…því að alltaf fæ ég endalausar fyrirspurnir og eins gott að svara þeim eftir bestu getu – og ef ég hef gleymt einhverju, þá má bara spyrja hér fyrir neðan!
Byrjum á byrjuninni – sumar og sól, og því bara litir og gleði…
…ég segi ekki að bakkinn sé nauðsynjavara, en þar sem hann kostaði eitthvað um 700kr og ég var næsta viss um hvar ég myndi not´ann. Ég fann hann sem sé í Rúmfó á Korputorgi, og líka öll þessi rör (sem sé bara allt á þessum fyrstu tveimur myndum)- finnst þessi með skegginu sérlega skemmtileg, og þessa dásemdar stjörnulöbera. Þeir verða síðan notaðir áfram þannig að win/win…
…svo “þurfti” servéttur, og ég fann þessa sætu kassa fyrir litlar flöskur sem ég átti fyrir, ég hafði verslað þær í Litlu Garðbúðinni endur fyrir löngu…
…og eins og þið sjáið þá eru þær alveg hrikalega sætar svona í kassanum á borðinu, ekki satt?
…í Rúmfó á Korpunni fann ég líka þennan litla kúpul. sem var alveg að heilla mig…
…sér í lagi með þessum fallega lit í botninum…
…og krúttaralegu skrauti áföstu…
…ansi hreint yndislegt…
…skreytir mikið og mjög sumarlegur…
…ég fékk löberinn líka í gráu, og svo er hægt að snúa honum við og þá eru litirnir “öfugir”. Stjarnan dökk en grunnurinn ljós. Eins er þetta úr nokkurs konar plastefni, þannig að það er auðvelt að þurrka af þessu. G-ið með ljósunum fékk ég í Michaels í USA (sjá hér)…
….stóra G-ið er líka þaðan…
…og þarna sést betur sumarlegi bakkinn úr Rúmfó. Hamm var til í bleiku, ljósbláu og einhverjum nokkrum pastellitum…
…síðan fór ég í Söstrene í Smáralindinni fann ég líka ýmislegt fyrir veisluna – og allt í réttum litum…
…alls konar falleg og sumarleg pappaglös, æðislegar pappaöskjur fyrir popp og snakk…
…og fallegar fánalengjur…
…og saman myndaði þetta bara fallega heild…
…pappadiskar með fallegu sérvéttunum úr Rúmfó…
…stór tréfat sem ég á, “fóðrað” með viskustykkjum – tilbúið að taka við hamborgarabrauðum og pyslubrauðum af grillinu…
…þetta mynstraða kemur úr Litlu Garðbúðinni, en hin eru gömul…
…einfaldar skreytingar – 6 ára blaðran kemur frá Söstrene…
…sem sé hvert úr sinni áttinni, en passar nokk vel saman…
…þetta var mjög svo vinsælt, og ekki bara hjá krökkunum…
…enda er þetta óttalega þægilegar umbúðir til þess að nasla úr…
…alltaf smá blóm í vasa…
…og nóg af G-um 🙂
…stærri glerkrukkan kemur úr Bahne í Danaveldi, en sú minni úr Target. Diskurinn á fætinum undir þeirri stóru er úr Pottery Barn, keyptur í sumar, en sá minni er frá Litlu Garðbúðinni – og ég held að hann fáist þar enn…
…og það er fátt eitt sumarlegra en að horfa á drykkina í þessum dunkum. Sumardrykkur, blanda í stóra, en í þeim litla var bara vatn með lime og sítrónu og það var mjög gott og frískandi…
…talandi um frískandi – ójá! Þetta var vinsælt!
Skálin stóra kemur úr Rúmfó á Korputorgi og var fyllt með klaka og appelsínflöskum…
…mjög girnó að sjá…
…og svo, svo var bara að skella í sig matnum – og halda áfram út að hoppa 😉
….en hoppukastalinn kom frá Hoppukastalar á Facebook (sjá hér).
Held að ég hafi ekki gleymt neinu – annars bara – hendið á spurningum hér fyrir neðan 🙂
Þetta er svo flott allt saman, eru til svona drykkjardúnkar hérna á Íslandi?
Takktakk – þeir hafa fengist hérna heima í Rúmfó, Pier, Aff, Kosti og í Tiger – til þess að nefna nokkra!
Snilld! Langar í allt sem þú notaðir 😉
Gordjöss – bakkinn, snakkkrúsirnar, servíettur, fánar og bara allt
Að venju þá hristirðu fram flottheit úr erminni (“,)
PS til lukku með gaurinn <3