Upp á nýtt…

…og enn á ný er raðað í Vittsjö-hilluna okkar (sjá nánar hér)

03-www.skreytumhus.is-028

…ég verð að segja það enn, að hillurnar okkar – sem við höfum gert sjálf – eru ein uppáhalds húsgögnin okkar og endalaust gaman að raða í þær.  Það getur gefið hverju rými svo mikinn persónuleika og við viljum nú öll að heimilin okkar endurspegli okkur sjálf, ekki satt?

3-www.skreytumhus.is-002

…í neðstu hillunni er karfa full af tímaritum…

04-www.skreytumhus.is-029

…síðan er þetta samtýningur úr stofunni…

4-www.skreytumhus.is-003

…dásamlega gamla ritvélin mín, og þessi silfurskál í neðstu hillunni minni er einn af uppáhalds fundunum mínum úr Góða Hirðinum…

05-www.skreytumhus.is-030

…gömlu myndavélarnar koma frá afa mínum og svo keypti ég mér nokkrar svona þegar ég var unglingur…

5-www.skreytumhus.is-004

…ofan á hillunni eru síðan kertastjakar, stór vasi og svo eitt og annað…

09-www.skreytumhus.is-034

…eins og t.d. þessar fallegu geymslubækur úr Pier…

10-www.skreytumhus.is-035

…og þessi flotti krítarhnöttur sem ég fékk mér í Target í USA þegar við vorum í Florída…

11-www.skreytumhus.is-036

Tips fyrir hilluröðun:
*Verð að mæla með að grúbba saman þegar raðað er í hillur, og nota bækur til þess að afmarka svæði.
*Myndaramma til þess að gera bakgrunn – því ef það væru ekki myndararnir þá myndu hillurnar virka mjög tómar.
*Vera ekki bara með kertastjaka – finna líka spennandi og öðruvísi hluti með.
*Reyna að finna jafnvægi, lítil og stór saman.  Hækka upp hluti, t.d. með bókum.
*Finna rythma – lítill hlutur, stór hlutur, lítill hlutur.

13-www.skreytumhus.is-038

…nota hluti sem hafa tilfinningalegt gildi.  Þetta eru t.d. lóðin sem afi minn notaði á vigtina sína í bakarí-inu….

14-www.skreytumhus.is-039

…gamalt silfurkar verður “blómapottur”…

15-www.skreytumhus.is-040

…geggjaðar vintage flöskur sem ég fann á markaðinum hjá henni Kristbjörgu á Akranesi (Heiðarbraut 33 – sjá hér)

16-www.skreytumhus.is-041

…gamlar myndir og gömul myndavél…

17-www.skreytumhus.is-042

…eins og sést þá hef ég mikinn áhuga á svona gömlum nytjahlutum sem hafa svona fegurðargildi, eins og mynda- og ritvélin, en þeir fá líka auka mikilvægi þegar þeir eiga sína sögu innan fjölskyldunnar.

Sem sé, eitt og annað – bland í poka.  En allt er þetta þarna af því að þetta gleður augað, og hjartað ❤

Sammála?

1-www.skreytumhus.is

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Upp á nýtt…

  1. Margrét Helga
    12.07.2016 at 18:14

    Uppröðunarsnillingur geturðu verið, kona góð!! 🙂

  2. Kristín
    12.07.2016 at 23:30

    Þú ert svo mikill snillingur í öllu, þetta er truflað flott 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *