* þessi færsla er ekki kostuð!
…og við erum víst öll sammála um að eldhúsið er hjarta heimilisins. Síðan, eins og í þessu húsi þá er þetta það fyrsta sem að blasir við manni þegar gengið er inn. Því er það mikilvægt að eldhúsið sé stílhreint og fallegt, en auðvitað að það funkeri vel og þjóni sínum tilgangi.
Það gamla gerði það ekki, það var orðið ansi lúið og örugglega bara búið að þjóna sínum fyrri eigendum ötullega.
Við skoðuðum alls konar innréttingar það er mikið úrval, en það sem að skipti svo miklu máli í þessu tilfelli voru krónur og aurar. Þetta þurfti að vera hagstætt, og þegar verðið var skoðað – þá kom Ikea laaaang hagstæðast út. Við erum að tala um að þetta var mikið ódýrara en annars staðar – þrátt fyrir að inni í tölunni væri innbyggður ísskápur, helluborð og ofn, blöndunartæki og vaskur – sem var hvergi annars staðar með.
Sænski kærastinn klikkar ekki!
Svo er hann líka með svona skemmtilegt teikniforrit (smella hér til að skoða) þannig að það er auðvelt að setja þetta upp sjálfur og breyta og snúa að vild…
…það var enginn vafi á því hvernig eldhúsið myndi snúa. Þetta var fyrsta teikningin og hún er mjög nærri lokaútkomu…
…að vísu vantar auðvitað borðplötuna á eyjuna, en þið sjáið hana bara fyrir ykkur. Eins vildi ég endilega setja glerskápana þarna fyrir ofan, í horninu, þó reyndar að lille mor væri alls ekki sannfærð um að það væri málið…
…ég setti þetta líka upp með fulningahurðum, svona til samanburðar – og varð strax mjög skotin…
…miklar pælingar í gangi…
Eftir að hafa teiknað og skoðað og spáð, þá dróg ég mömmu með í skoðunnarferð í Ikea – svona svo hún gæti klappað öllu góssinu sjálf…
…allar mismunandi hurðartýpurnar…
…og af nægu er að taka…
…en við mamma, við drógumst mikið í þessa átt…
…og að lokum, þá voru það franskir gluggar sem sannfærðu oss! Ójá heillin mín, margt er líkt með skyldum…
…ég verð að hrósa sérstaklega unga manninum sem aðstoðaði mig þegar við vorum loks ákveðnar. Ég settist hjá honum og við fórum yfir teikninguna sem ég var búin að gera á netinu og svo vippaði hann þessu öllu upp í forriti hjá sér – og sá um að ég fengi allt sem þyrfti til þess að fylgja með. Þurfti í raun lítið að hugsa því það var bara allt talið upp sem þurfti með. Eins fengum við allt sem þurfti afgreitt í einu bretti. Borið inn í hús og allt komið á staðinn, á nokkrum dögum eftir að pantað var. Miðað við að á öðrum stöðum var oft gefinn upp afhendingartími sem var um 6-8 vikum eftir pöntun. Snilld!
Síðan var mættur inn á gólf einn stæðsti “Lego-pakki” sem við höfum fengið í hús…
…næsta vers – setja saman og festa upp! Við fengum menn í það verk, sem var frábær hugmynd þar sem tíminn var af svo skornum skammti.
Það eina sem við pöntuðum ekki með var borðplatann, hana ætlaði ég að panta þegar að innréttingin kæmi upp. Talaði við fyrirtæki sem sé um þær og fékk að vita að afhendingartími væri nokkrar vikur, og í raun auka vikur vegna sumarfría.
…þá voru góð ráð dýr og nett örvænting þar sem þá var miðvikudagur, og mamma og pabbi áttu að flytja inn á laugardeginum. Haldið ekki bara að smiðurinn hafi tilkynnt að hann gæti bara reddað borðplötu og la voila, þetta gekk allt upp. Kláraðist á laugardagsmorgninum!
Talandi um að gera þetta á nippinu!
En að lokum gekk þetta allt saman upp (þessir stjakar eru frá Aff versluninni, en fást því miður ekki lengur)…
…langar líka að benda ykkur á hve mikið þessi svarta rönd, framan á borðplötunni, gerir fyrir heildarmyndina. Án hennar væri eldhúsið örugglega bara frekar líflaust og óspennandi, en þessi einfalda svarta lína. Hún er þessi svokallaði punktur yfir i-ið…
…þar að auki kallast hún svo skemmtilega á við svarta hnúðana, sem eru líka æðislegir…
…eða sko, það eru bæði svartir hnúðar og höldur, eins og sést hérna.
Stóri skápurinn er innbyggður ísskápur og er það alveg snilld í svona litlu eldhúsi – gerir það svona minna eldhúslegt að hafa ekki þessa risastóru ísskápa blasandi við þegar inn er komið…
…sko – þessar svörtu línur eru alveg nauðsynlegar…
…eins og sést á veggnum, þá áttum við eftir að mála yfir rafmagnslokið sem er á veggnum. En þið sjáið líka glitta í nýja slökkvara, en við fengum rafvirkjann til þess að setja nýja tengla og slökkvara alls staðar. Það er líka mjög mikilvæg pæling þegar farið er í eldhús, hvar á að setja tenglana.
Það er nefnilega x margir hlutir sem að enda alltaf uppi á borðum. Kaffivélar og þess háttar, og oftar en ekki í hornunum á borðunum. Það er því kjörið að pæla vel í því hvar tenglar eiga að koma því að það gerir allt stílhreinna að losna við millistykki og þess háttar…
…ok, kannski viðeigandi – eða óviðeigandi – en mig dreymir blauta drauma um þessa krana. Enda kemur sko vatn úr þeim, hvað varst þú eiginlega að hugsa?
Þeir koma í stállitinum, og svo dásamlega svartir – vá – þeir eru svo fallegir…
…eins eru ótrúlega mikið af sniðugum geymslu og skipulagslausnum sem hægt er að fá í skápana og skúffurnar, og það gleður nú litla skipulagsperrann sem dansar stríðsdans af kæti innan í mér…
…og eins og sagði í pósti gærdagsins, þá er liturinn á veggjunum hinn “gamli og góði” SkreytumHús-litur sem þið fáið hjá Slippfélaginu…
…það á enn eftir að mála hurðina og gluggana, og ég er með smá plön varðandi það. Leyfi ykkur að fylgjast með þegar af verður…
…svo á vegginum þarna á móti hanga tveir Besta-skápar frá Ikea. Þeir voru settir þarna sem nokkurs konar aukageymsla. Annað hvort sem eins konar búrskápur, eða bara fyrir glös og annað slíkt…
…þetta er afskaplega stílhrein og skemmtileg lausn á vegginn – og ég veit ekki hvort að þið trúið því – en ég sannfærði móður mína um ágæti þessa skápa með því að segja henni frá því hvernig ég mun jólaskreyta þá fyrir hana 🙂
…og já, fyrir þær sem spurðu, þá er málverkið eftir pabba (eins og myndirnar heima hjá mér) og þið getið kíkt á síðuna hans á Facebook með því að smella hér…
…svo er bara að raða fallega á og hafa gaman að…
…og jú, fyrir þær sem spurðu – þá er þessi litli gluggi úr Michaels í USA (sjá innlit hér), en ég keypti hann handa mömmu þegar við fórum til Florída.
Eins og þið sjáið á sumum myndunum, þá er sérlega stór ofn þarna, og við ákváðum – fyrst að við höfðum ekki tíma til þess að taka hann niður og breyta. Að hreinlega bara skreyt´ann og gera gott úr þessu. Notuðum keðju til þess að festa hann á ofninn, því ekki var hægt að negla í hann 😉
…kemur líka bara skemmtilega út, ekki satt?
…eins er best að taka það fram, eftir ca milljón fyrirspurnir – að allir hlutirnir á þessari mynd eru úr Rúmfó, veggstjakarnir, klukkan og 2já-hæða diskurinn.
Því miður held ég að aðeins diskurinn fáist þar í dag, hitt er orðið nokkurra ára gamalt…
Ég vona að með þessum pósti hafi ég náð að svara flestum þeim spurningum sem ég hef fengið. Annars bara látið þið í ykkur heyra. Eins ætla ég að bæta við verðunum inn í póstinn, ég bara gleymdi að fá nótuna hjá foreldrunum og vildi ekki bara “slumpa” á einhverjar tölur.
*knúsar á ykkur, og enn og aftur, hjartans þakkir fyrir þessu frábæru og skemmtilegu viðbrögð!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Sko…ef maður sannfærist ekki um nauðsyn hluta með því að ímynda sér jólaskraut á þeim þá er nú fokið í flest skjól… 😉 En vá hvað þetta er fallegt!! Mjög svipuð innrétting (þ.e. hurðirnar) og ég var með í gamla húsinu mínu…sakna þess pínu en er með fulningahurðir í “nýja” húsinu mínu líka 😉
Mig langar mikið að heyra um málninguna á loftinu ef þú vildir vera svo væn 🙂
Hjördís, kíktu á þennan póst:
http://www.skreytumhus.is/?p=38843
Þú finnur allt um loftið þar!
Mig langar að koma einni ábendingu á framfæri það er smá möguleiki að þessi klukka sé enn til í rúmfó á Akureyri 😉 🙂 en veggstjakana hef ég aldrei séð þar ….
Æðislegt eldhús annars 😀 virkilega vel heppnaðar lausnir !
norðankveðjur AS
Þetta er ekkert smá flott hjá þér til hamingju😘
Afar smekklegt allt saman 🙂
Smekklegt og flott 🙂
Þetta er bara æðislegt allt saman 🙂 svo vel hannað og fallegt 🙂
geggjað 🙂
Hvar endaðirðu á að kaupa borðplötuna? 🙂
Ótrúlega vel heppnað eldhús!
Fékk hana hjá smiðunum sem settu upp innréttinguna:
NKEA slf
Bæjarflöt 5, 112 Reykjavík
Alveg rosalega vel heppnað og fallegt 🙂 Mér finnst skáparnir þarna á móti eldhúsinu æðislegir og snilldar hugmynd með “gluggann” á ofninum 🙂
Þetta er alveg rosalega flott. Ég læt mig dreyma að fá þig til að gera svona fyrir mig innan 7 ára. Nauðsynlegt að eiga sér draum.
En innilega til hamingju með frábærlega vel heppnaðar framkvæmdir ❤️
Takktakk ❤️
Yndislega fallegt hjá þér. Mig langar svo að vita hvar þú fékkst fallegu húsin á Ikea skenknum í eldhúsinu 🙂
Takk fyrir það! Þau eru gömul og fengust í Bauhaus,Pier og Blómaval. Svo eru svona til sölu í söluhópnum á Facebook núna 😉
Mjög flott eldhús, takk fyrir að deila þessu með okkur!! Ég er forvitin að vita hvað þetta kostaði?
Það er að segja, vinnan við að setja þetta upp, rafvirkinn, innréttingin, tækin og hvað tók langan tíma að græja þetta eftir að innréttingin var komin í hús?
Kær kveðja, KJ
Love it 🙂
Ótrúleg breyting á eldhúsinu.
Allt saman æðislegt!!
Gaman að fá að sjá alla vinnuna svona stig af stigi og til hamingju með þetta allt
Takk fyrir frábærar hugmyndir ☺er að fá mér eins innréttingu og finst þetta snild með svörtu röndin ☺hvar fékst þú borðplötuna .
Hann heitir Svanur og er með fyrirtækið:
NKEA slf
Bæjarflöt 5, 112 Reykjavík
🙂
Mjög fallegt.