…svona rétt til þess að koma mér í gang aftur.
Munið þið hérna um daginn, þegar ég var að velkjast í vafa um hvað ég ætti að gera við fallega hliðarborðið mitt og hvort ég ætti að mála það, eða mála vegginn, eða vera til friðs, eða hvað (sjá hér)…
…nú þar sem ég hef ekki haft margar mínútur aflögu þessa daganna, þá ákvað ég bara að gera það einfaldasta í stöðunni – færa borðið 😉
…einföld lausn sem krafðist lítilla framkvæmda og bara smá tilfæringa…
…enda er það alltaf mitt ráð til ykkar að prufa ykkur áfram með hlutina heima hjá ykkur – það er ótrúlegt hversu miklu það getur breytt bara að færa til borð og stóla, og bara almenna smáhluti…
…og skápurinn, hann stökk bara yfir á næsta vegg og stendur þar…
…tók einmitt nokkrar myndir innan í honum sem ég þarf að sýna ykkur í næstu viku…
…annars finnst mér þetta bara bjart og skemmtilegt – einföld breyting…
…hlutirnir eru að njóta sín allt öðruvísi við hvíta veggina…
…og mér finnst svo gaman að sjá hlutina í nýju ljósi – það gerir þá bara svoldið nýja – ekki satt?
…bland í poka á borði, það er bara svoleiðis…
…og um helgina ætla ég að reyna að byrja á íbúða-póstunum fyrir ykkur, þetta er spennandi verkefni að segja frá…
…þangað til – eigið yndislega helgi og njótið vel – takk fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Já, ótrúlegt hvað smá tilfæringar geta gert mikið…sparar manni heilmikinn pjéning að prófa svona fyrst 😉
Knús í hús og góða helgi!!