…loks eftir fjööööölda fyrirspurna.
Þar sem ég er svoddan ofurkokkur *hóst* þá sást til mín á Snapchat um daginn að gera Doritos-kjúkling, sem er reyndar ógó góður – og eins og gefur að skilja – ofur einfaldur í framleiðslu. Myndirnar eru sumar hverjar teknar af Snapchat myndböndum og ég biðst forláts á gæðunum sem eru bagaleg…
Í þennan mikla rétt matreiðslumeistarans, hohoho, þarf því kjúklingabringur eftir behag. Þær eru því skornar niður, algjörlega eftir því hvernig þið viljið – langsum, þversum, í ferninga og kastað á pönnu sem hefur verið gutlað á smá olíu, fyrir kjúklingakastið.
Höldum því til haga…
…þar mun umræddur kjúlli vera kryddaður eftir kúnstarinnar reglum, stundum Tacokrydd, en í þetta sinn td. notaði ég bara kjúklingakrydd. Svo, ef allt annað bregst, má nota “Best á allt”-kryddið, því að það er eins og nafnið gefur til kynna – best á allt!
Kjúllinn er því steiktur á öllum hliðum þar til að honum hefur verið lokað – þar á eftir, gluða salsasósu ofan í eldfastmót og kjúlli litli þar ofan á…
…meiri salsasósu ofan á – og svo – eina dós af ostasósu…
…sem sé þessar tvær hérna…
…á meðan kjúlli sólar sig inni í ofni ( á ca 180°) þá er ágætt að taka til meðlæti, eins og t.d. sýrðan rjóma…
…og alls konar nachos með….
…enn er kjúlli í góðum gír…
…þá er gott að tylla sér við eyjna og gera allt annað en að hugsa um mat – rétt á meðan…
…svo er það fjörið – taka hálfan poka af Doritos og mylja hann niður…
…og dreifa síðan yfir…
…sömu sögu má segja um rifinn ost og aftur inn í smá stund…
…og svo er ferskt salat möst með!
…þetta er geggjað gott – næstum eins og eftirréttur…
…ommnommnomm 🙂
…svo er bara að taka til eftir mat…
…og njóta!
Eeeeeeeen, ef það eru restar!
Þá er þetta enn betra daginn eftir…
…gerði cous cous og blandaði rest af grænmeti með því. Fallegt og gott. Sniðugt að kaupa bara “venjulegt” cous cous, og skella bara Taco-kryddinu með því…
…aftur er það sýrður rjómi og svo rjómaostur hræður saman með Sweet Chili sósu, geggjað gott…
…afgangar hitaðir – bætt við smá osti og reyndar líka sætum kartöflum sem var æði…
…og snilld er að nota pönnukökur og skeljar og skella þessu inn í. Einfalt og geggjað gott…
…þá er bara hægt að segja, gerið svo vel!
…sníkillinn okkar ♥
…svo var smá eftirréttur – nammi gott!
…og karamellusósa og mulið Prinspóló yfir…
…njótið vel ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Hugsaði þetta einmitt þegar ég sá snappið frá þér 😉 Gleymdi svo að spyrja 🙂
Takk fyrir þetta!
Takk f. góða uppskrift. Mun prufa hana.
Sjúklega girnilegt. Hlakka til að prufa 😊
Ég kem bara í mat næst 😉
Yess við fengum uppskriftina 😀 takk takk þetta verður prufað um helgina 😉
Hæ hæ girnilegt á eftir að prófa þetta, en hvað er heitir snapið sem þú ert með?
Snappið er SkreytumHusKonan eða soffiadoggg – með þremur g-um 🙂
Skemmtilegur póstur – takk fyrir mig 🙂
Hafði svona í vikunni, og namm namm það var ekki arða eftir. Ofsalega var hann góður, hef hann klárlega aftur 😙