…ég datt þarna inn, rétt fyrir lokun á fimmtudaginn seinasta – þannig að þetta er því miður væntanlega allt búið! En, sko EEEEEN, ég verð bara að sýna ykkur því að ég hef sjaldan eða aldrei séð jafn mikið af fínerí-i þarna í Góða Hirðinum…
Nánast alltaf skal ég sjá bekki úr fallegum sófaborðum, en hey – það er bara ég…
…þessi hefði verið pörfektó undir þvottavélina, með útdraganlegri skúffu fyrir óhreint tau – like á það, og enn með plastið framan á…
…svona skápar, sérlega flottir í “með í ferð” – mála, setja veggfóður framan á, eða bara það sem maður getur látið sérdetta í hug. Eins væri sniðugt að nota svona sem búrskáp – mála svartar hurðarnar með krítarmálningu og skrifa svo innkaupalistann framan á skápinn…
…lítil puntuhilla í krakkaherbergin, eða fyrir skartið með því að bæta við smá hönkum (sjá hér)…
…eins fannst mér þessi hreint út sagt dásamlegur – eitthvað svo yndislega gammel og bara beið eftir að fá smá yfirhalningu, kannski málun og meðí…
…og þessi – gamaldags og sveitó…
…með fínlegu blómamynstri – það hefði verið hægt að mála bara ysta og innsta listann og halda blómamyndstrinu…
…haha – munið eftir sætum sófum?
Ég hefði sko keypt þennan hérna 1995 og dansað hamingjudans. Veit ekki hversu oft ég fór í búðina í Kópavogi og mátaði þetta sett, eða eitthvað mjög svipað…
…gamlir stólar og ég = sönn ást…
…eins og t.d þessi hérna – svo mikið yndislegur…
…og þessi hafði lifað nokkur misserin og þjónað ýmsum rössum
…hefði getað hugsað mér þennan í herbergið hjá litla ljóninu mínu – en þá helst til þess að mála/spreyja hann í einum lit…
…þessir voru litlir og fínlegir – og svo fallegir…
…hvítar könnur – þær eru ómótstæðilegar…
…svona gamalt gler er líka alltaf í uppáhaldi – sér í lagi með smá silfri með…
…obbbbobbboobb, ég þurfti að beita mig miklum fortölum að skilja þessa hérna eftir – fullkominn litur og hvaða páskaborð yrði ekki fallegra með þessum á því…
…fínlegir og fallegir…
…meira af fínu gleri og glimmer með…
…þessar fóru stórar og föngulegar, vá hvað mér fannst þær flottar…
…silfur og könnur – svo er það bara plássleysið sem háir manni…
…æði…
…og þessir hérna, t.d. æðislegir í blómaskreytingar…
…ok, svo er það þessi – hann er náttúrulega fullkominn á matarborðið í Downton Abbey – en hver segir svo að maður geti ekki haft fulla þörf á þessu á matarborð á Álftanesi? Huh? Mann vill sem mann vill – ekki satt?
…silfur og bakkar, silfur og bakkar – næsness alla leið…
…þessir voru líka æði – öðruvísi og flunkufagrir…
…ohhhhhhhhhhhhh…
…bíddu, bíddu, bíddu – diskahaldari?
…gler á fæti – alltaf gott…
…svo var það þetta stell…
…mammamia – hver losar sig við svona í heilu lagi?
…súpuskálar og alles…
…könnur…
…og auðvitað matardiskar með…
…gömul skíði – flottasta útiskrautið um jólin sko!
…turtildúfur – bullandi ást í þeim Góða…
…könnur, könnur og meiri könnur…
…sjáið bara þessa fegurð!
…og þessi hérna – ég varð að beita mig hörðu að taka hann ekki með heim…
…leiðinda plássleysi alltaf hreint að angra mann…
…dásamlega fínlegt og fallegt stell, bollarnir voru 6 eða 8 stk!
Hvað var ykkar uppáhalds?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Ég fer oft í góða í þeirri von um að finna nákvæmlega eitthvað svona fínerí. Svo fer ég og heilinn hættir bara að funkera eg finn aldrei svona fineri
Allt æðiiii
Þú verður bara að byggja við, það er hreinlega ekkert annað í stöðunni
Og vá hvað það var margt fallegt þarna!!!
Skemmtilegir póstar, maður bara skilur ekki hvað fólk lætur frá sér fallega muni, ég er svo íhaldssöm,
Sæl – það eru tveir kertastjakar, eins, og þú skrifðir fyrir ofan þá: “…þessir voru líka æði – öðruvísi og flunkufagrir…”.
Ég fékk svona fyrir 22 árum í brúðkaupsgjöf og þetta eru svo kallaðir skipakertastjakar. Þegar skipið ruggar á heldur miðjan balans og kertið lekur ekki. Bara svona júsless informeisjón þér til skemmtunar.
Lofit ♥ “meikar sens” eins og maður segir á fallegri íslensku
Takk fyrir þetta!
Skápurinn er æði
ég væri sko til í að eignast hann og stellið maður minn hvað það er fallegt <3