…ok ok – engar áhyggjur!
Þetta er ekki að breytast í neitt matreiðslublogg, enda myndi þá sennilega hafa frosið yfir einhversstaðar þar sem ekki á að vera hægt að frjósa. Ég ákvað bara að gamni að deila með ykkur “uppskriftinni” að uppáhalds boozti okkar mæðgna.
Fyrst og fremst, þetta er ekki neitt diet eða svaka hollt, sennilegast bara óhollt. En þetta er gott og stundum má það líka 🙂
Við mæðgur elskum sem sé að fá okkur Power Shake á Joe&theJuice. Hrikalega gott og mikið uppáhalds.
En maður er ekkert alltaf við hliðina á Joe og félögum, og þá er gott að redda sér heima!
Fyrsta vers – kaupa vel þroskaða banana, ódýrari og skera í bita og setja þá ofan í poka og frysta!
Boozt-ið er betra með frosnum bönunum…
…svo eru þetta uppáhalds frosnu jarðaberin mín, fást í Bónus…
Síðan fann ég um daginn svona Shake-mjólk í Stórkaup, og það sem betra er – hún fæst meira segja núna í Bónus, og maður fer nú oftar þangað. Þegar Shake-inn er blandaður með Rís-mjólkinni, þá erum við farin að tala saman sko! Með þessu verður þetta á pari við Joe&theJuice-shakinn 🙂
Sem sé, frosnir bananar og jarðaber…
…smá klaki með…
…dass af rís-mjólkinni…
…þetta er allt svona slumpað bara…
…dass af Shake-inum, þó minna en af mjólkinni…
…hér sést þegar bæði mjólkin og shake er komin í, ásamt klökum…
…svo fara bananar og jarðaber útí…
…og ýtt á Smoothie-stillinguna…
…svo er það auka-tipsið, þegar að þetta er reddí – ýtið þá einu sinni enn á takkann, og þá verður þetta svo gazalega fluffí og gott…
…svo er bara að hella í glösin…
…mæli sérstaklega með svona glösum með plaströrum, sem að maður skellir bara í vélina og getur notað sömu rörin aftur og aftur…
…og eins og sést þá er þetta í miklu uppáhaldi hjá þessari ♥
…sem hefur verið sérlega iðin við freknusöfnun núna í sumar…
…og svo er bara að njóta – bon apitit ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Þetta er uppáhaldið á okkar heimili þessa dagana, algjör snilld þessi shake-mjólk ! Var með svona sjeik í 12 ára afmæli hjá eldri dótturinni um daginn og stelpurnar voru þvílíkt að fíla þetta 😉
Mmmmmmm…..girnó!! Þarf að prófa þetta við tækifæri!!