Stopp…

Við erum alltaf að sjá það betur og betur, á lífsleiðinni, hvað það er sem skiptir máli og hverju þarf að sýna aðgát og einbeita sér að.

08-www.skreytumhus.is-006

Mamma mín og pabbi eru bæði orðin fullorðin (rétt undir og rétt yfir áttrætt) og þau voru að fjárfesta í litlu raðhúsi fyrir eldri borgara.  Sem er á jarðhæð, sem er mikill kostur þar sem pabbi blessaður gengur við hækju og þurfti áður að koma sér upp á aðra hæð. Núna geta þau gengið beint inn sem er hreint frábært og við vorum öll mjög svo fegin systkinin að geta aðstoðað þau við þetta allt saman.

05-www.skreytumhus.is-043

Að vísu var það nú þannig að það þurfti að gera ýmislegt við “nýja” húsið, og fyrst og fremst þurfti að fjarlægja eldhúsið og vegg sem stúkaði það af.  Eins og alltaf þá er þetta hins vegar eins og snjóbolti og um leið og eitt er fjarlægt eða ákveðið að gera eitthvað annað þá kallar það á milljón litla hluti til viðbótar.

10-www.skreytumhus.is-008

Við systkinin, sem erum fjögur, ætluðum að fara í þetta verkefni saman og svo, eins og minnst var á áður – þá er maður alltaf að fá að vita það betur og betur – að maður stjórnar ekki öllu og upp komu alvarleg veikindi innan fjölskyldunnar.  Þá var eins og hægðist á öllu.

Allir stoppuðu, hættu að gera það sem þeir ætluðu að gera og í næstum þrjár vikur var eins og við héldum bara niður í okkur andanum.  Við biðum, óskuðum og vonuðum að allt færi á besta vel.

Það er nefnilega svo skrítið hvernig lífið æðir áfram, þar til allt í einu, þá er það eitt símtal sem að snarstoppar allt saman.

07-www.skreytumhus.is

Þetta tvennt er hluti af því hvers vegna ég hef verið svona lítið “hérna inni” í sumar.  Það er bara búið að vera svo mikið að gera í “raunheimum” að ég varð að forgangsraða hlutunum til þess eins að ráða við allt saman og halda sönsum.

Núna er verkefnið “komum mömmu og pabba í skjól” komið í gegn, og ég ætla að sýna ykkur alls konar í kringum það – og svo sem betur fer þá vorum við bænheyrð og veikindin sem komu upp virðast ekki ætla að draga dilk á eftir sér og viðkomandi er að hressast eins og hetja.

04-www.skreytumhus.is

Þannig að nú ætla ég að hífa upp um mig bloggbuxurnar og reyna, bara reyna að vera pínu skemmtileg.

Það er að segja, ef það er hérna enn einhver?

 

5 comments for “Stopp…

  1. Arna Ósk
    19.07.2016 at 13:42

    Hér er ég, hér er ég góðan daginn, daginn, daginn….
    Gott að heyra að allt sé að snúast í rétta átt hjá ykkur fjölskyldunni

  2. Kristjana Axelsdóttir
    19.07.2016 at 14:11

    Gott að heyra að þetta fór allt vel. Eru ekki allir bara nokkuð slakir og rólegir í sumarfríinu og skoða bara gamla pósta ef ekki eru nýjir? Það geri ég að minnsta kosti 🙂

  3. Anna Sigga
    19.07.2016 at 16:25

    Im still there …. knús á ykkur og bara taka hvern dag fyrir sig… held að við förum ekkert erum lika að stússast í sumarfríinu og svoleiðis … eins og Kristjana benti á ef við droppum við kíkjum við bara á gamla pósta … engin pressa !
    bestu kveðjur að norðan
    🙂

  4. Margrét Helga
    20.07.2016 at 09:19

    Svo ég vitni nú í hann Gunnar á Hlíðarenda heitinn (með kannski örfáum áherslubreytingum): Fagurt er bloggið, fer ekki baun. 😉 Ef maður líður bloggskort þá er af nægu að taka hvað varðar eldri blogg frá þér og fjölskyldan er svo miklu miklu mikilvægari en bloggið og maður á að hlúa að því sem skiptir mestu máli. Yndislegt að allt er á réttri leið með veikindin í fjölskyldunni og frábært að foreldrar þínir séu komnir í hús sem hentar þeim betur. Mikið óskaplega eru þau heppin að hafa eignast og alið upp svona frábær börn sem eru til í að aðstoða þegar þarf.
    Knús í hús mín kæra og hlakka til að lesa næstu blogg frá þér (þegar þau koma í rólegheitunum).

  5. Lilja
    20.07.2016 at 18:09

    Við erum hérna og öndum rólega 🙂 Gott að þið voruð bænheyrð. Svona reynsla fær fólk oft einmitt til þess að staldra við og forgangsraða. Ánægð að þú gerðir það en hlakka til að sjá slotið hjá foreldrunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *