Innlit í Pottery Barn…

…fyrst að við vorum búin að kíkja í Pottery Barn Kids (sjá hér) er þá ekki mál með vexti að kíkka bara beint í Pottery Barn þar á eftir?

Þetta er í sama “mollinu” í Orlando, The Mall at Millenia, afskaplega súper dúper fansí moll.  Maður þurfti nánast að dressi sig upp áður en maður mætti þarna inn, bara til þess að fá inngöngu, segji bara svona 😉

039-www.skreytumhus.is-038

…það er enginn vafi á því að PB er alveg uppáhalds hjá mér í Ameríkunni.  Þetta er svona fyrsta verslunin sem ég fór að hamstra bæklinga frá og skoða myndirnar sem þau settu inn á netið.  Hins vegar má líka benda á það að oftast nær er hún fremur dýr, og oft hægt að kaupa svipaða hluti í mun ódýrari búðum.  Þannig að þó maður skelli sér á eitthvað spari þarna inni, þá er ekki vitlaust að nota þetta sem innblástur…
041-www.skreytumhus.is-040

…eins og t.d. þessi glerdunkar.  Dásamlegir fyrir allan peninginn, en kosta líka næstum allan peninginn 🙂

042-www.skreytumhus.is-041

…svipaða eða í það minnsta mjög álíka má finna í Target, Walmart og Ross á meðal annara staða, og kosta bara brotabrot af PB-verðinu…

043-www.skreytumhus.is-042

…hins vegar færðu þá aldrei svona fallega uppstillta þar inni – svo mikið er víst…

044-www.skreytumhus.is-043

…enda eru einstaklega flottar uppstillingar alltaf inni í verslunum, sem og á myndunum á netinu…
046-www.skreytumhus.is-045

…dásamlegt púðaflóð!  Hver þarf svo sem að geta setið í sófanum, þegar hann býður upp á að hafa svona fegurð fyrir augum…

048-www.skreytumhus.is-047

…ákvað að leyfa þessari sérstaklega að koma með – bara því mér fannst svo fyndið að sjá tærnar á mér þarna.  Skil aldrei í þessari loftmyndatöku bloggara, ég næ alltaf að koma tánum inn á – og samt nota ég bara sko nr 37…

049-www.skreytumhus.is-048

…amerísk uppábúin rúm, þau eru sérlega girnileg að sjá, ekki satt?

054-www.skreytumhus.is-053

…ekki sammála?

055-www.skreytumhus.is-054 …þessir fannst mér æðislegir…
053-www.skreytumhus.is-052

…sko!  Ég er nefnilega alltaf að segja þetta með bækurnar, nota þær eins og “bakka” og til þess að afmarka grúbbur á borðum…
056-www.skreytumhus.is-055

…allar þessar luktir sko – já takk bara…

058-www.skreytumhus.is-057

…og svona leður “húsbóndastólar” – þeir eru svo flottir

060-www.skreytumhus.is-059

…svo ekki sé minnst á allar heimaskrifstofurnar…

061-www.skreytumhus.is-060

…svo mikið af bráðnauðsynlegur óþarfa sem manni fer að langa í…

062-www.skreytumhus.is-061

…svo er líka alltaf gaman að sjá fallega bekki, og skemmtilega liti í leirtaui – þó að rauða og bleika deildin kalli ekki á mig, og ég er búin með bláu deildina, hér í denn 😉

063-www.skreytumhus.is-062

…ég þarf svo sem ekkert að segja hér – þetta er spegill og hann er eins og franskur gluggi – I rest my case…

064-www.skreytumhus.is-063

…svo er það svona sem ég elska alveg, svona dulítið pínku pons skrítið…

066-www.skreytumhus.is-065

…og þar sem að ég get ekki, bara GET EKKI, hætt að fá mér púða – þá er kannski næsta skref að fara að stilla púðunum upp svona.  Ofan á borðum, í körfum og bara all over 😉

068-www.skreytumhus.is-067

…og svo þarf ég að sýna ykkur þennan eina hlut sem ég keypti mér þarna – plús þennan hérna sem ég pantaði mér af netinu 🙂

02-www.skreytumhus.is-001

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Innlit í Pottery Barn…

  1. Margrét Helga
    24.06.2016 at 10:52

    Öss…uppstillinganefndin í PB hefur séð spegilinn þinn á blogginu og hermt eftir…tékkaðirðu nokkuð á því hvort það væri “teip” á þessum spegli?? 😛

    En já…margt hrikalega huggulegt þarna inn í…langarinn fór alveg í gang, skoh…;)

  2. 14.12.2020 at 22:36

    Æðislega fallegar vörur gaman að skoða

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *