…og jú, við erum enn í USA.
Í Florída.
En Michaels-búðirnar eru til út um allt í Ameríkunni, það er bara þannig!
Hvernig búðir eru þetta?
Þetta eru svona föndur-, punterís- og alls konar fallegt-búðir, sem hreinlega æra óstöðugar konur eins mig, upp úr hælaskónum. Alltaf!
…aðalvandamálið var að velja á millil…
…sjáið þið t.d. þennan “gluggaramma”, og litina á hinum römmunum…
…hirslan þarna vinstra megin sá ég t.d. alveg fyrir mér í krakkaherbergin, svona til að geyma eitthvað bráðsniðugt…
…stundum er líka svo gaman að sjá svona fallega hluti, og vita að það er hægt að útbúa svipað – innblástur er nauðsynlegur…
…svo er náttúrulega nóg efni til þess að föndra úr…
…annað auðvelt DIY – stórir rammar málaðir í fallegum litum, og snæri til þess að hengja myndir á…
…álstafir með ljósum í…
…stigarammi 🙂
…nú og fyrir ykkur “bökunarperrana” – þá varð ég að smella nokkrum myndum af…
…það er endalaust úrval…
…bara allt til, og svo töluvert meira en það…
…kertastjakar í öllum stílum nánast…
…krúttlegir ilmpokar í alla skápa ekki satt?
…sjáið þið svo bara könnurnar og öll þessi fulgabúr…
…eða snagarnir sem eru eins og gamlir hurðahúnar…
…og pasteldraumar…
…og já, takið eftir því – 50& afsláttur! Það er ekkert verið að gluða einhverjum smá afslætti á, neinei, það er “bara” 50%…
…sjáið þið bara stafina…
…eða geymslulausnirnar!
Þarna var hægt að gleyma sér smá…
…zink í öllum týpum…
…meiri geymslukassar…
…og föndur fyrir t.d. brúðkaupin…
…það er eiginlega vandamál að koma inn í svona verslanir með svona miklu úrvali, maður veit varla hvar er rétt að byrja og hvað á að velja…
…en nóg sá ég sem mig langaði í…
…þessir voru æði!
…svo mikið af flottum skipulagslausnum…
…ég fékk mér einhverja stafi – jújú…
…þessir minntu mig á stafina sem eru inni í dömuherberginu hér…
…og þessir voru stórir og alveg geggjaðir…
….draumur í dós!
Heimasíða Michaels:
http://www.michaels.com/
Facebooksíða Michaels
Langar ykkur að sjá það sem ég keypti síðan?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Hvernig spyrðu kona??!! Auðvitað langar okkur að sjá hvað þú keyptir! 😉