…bara svona rétt sí svona fyrir helgina!
Ég á í svo miklum “vandræðum” með þetta blessaða, fallega, yndislega borð mitt…
…mér finnst það svo fallegt, alveg eins og það er!
Hins vegar finnst mér það falla svo mikið inn í vegginn – sem ég gæti farið að mála fljótlega, og ég get bara ekki ákveðið hvað ég á að gera við þetta allt saman. Ef þetta er nú ekki lúxusbobbi, hvað er það þá?
…síðan var ég að mynda borðið, dæsa og spá. Miiiiiikið að hugsa og velta þessu fyrir mér…
…þegar þetta gerðist!
Litli gaur ákvað að læðast fram hjá og passaði sig svo vel að beygja sig til þess að vera ekki fyrir myndatökunni 🙂
Vá hvað ég hló mikið, hann er svo einbeittur á svipinn…
…svo er ég að mynda einhver smáatriði og enn að spá þegar…
…jújú, það þarf að komast aftur inn í herbergið með góssið sem hann var að sækja…
…ég er nú ansi hreint hlutdræg, en hann er svoddan bræðingur…
…minni gæti þessi póstur varla verið…
…en það er þetta með borðið sko 🙂
Mála vegg?
Mála Borð?
Slappa af?
Hætta þessu veseni?
Eigið yndislega helgi ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
HAha, yndi, svona litlir póstar eru líka æði! ég segi mála vegginn 🙂
já þetta er lúxusvandi, hvað með að gera borðið meira hvítt eða fara alveg í hina áttina og sverta það?
Úff…valkvíði…ég myndi segja mála vegg…leyfa borðinu að halda sér aðeins lengur svona…
Og ofboðslega er drengurinn þinn eitthvað orðinn stór!! Hann er svo fullorðinslegur á seinustu myndinni…og yndislegur grallaraskapurinn í honum þegar hann var að laumast framhjá 😉 Bara frábær!!
Mála vegginn ; )
Sonurinn er æðislegur að læðast!
myndi mála vegginn var einmitt í svipuðu veseni í gær og ætlaði að mála einn vegg en endaði með að mála alla efri hæðina
Mér finnst þetta fullkomið eins og þetta er. Snáðinn er kostulegur.