Örlítið á föstudegi…

…bara svona rétt sí svona fyrir helgina!

Ég á í svo miklum “vandræðum” með þetta blessaða, fallega, yndislega borð mitt…

02-www.skreytumhus.is-014

…mér finnst það svo fallegt, alveg eins og það er!

Hins vegar finnst mér það falla svo mikið inn í vegginn – sem ég gæti farið að mála fljótlega, og ég get bara ekki ákveðið hvað ég á að gera við þetta allt saman.  Ef þetta er nú ekki lúxusbobbi, hvað er það þá?
03-www.skreytumhus.is-015

…síðan var ég að mynda borðið, dæsa og spá.  Miiiiiikið að hugsa og velta þessu fyrir mér…

04-www.skreytumhus.is-016

…þegar þetta gerðist!

Litli gaur ákvað að læðast fram hjá og passaði sig svo vel að beygja sig til þess að vera ekki fyrir myndatökunni 🙂

Vá hvað ég hló mikið, hann er svo einbeittur á svipinn…

05-www.skreytumhus.is-017

…svo er ég að mynda einhver smáatriði og enn að spá þegar…

12-www.skreytumhus.is-024

…jújú, það þarf að komast aftur inn í herbergið með góssið sem hann var að sækja…

08-www.skreytumhus.is-020

…ég er nú ansi hreint hlutdræg, en hann er svoddan bræðingur…

09-www.skreytumhus.is-021

…minni gæti þessi póstur varla verið…

11-www.skreytumhus.is-023

…en það er þetta með borðið sko 🙂

13-www.skreytumhus.is-025

Mála vegg?
Mála Borð?
Slappa af?
Hætta þessu veseni?

Eigið yndislega helgi ♥

07-www.skreytumhus.is-019

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

 

6 comments for “Örlítið á föstudegi…

  1. 24.06.2016 at 09:08

    HAha, yndi, svona litlir póstar eru líka æði! ég segi mála vegginn 🙂

  2. Ása Hauksdóttir
    24.06.2016 at 09:27

    já þetta er lúxusvandi, hvað með að gera borðið meira hvítt eða fara alveg í hina áttina og sverta það?

  3. Margrét Helga
    24.06.2016 at 10:57

    Úff…valkvíði…ég myndi segja mála vegg…leyfa borðinu að halda sér aðeins lengur svona…

    Og ofboðslega er drengurinn þinn eitthvað orðinn stór!! Hann er svo fullorðinslegur á seinustu myndinni…og yndislegur grallaraskapurinn í honum þegar hann var að laumast framhjá 😉 Bara frábær!!

  4. Magga Einars
    24.06.2016 at 14:18

    Mála vegginn ; )

    Sonurinn er æðislegur að læðast!

  5. sirena@internet.is
    24.06.2016 at 15:18

    myndi mála vegginn var einmitt í svipuðu veseni í gær og ætlaði að mála einn vegg en endaði með að mála alla efri hæðina

  6. Sigríður Ingunn
    24.06.2016 at 23:20

    Mér finnst þetta fullkomið eins og þetta er. Snáðinn er kostulegur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *