Doritos kjúklingur – uppskrift…

…loks eftir fjööööölda fyrirspurna.

Þar sem ég er svoddan ofurkokkur *hóst* þá sást til mín á Snapchat um daginn að gera Doritos-kjúkling, sem er reyndar ógó góður – og eins og gefur að skilja – ofur einfaldur í framleiðslu.  Myndirnar eru sumar hverjar teknar af Snapchat myndböndum og ég biðst forláts á gæðunum sem eru bagaleg…

IMG_1620

Í þennan mikla rétt matreiðslumeistarans, hohoho, þarf því kjúklingabringur eftir behag.  Þær eru því skornar niður, algjörlega eftir því hvernig þið viljið – langsum, þversum, í ferninga og kastað á pönnu sem hefur verið gutlað á smá olíu, fyrir kjúklingakastið.

Höldum því til haga…

IMG_1621…þar mun umræddur kjúlli vera kryddaður eftir kúnstarinnar reglum, stundum Tacokrydd, en í þetta sinn td. notaði ég bara kjúklingakrydd.  Svo, ef allt annað bregst, má nota “Best á allt”-kryddið, því að það er eins og nafnið gefur til kynna – best á allt!

Kjúllinn er því steiktur á öllum hliðum þar til að honum hefur verið lokað – þar á eftir, gluða salsasósu ofan í eldfastmót og kjúlli litli þar ofan á…
IMG_1622

…meiri salsasósu ofan á – og svo – eina dós af ostasósu…

IMG_1623

…sem sé þessar tvær hérna…

IMG_1624

…á meðan kjúlli sólar sig inni í ofni ( á ca 180°) þá er ágætt að taka til meðlæti, eins og t.d. sýrðan rjóma…

IMG_1625

…og alls konar nachos með….

IMG_1626

…enn er kjúlli í góðum gír…

IMG_1627

…þá er gott að tylla sér við eyjna og gera allt annað en að hugsa um mat – rétt á meðan…

IMG_1628

…svo er það fjörið – taka hálfan poka af Doritos og mylja hann niður…

IMG_1629

…og dreifa síðan yfir…

IMG_1631

…sömu sögu má segja um rifinn ost og aftur inn í smá stund…

IMG_1632

…og svo er ferskt salat möst með!

IMG_1633

…þetta er geggjað gott – næstum eins og eftirréttur…

IMG_1634

…ommnommnomm 🙂

IMG_1635

…svo er bara að taka til eftir mat…

IMG_1636

…og njóta!

IMG_1637

Eeeeeeeen, ef það eru restar!

Þá er þetta enn betra daginn eftir…

IMG_1638

…gerði cous cous og blandaði rest af grænmeti með því.  Fallegt og gott.  Sniðugt að kaupa bara “venjulegt” cous cous, og skella bara Taco-kryddinu með því…

IMG_1639

…aftur er það sýrður rjómi og svo rjómaostur hræður saman með Sweet Chili sósu, geggjað gott…

IMG_1640

…afgangar hitaðir – bætt við smá osti og reyndar líka sætum kartöflum sem var æði…

IMG_1641

…og snilld er að nota pönnukökur og skeljar og skella þessu inn í.  Einfalt og geggjað gott…

IMG_1643

…þá er bara hægt að segja, gerið svo vel!

IMG_1642

…sníkillinn okkar ♥

IMG_1644

…svo var smá eftirréttur – nammi gott!

IMG_1645

…og karamellusósa og mulið Prinspóló yfir…

IMG_1646

…njótið vel  ♥
IMG_1649

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

9 comments for “Doritos kjúklingur – uppskrift…

  1. Margrét Helga
    10.08.2016 at 08:20

    Hugsaði þetta einmitt þegar ég sá snappið frá þér 😉 Gleymdi svo að spyrja 🙂

    Takk fyrir þetta!

  2. Anonymous
    10.08.2016 at 16:13

    Takk f. góða uppskrift. Mun prufa hana.

  3. Halla
    10.08.2016 at 21:59

    Sjúklega girnilegt. Hlakka til að prufa 😊

  4. Lena
    10.08.2016 at 22:26

    Ég kem bara í mat næst 😉

  5. Anna Sigga
    10.08.2016 at 22:45

    Yess við fengum uppskriftina 😀 takk takk þetta verður prufað um helgina 😉

  6. Anonymous
    10.08.2016 at 22:49

    Hæ hæ girnilegt á eftir að prófa þetta, en hvað er heitir snapið sem þú ert með?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.08.2016 at 23:54

      Snappið er SkreytumHusKonan eða soffiadoggg – með þremur g-um 🙂

  7. Birna
    11.08.2016 at 07:15

    Skemmtilegur póstur – takk fyrir mig 🙂

  8. Maggan
    13.08.2016 at 10:03

    Hafði svona í vikunni, og namm namm það var ekki arða eftir. Ofsalega var hann góður, hef hann klárlega aftur 😙

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *