…þessi tími árs þegar að sænski kærastinn sendir út sitt árlega ástarbréf…
…hann er að vísu ansi hreint fjölþreifin miðað við allan þann fjölda kvenna, og herra, sem bíð´ans…
….en það kemur víst ekki að sök – því þegar við setjumst og lesum/skoðum þetta “ástarbréf” þá líður okkur öllum eins og við og hann, sá sænski, eigum í einstöku sambandi…
…við ætlum saman að gera okkur fallegt heimili…
…ég persónulega er spennt fyrir þessum glerboxum…
….og kúplunum, sem eru nú þegar komnir í búðina og ég er búin að nota þá í verkefni…
…annars er sá sænski greinilega að fara í skemmtilegar áttir…
…hann virkar svoldið meira kósý og gammel, í bland við allt þetta módern…
…hann er með pínu dimmar og drungalegar uppstillingar – geggjað flottar…
…í bland við pastel og næsness…
…og fyrir ykkur sem getið ekki beðið – þá er bara að smella hér!
svo margt fallegt,
en er ósmekklegt að vera með hvítt borð með ljósum viðarlituðum fótum og þetta dökka matarstell við ? ég er búin að vera leita mér í soldin tíma að hversdagsstelli og enda alltaf á hvítu plain… en þetta dökka er sjúklega flott.
Úllalla!!! Hlakka til að blaða í gegnum þetta þykka bréf 😉
Get ekki beðið 😉