus.is-023

…en um leið og við kveðjum þennan kafla þá hefst nýr kafli…

91-www.skreytumhus.is-024

…sem í þessu tilfelli var að fara í A4 í Skeifunni og finna nýja skólatösku fyrir 1.bekk…

09-2016-08-15-163646_2

…þessi hefur frekar ákveðnar skoðanir á því hvað hann vill og hvað ekki…

10-2016-08-15-163849

…og nóg var um að velja…

11-2016-08-15-163905

…ýmislegt sem náði að glepja hann frá markmiði ferðarinnar…

14-2016-08-15-164101

…en svo sá hann töskurnar og hina einu réttu…

16-2016-08-15-164215

…og þá var sko ekkert aftur snúið…

18-2016-08-15-164408

…eða jú, nú snýr hann sér 🙂

19-2016-08-15-164415

…en þessi þótti honum æðisleg…

20-2016-08-15-164420

…og þegar í ljós kom að hægt er að renna henni í sundur, og vera þannig með sundpoka innbyggðan – þá þurfti ekki fleiri orð. Vó, þetta er svona Transformers taska sem breytir sér…

21-2016-08-15-164547

…hann var líka mikið í því að fá upplýsingar, eins og hvað eru bestu yddararnir 🙂

22-2016-08-15-164842

…enda er þetta mikið alvörumál sko, þessi 1.bekkur…

23-2016-08-15-164848

…þarna sá hann líka sitthvað fallegt sem fékk hann til þess að hugsa til systur sinnar…

24-2016-08-15-165050

…en BOB heillar alltaf…

26-2016-08-15-165102

…krúttið hann Bob sko, skósveinn og gleðigjafi…

27-2016-08-15-165112_1

…annars var sko um nóg að velja…

28-2016-08-15-165219

…litli kallinn fékk svo að smella af einni mynd af móður sinni (sem virðist vera bara fljótandi frampartur á þessari mynd)…

31-2016-08-15-165552

…áður en hann arkaði að næsta kassa…

32-2016-08-15-165627

…þar kom í ljós að brúsi og nestisbox fylgdu töskunni, og þá minnkaði ekki kæti hans…
35-2016-08-15-170617

…eins og sést – frekar góður með sig – og nýju töskuna 😉

36-2016-08-15-170957

…hahaha og brúsann…

37-2016-08-15-171006

…já einmitt…

40-2016-08-15-171006_4

…öllu prúðari þarna 🙂

41-2016-08-15-171032

…svo var haldið heim…

42-2016-08-15-173252

…og þar þurfti sko að sýna allt góssið – “sko pabbi sjáðu, maður bara rennir svona”…

47-2016-08-15-173446

…”og tvær töskur”…

49-2016-08-15-173458

…”ertu að sjá þetta pabbi!!!!”

50-2016-08-15-173503

…svo að leyfa pabba að prufa…

51-2016-08-15-173542

…en mest bara sjálfur sko…

53-2016-08-15-173604

…týna allt upp úr…

54-2016-08-15-173618

…og svo var hann svo kátur með að velja smá í poka fyrir stóru systur…

57-2016-08-15-173719

…ohhh þessi tvö ♥

59-2016-08-15-173745_1

…þessi krúttaði næstum yfir sig…

60-2016-08-15-173751

…var ég búin að segja, awwww þessi tvö ♥

62-2016-08-15-173855

…og ánægð með nýtt pennaveski og liti…

63-2016-08-15-173916

…ég rakst líka á þessa límmiða…

64-2016-08-15-174152

…sem mér fannst snjallir til þess að merkja litina – ég er samt hætt að setja bekkinn líka á miðann, því að þetta er notað lengur en eitt ár hjá okkur…

65-2016-08-15-174544

…og svo er allt merkt – og stundum farið yfir með límbandi líka…

67-2016-08-15-175439

…sumir teiknuðu mynd af fugli á meðan, sem þurfti að prumpa til þess að komast áfram – sennilegast svokallaður Methangasfugl…

68-2016-08-15-180233

…tússar merktir líka…

69-2016-08-15-182828

…og fyrir stóru systur þá keypti ég bara skrautlímband…

70-2016-08-15-183415

…og við settum á hvern lit og penna – merkt en samt ekki svona merkt eins og hjá þeim yngri skiljiði…

71-2016-08-15-184248

…og þá, þá bíðum við bara eftir skólasetningunni 🙂

74-www.skreytumhus.is

Jeminn, 1. bekkur ♥

92-www.skreytumhus.is-025

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Tímamót…

  1. Margrét Helga
    16.08.2016 at 11:01

    Flottur verðandi skólastrákur 🙂 Yndislegt hvað þau eru góð systkini <3 Þarf einmitt að fara að taka merkingartörn á skóladót minna drengja sem eru, ótrúlegt en satt, að fara í 3. og 6. bekk!! :O Tvö ár í viðbót og þá er eldri kominn á unglingastig!!! Held ég þurfi áfallahjálp eftir þessa uppgötvun :/

  2. Gulla S
    16.08.2016 at 19:07

    Dásamlegur kærleikur milli systkinanna. Flottur skólastrákur tilbúinn í næsta áfanga. Ekta leikskólakennarar þarna á ferð.

  3. Hanna Dóra Magnúsdóttir
    17.08.2016 at 12:05

    Flott eru þau.
    Vel var valið.

  4. 21.08.2016 at 17:13

    Yndislegur er hann og þau bæði tvö 🙂
    Finnst eins og minn prins hafi byrjað í fyrsta bekk í gær…nú var annað árið í framhaldsskóla að hefjast takk fyrir!!
    Knús frá Austfjarðapúkum og púkaskottinu 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.08.2016 at 08:38

  5. 22.08.2016 at 22:29

    Yndis!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *