…því að hún er alltaf uppáhalds!
Það er samt svo fyndið, alltaf þegar ég segi frá henni þá líður mér eins og ég sé að segja öllum frá leyndó-inu mínu. Þetta er nefnilega svo dásamleg búð, og svo einstök hér á landi, að mér finnst eins og ég eigi hana ein 🙂 En þið lofið bara að passa upp á þessa gersemi með mér…
…ég veit ekki af hverju mér varð hugsað svona sterkt til hennar Stínu Sæm þegar ég horfði á þessi flottu pottahengi, en hún kom í það minnsta sterkt í hugann…
…og vissuð þið að fallegu vörurnar frá Greengate fást núna í Litlu Garðbúðinni ♥
…þið vitið hvernig þetta er með könnur…
…og já, ég gæti hugsað mér að byrja að drekka kaffi, bara til þess að hafa tilefni til þess að nota svona fínerí daglega…
…og sjáið þið bara…
…þessi glös hérna fannst mér svo æðisleg…
…þau eru úr plasti og svo falleg – mig dreymir um að fá mér svona fyrir sumardaga – jafnvel í fellihýsið…
…og litirnir eru svo mildir og fallegir, og passa allir svo fallega saman…
…þetta horn hafi líka sérstakt aðdráttarafl fyrir mig, þessi “gráa” og röstic deild…
…sko sjáið þið bara…
…það er ansi margt sem að talar við mig hérna, í raun bara syngur fyrir mig sko…
…og takið eftir að “veggteppið” er í raun motta – alveg hreint svaðillega fögur…
…og könnur og könnur, svo dásamlega fagurt á að líta…
…og hérna, ég meina það sko – þessi kanna, þessar skálar, þessar litlu skeiðar…
…það kemur mér í raun alltaf jafn mikið á óvart hversu mikið af fínerí-i kemst fyrir í einni pínulítilli Garðbúð…
…en það er líka um að gera að gefa sér tíma til þess að skoða og njóta…
…bleika deildin í fullum “blóma”…
…enda hásumar 🙂
…svo er það gourmet-matardeildin…
…en þarna eru pörfekt hlutir í svona gestgjafagjafir, ef þið eruð t.d. að fara í matarboð…
…og svona í alvöru, þá held ég að allir ættu að finna sína “línu” þarna inni. Því að þarna má finna hluti í blússandi rómantískum stíl, retró og bara nefna það…
…eitthvað fyrir alla segi ég og skrifa…
…meira segja ananasar 🙂
…awwww, jarðaberjakrútterí-ið…
…og allir fuglarnir, þeir eru ÆÐI!
…stílhreint en retró, geggjaðir…
…fyrir þær sem elska myntuna…
…haha – frábært að kaupa bara hnúðana með leiðbeiningum 🙂
…þessi gráu box með blúndunum, þau eru úr áli og hreint út sagt geggjuð. Frábær fyrir tímaritin eða uppskriftirnar eða bara hvað sem þarf að geyma. Hinu megin eru þau bara grá með litlu merkiplássi – sérlega Joanna Gaines-leg á þeirri hlið…
…óþúúúúú, ef ég hefði pláss fyrir þig sko…
…gula línan, fyrir Guðrúnar Veigur þessa heims…
…þetta er sem sé bara svona, draumkennd og innspírandi búð…
…maður fer alveg í annan heim…
…fullan af gulli og gersemum…
…og púðaverum! Þið vitið nú hvað ég elska þau!
…þannig að þið finnið Litlu Garðbúðina á Facebook með því að smella hér!
Heimasíðan þeirra er síðan hér!
En mest af öllu, þá mæli ég bara með því að smella sér í heimsókn til þeirra á Höfðabakka 3 – held að það sé sko besta leiðin og enginn ætti að vera svikinn af heimsókninni ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Úff….langarinn lagaðist ekkert við að sjá þetta…ef eitthvað er þá held ég að hann hafi farið yfir um, blessaður! :/ En þarf pottþétt að fara í “þá Litlu” við tækifæri…spurning hvort tækifærið gefist á morgun! 😛
uppáhalds búðin mín og gráa deildin…dúddamía ég gæti hreinlega sett upp tjald þar og varið öllum mínum dögum þar 🙂