Litla húsið – baðherbergið…

…best að halda áfram með þessa breytingasögu alla 🙂

Byrjum á baðinu – þetta átti að vera “hreint” og einfalt, fallegt og notendavænt…

7-Skreytumhus.is fyrir og eftir-006

…aftur notaði ég teikniforritið inni hjá sænska kærastanum, því það er ótrúlega þægilegt og notendavænt.  Eins keyptum við skápana þar og því kjörið að sjá út hvernig þetta kemur allt út, svona nokkurn vegin.  Reyndar er sturtuklefi þarna, en við notuðum bara glervegg hjá okkur…

043-www.skreytumhus.is.2016 005950

…öll mál og allt komið inn á til þæginda…

044-www.skreytumhus.is.2016 010642

…við fórum síðan í Þ.Þorgrímsson og fundum þar Fibo Tresbo plöturnar, sem má setja beint yfir flísarnar sem eru fyrir…

047-www.skreytumhus.is-039

…nóg úrval og erfitt að velja á milli…

048-www.skreytumhus.is-040

…en að lokum völdum við þessar í miðjunni – svona til þess að koma með smá mótvægi gegn háglans hvítum innréttingunum…

049-www.skreytumhus.is-041

…svo var ég rosalega hrifin af þessu.  En þetta er nokkurs konar dúkur sem má setja á votrými líka…

050-www.skreytumhus.is-042

…þarna er móðirin og systur mínar í andlegri bugun eftir að hafa þurft að velja úr öllum þessum týpum 🙂

072-www.skreytumhus.is-064

…baðið var mjög dökkt og dimmt áður…

017-www.skreytumhus.is-016

…og bara það að við máluðum loftið og veggina fyrir ofan flísar hvítt breytti miklu.  En flísarnar voru svo þrifnar vel áður en Fibo Tresbo plöturnar voru festar á…
076-www.skreytumhus.is-068

…það þarf að gæta vel að öllum samskeytum og þetta var ekki alveg eins fljótlegt og við áttum von á…

077-www.skreytumhus.is-069

…en útkoman var góð og þetta breytti alveg heilmiklu…

080-www.skreytumhus.is-072

…allt varð mikið bjartara…

082-www.skreytumhus.is-074

…og eins og sést hér, þá á eftir að festa upp spegilinn – en það var víst ekki hægt að klára allt í einu…
137-www.skreytumhus.is-032

…og móðir mín sæl var alveg búin að ákveða að hún vildi svona “kristalskrónu” eftir að hún sá þetta blogg mitt (sjá hér) og að sjálfsögðu var sú ósk virt…

138-www.skreytumhus.is-033

…og við ákváðum líka að hengja upp skápana frá Ikea, frekar en að láta þá standa á fótum…

139-www.skreytumhus.is-034

…eins kom vaskurinn og vegghengið frá Ikea.  Spegillinn frá Rúmfó, glerveggurinn frá Innréttingar og tæki…

142-www.skreytumhus.is-037

…þannig var þessi smápóstur!  Ekkert mjög langur, en kannski einhverjar hugmyndir sem þið getið nýtt ykkur 🙂

Það er einn póstur til biðbótar í vinnslu en þangað til:

Litla húsið – fyrir og eftir…
https://www.skreytumhus.is/?p=38804

Litla húsið – undirbúningur og málun…
https://www.skreytumhus.is/?p=38804

Litla húsið – eldhúsið…
https://www.skreytumhus.is/?p=38877

141-www.skreytumhus.is-036

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

15 comments for “Litla húsið – baðherbergið…

  1. Margrét Helga
    11.08.2016 at 08:17

    Vá!! Frábær breyting 😀 Þægilegt að það hafi verið hægt að festa vegg og gólf yfir það sem var fyrir.

    Hlakka til að sjá seinasta póstinn 🙂

    P.S. Hvaðan er kertastjakinn á vaskinum? 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.08.2016 at 23:38

      Gólfið er reyndar óbreytt 😉 og kertastjakinn er því miður gamall og man ekki alveg hvaðan hann kemur!

  2. Ragnhildur
    11.08.2016 at 10:40

    Þetta er alveg frábærlega flott allt!

    En ég er líka með smá spurningu, eru enn sömu flísar á gólfinu á baðherberginu og voru fyrir eða er hægt að setja þessar nýju flísar líka á gólf og þá yfir þær sem voru fyrir?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.08.2016 at 23:38

      Takktakk, það er ekki hægt að leggja svona sem gólf – að ég tel – en dúkurinn gæti farið yfir gólf!

  3. Árþóra Steinarsdóttir
    21.08.2016 at 08:01

    Frábær lausn og kemur vel út. Hvar fékkst klósettpappírsstandinn?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.08.2016 at 08:38

      Takktakk – standurinn kemur úr Ikea:
      https://www.ikea.is/products/136807

      • Soffia
        22.08.2016 at 22:49

        Er búin að vera að leita af svona standi en ekki fundið neitt sem mér líkaði. En ég skoða þetta hjá Ikea.Takk innilega
        fyrir upplýsingarnar😊😊

  4. Lóa
    27.08.2016 at 09:54

    Þetta er virkilega flott hjá ykkur.
    Er ekkert mál að hafa þessar plötur líka í sturtunni? Skemmast þær ekkert í mikilli bleytu?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2016 at 14:27

      Neibb, þeir segjast hafa tuga ára reynslu og þetta á að vera 100% vatnshelt, sé gengið rétt frá þessu í byrjun 😉

  5. jovina
    27.08.2016 at 10:20

    Mjög fallegt

  6. Anonymous
    06.01.2017 at 04:25

    Mjög flott … hvaðan kemur ljósið?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.01.2017 at 16:56

      Loftljósið er úr Bauhaus 🙂

  7. Anonymous
    20.11.2017 at 19:24

    Þetta er æðislegt! Veistu ca. hver kostnaðurinn var?

  8. Guðrún
    19.06.2021 at 23:48

    Sæl,
    Þessi póstur poppaði upp þegar ég var að google breytingar á baðhergi. Veit að það er komið svoldið síðan en manstu hvað FIBO plötur þið völduð, nafnið ? Hafa þær staðið fyrir sínu ?

    Kveðja,
    Guðrún

    • Soffia - Skreytum Hús...
      21.06.2021 at 01:57

      Sæl – man ekki nafnið á þeim en þær hafa staðið vel fyrir sínu!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *