…ó vá! Takk innilega fyrir öll viðbrögðin við póstinum í gær, þið eruð æði og ég varð bara klökk yfir öllum fallegu orðunum og skilaboðunum.
Mér finnst líka extra gaman að sýna ykkur þetta af því að þetta er íbúð hjá eldra fólki. Sjáið til, við erum að sjá mikið af íbúðum hjá ungu fólki sem á kannski bara það nýjasta og öll trendin. En það er líka gaman að sjá alls konar gömlu punti og húsgögnum raðað saman og hvernig þau geta myndað fallega heild.
En byrjum á þessu öllu!
Loftið – við fengum málara til þess að sprauta loftið fyrir okkur. Hann fór yfir það tvær umferðir með Sperregrunn frá Slippfélaginu og síðan eina umferð með málningu með smá gljáa í, málarahvítum. Það var alveg möst að fá smá gljáa og það kemur mjög vel út.
Það er líka gott að gera sér grein fyrir að svona furupanel-loft – þau eru ekki pörfekt. Það eru kvistar og misfellur sem að sjást alveg í hvíta litinum og ef þú getur séð fegurðina í því ófullkomna, þá ertu í góðum málum. Við vorum ekkert að sparsla eða neitt svoleiðis.
Þetta breytti afskaplega miklu þarna inni, allt varð léttara og loftið hækkaði enn meira ef möglegt er 🙂 Það voru listar meðfram loftinu sem voru sprautaðir í sama lit og loftið sjálft. Vegg málningin var svo skorin með fram þessum listum.
Það er líka alltaf mjög nauðsynlegt í svona framkvæmdum að koma sér upp tímalínu. Í hvaða röð er best að taka þetta og á hverju á að byrja. Gera sér grein fyrir kostnaði og leita tilboða.
Hjá okkur var þetta tekið í þessari röð:
- Rífa niður eldhúsinnréttingu og vegginn sem hún stóð við. Stækka hurðargat.
- Taka ákvarðanir varðandi eldhús og fá rafvirkja (ef þarf) til þess að gera það sem gera þarf. Oft þarf að gera göt í veggi og laga eftir að rafvirki hefur unnið sitt starf. T.d. þurfti að brjóta upp úr gólfi til þess að gera ráð fyrir rafmagni í eyjuna.
- Taka parket af gólfum og helst velja nýtt parket/gólfefni sem fyrst.
- Ef á að fara í framkvæmdir á baði þá þarf að hrinda þeim í gang sem fyrst. Tekur alltaf lengstan tíma.
- Laga hurðaropið sem var stækkað. Laga gat í vegg sem myndaðist.
- Taka veggfóður af veggjum ef þarf.
- Mála veggi. Frábært ef hægt er að gera þetta áður en gólfefnin eru sett á því að þá þarf ekki að hafa áhyggjur af gólfi eða skurði við gólf. Mikilvægt er líka að “skera vel”. Sem sé mála meðfram lofti, við gólf og í kringum glugga/hurðar.
- Gera ráð fyrir kostnaði við ljós og annað slíkt, þetta er ótrúlega fljótt að telja. Dimmer! Reyna að setja dimmer á sem flest loftljós – þau skapa stemminguna í hvelli.
- Reyna að hafa smá svigrúm í “budget-i” – þetta er svo fljótt að telja!
- Reyna að muna að anda, borða og hafa smá gaman af. Þetta verður skemmtilegt þegar komið er yfir erfiðasta hjallann.Tips: Það eru einfaldir hlutir, eins og að setja málningarteip á gólfin til þess að gera sér grein fyrir stærð hlutanna, hér fyrir eldhúsinnréttingu en gæti eins verið til þess að mæla fyrir skápum og öðru slíku.
Mæla, mæla og mæla. Teikna, prufa og prófa. Það er á þessu stigi sem þetta er næstum autt og óskrifað blað og hægt að leika sér með hlutina.
Myndarlegir aðstoðarmenn hjálpa líka – bæði sjónrænt og svo bara við verkin.
Hér erum við hjónin að rífa upp gamla parketið. En það varð að fara því að við tókum niður vegg og stækkuðum hurðargat. Eins voru dúkar á svefn/sjónvarpsherbergjum en við vildum fá flæði með sama gólfefninu.
Draslið er fljótt að koma – og að reyna að losa hlutina sem fyrst er góður plús.
Ég fann ótrúlega falleg parket í Bauhaus sem heilluðu mig.
Var öll í að skoða svona gráhvíttuð gólf.
En svo ber að hafa í huga fyrir hverja þetta er gert, og mömmu fannst gráhvíttað virka “rykugt” og því vildi hún hlýrri lit. Að lokum finnst mér hún alveg hafa rétt fyrir sér, þó að hitt hefði vel gengið líka, því að það sem þau völdu smellpassaði við mublurnar þeirra.
Þetta var úr Parket og Gólf, og er með áföstu undirlagi. Mjög sniðugt.
Veggurinn fór illa við þegar hurðargatið var stækkað og það þurfti að laga.
Minn sérlega handlagni eiginmaður sneið inn í þetta og svo var bara sparslað og lagað.
Stundum, þá borgar sig að hinkra bara aðeins. Hurðarnar þóttu okkur ekki fallegar. En, á einhvern furðulegan máta. Þegar að gólfefnið er komið á og búið að mála veggi – þá ganga þær alveg upp 🙂 Það er bónus!
Svo þarf að mála – það er bara þannig.
Auðvitað fylgja ekki með málningu svona yndishjálparar, en hey – maður þarf að redda sér.
Gott að hafa hjálparana í öllum stærðum, þá er hægt að taka þetta frá toppi niður á gólf 🙂
Svo er það aftur þetta með fyrir hvern er húsið ætlað. Ég var svo sannarlega með einhvern fallegan, hreinan gráan tón í huga fyrst og vildi líka mála alla veggi.
En hún lille mor, hún var búin að vera að horfa á mína veggi öll þessi ár og vildi bara fá eins og örverpið sitt. Því var ekkert annað ráð en að skella bara í “klassíkina” og fyrir valinu var hinn gamli góði “SkreytumHús-litur”.
Pjúra klassík sko 🙂
Eins og sést svo vel á þessari mynd, þá er hann einmitt stundum grár og stundum brúnn. Allt eftir tíma dagsins og hvernig ljós eru kveikt. En hann er samt alltaf hlýr – sem er einn af hans stóru kostum.
Sömuleiðis fékk hann að fara á höfðagaflinn í svefnherberginu.
Við notuðum málninguna frá Slippfélaginu, og hún er svo frábær og með mikla þekju. Við þurftum bara að fara eina umferð með ljósa málningu yfir veggina. En tókum reyndar tvær umferðir af SkreytumHús-litinum.
Við vorum fyrst að spá í málarahvítum á hina veggina. En þar sem við notuðum SkreytumHús-litinn, þá varð marmarahvítur fyrir valinu, þar sem hann er tóninum hlýrri og passar svo vel með. Loftið er hinsvegar málarahvítt á litinn.
Draslið sem fylgir alltaf svona framkvæmdum sko!
Þarna er byrjað að leggja parket, og sko – það er víst mikilvægt að byrja rétt!
Svo er líka gott að taka tíma og kunna að meta litlu augnablikin, sem eru alltaf að verða á vegi okkar.
Lokaútkoman – og eins og sést á þessari mynd – þá var bara búið að tylla málverkinu á sófann.
Svo á morgun – eldhúsið!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Frábært að fá svona “geraþettaíréttriröð”lista…hjálpar manni mikið 🙂 Verð alltaf hrifnari og hrifnari af þessari breytingu eftir því sem ég sé fleiri myndir af þessu 🙂 Gargandi snilld!! Hlakka til að sjá meira!
Frábært! Mamma mín er einmitt með panel-loft sem hana langar svo að fá málað, takk fyrir að deila þessu með mér-okkur skref fyrir skref, nú er bara að finna málara vestur á fjörðum sem er til í verkið. Takk fyrir yndislegt blogg ❤️
Snilld! Ótrúlega vel heppnað.
Hlakka til að sjá meira 🙂
æðisleg breyting, við erum einmitt með svona panil í loftinu en það eru líka 8 bitar úr öðrum við og dekkri á litin. ætlum bókað að mála panilinn hvítan en spurningin er hvort maður eigi að leifa bitunum að halda sér eins og Joanna oft í Fixer upper þáttunum gerir oft eða mála þá líka hvíta eins og panilinn. úff er ekki alveg með þessa náðargáfu sem þú hefur, en er loksins komin í eigið húsnæði sem ég ætla mér að gera fínt. þú ert mjög hvetjandi og lætur þetta líta út sem ekkert mál 😉
takk fyrir að deila.
Sæl
Gaman að sjá hversu vel þetta kemur út, hvaða málara fengu þið til að sprauta loftið ? Erum einmitt með svipað loft sem okkur langar að gera hvítt.
Þetta var einhver vinur hans pabba, þarf að kanna hvort að hann vilji láta nafn síns getið 🙂
Glæsileg breyting – undirbjugguđ þiđ loftiđ eitthvađ fyrir grunninn?
Ég dáist af öllu sem þú gerir,mikið ofboðslega er þetta flott gert hjá ykkur,eldhúsið er algjör draumur.þú ert algjör snillíngur
Ég dáist af öllu sem þú gerir,mikið ofboðslega er þetta flott gert hjá ykkur,eldhúsið er algjör draumur.þú ert algjör snillíngur
Þetta er rosalega flott hjá ykkur!
Vá!!! Þetta er æðislega fallegt hjá ykkur 😃
Takk fyrir þetta og virkilega gaman að sjá breytinguna á loftunum, rosalega flott. Við erum einmitt með panel í loftunum á öllu húsinu nema í eldhúsinu og mig langar svo mikið að mála hann og einnig dyrnar í húsinu.
Hvernig gerðuð þið loftin klár fyrir málningu/sprautun?
Við fengum bara fagmann í þetta, hann grunnaði og sprautaði svo. Gæti þurft að setja sér yfir kvista, fer bara eftir ástandinu á loftinu.