Þessi færsla er unnin í samvinnu við Rúmfatalagerinn á Korputorgi!
…eða svona þið vitið, næstum því!
Krúttin í Korpu báðu mig að koma í heimsókn upp á efri hæðina og setja upp þar svona ímyndaða “íbúð”. Stofu og borðstofu, ásamt svefnherbergi. Bara skemmtilegt og ég stökk til.
Fyrst þegar ég mætti þá var ekki búðið að mála eða setja parket – þannig að það ástæðan fyrir að stundum sést kannski í blátt teppi og hvítann vegg, sem síðar var málaður.
En, áður en lengra er haldið, þá skal því haldið til haga að sjálfsögðu eru allar þessar vörur úr Rúmfatalagerinum!
Fyrst af öllu langar mig að sýna ykkur stofuna. Fyrst svona, með hvítum vegg…
…og svo bara að sjá þvílíkur munur verður á því að mála vegginn í fallegum lit.
Tómlegur veggurinn hér fyrir ofan verður bara sjálfum sér nægur og þarf ekkert endilega neitt mikið meira á sig.
Liturinn er Kózýgrár, SkreytumHús-litur frá Slippfélaginu…
Sófasettið heitir BARI, og þið sjáið sófann hérna.
Ótrúlega stílhreint og fallegt. Passar vel að hafa einn hægindastól og þess vegna einn svona léttari með…
Borðstofusettið er úr línu sem heitir Ryslinge, stólar og borð…
Bekkurinn þykir mér sömuleiðis algjör snilld, hann er reyndar ekki á heimasíðunni þeirra en heitir líka Ryslinge og kostar 14.950kr. Þetta er svona mubla sem er hægt að nota á ca. milljón vegu og vart hægt að fá leið á. Bekkur við borð, bekkur á gang, þess vegna að láta sjónvarp standa á honum og bara körfur undir.
Hái skápurinn er úr sömu línu, og þið sjáið hann hérna…
…og á borðið setti ég eitt og annað sem mér þótti skemmtilegt, og notaði auðvitað litina sem mér finnast svo fallegir og heilla…
…þetta borð finnst mér æðislegt, þó það sé reyndar alls ekki “minn stíll” – en það er svo fallegt. Skemmtilegur grófleiki sem kemur með fótunum, og svo er það næstum eins og risastór bakki á fótum 🙂
Borðið heitir NAUR og þú sérð það hér…
…og að mínu mati er þetta allt að ná að blandast fallega…
…þótt að sé í raun blandað smá svona módern vintage og nettum kántríblag….
…þessar körfur eru æðislegar!
Skenkurinn heitir AUNING og það er mjög margt fallegt í þeirri línu…
…eins og t.d. sjónvarpsskenkurinn sem ég notaði hérna…
…og þessi motta – maður minn – hún er hreint út yndislega mjúk og falleg. Ég held að þetta sé hún, BIRK – sjá hér, en er ekkki alveg viss…
Tjápúðinn heitir KRONVIKKE, sjá hér.
Teppið er GULAKS, sjá hér.
KAPPEL stóllinn flottur við, sjá hér.
Ég ákvað að gera þetta allt svona svoldið mikið í mínum stíl í þetta sinn. Ekki vera að elta nein sérstök trend, heldur bara hugsaði þetta alveg hvernig mig langaði að raða…
….og njóta þess 🙂
Jafnvel þó að stílum væri smá blandað saman.
Það má líka alveg!
Þessar krukkur eru enn í miklu uppáhaldi hjá mér.
Batterýskertin standa síðan á alveg æðislegum viðarplatta.
…og ekta Rauðhettu-karfa fyrir prjónadótið…
Ég verð að segja að mér finnst þetta bara kósý stofa sko…
…og svo yfir í svefnherbergið…
…sem er alveg stútfult af uppáhaldshlutum.
Eins og t.d. HADERSLEV-bekkurinn, sjá hér.
PIANO-lampinn er líka til í nokkrum litum, sjá hér…
Svo er það eiginlega synd og skömm að það sést ekki í rúmgaflinn á þessu rúmi, en KAZO, er alveg dásemlegt.
Svona stungnir rúmgaflar eru svo fallegir.
Þarna sést líka karfa þjóna hlutverki sínu undir bekknum, t.d. til þess að geyma skó og annað slíkt.
Kózýstóll og smá svona lesaðstaða, bara huggó.
Þessi heitir EGEDAL, sjá hér.
…og ekki er verra að vera með skemil til þess að setja lappirnar upp á eða bara kaffibollann.
Æðislegar kommóður, rómantískar og fallegar.
STENLILLE, heitir hún og sjá hér.
Þvottakarfan fallega, og svo má hugsa útfyrir kassann, og hvíta karfan er í raun blómapottur 🙂
Liturinn á þessum vegg er sá sami og í stofunni, Kózýgrái SkreytumHús-liturinn frá Slippfélaginu.
Bambapúðinn er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, enda hef ég vart hitt þann bamba sem mér líkar ekki við 🙂
Svo er það rúmfötin, þessi dásemdar rúmföt.
Ótrúlega falleg í fölbleiku og svo mjúk og æðisleg.
BARBRO heita þau, sjá hér.
…með þeim setti ég síðan skrautpúða:
LUND með fiðrildinu,sjá hér, og svo bleikan og gráan SKOGFIEL, sjá hér.
Marmarabakki og smá svona aðstaða fyrir puntið.
Vasar fyrir blóm, auðvitað!
Svo má alltaf stilla myndum svona upp að vegg.
Hvernig líst ykkur annars á þetta allt saman?
Heimasíðan hjá Rúmfatalagerinum.
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
hæ flott færsla … ein spurning hvað heitir skemmillinn sem þú hefur með EGelstólnum ? var að reyna lesa miðann en get það bara ekki :/
Hann kostar 6995kr 🙂 – næ ekki að lesa nafnið!
Gaman að þessu. Eftir að hafa skoðað þessa færslu ákvað ég að gera mér ferð í RL búðina eftir smá vörum sem ég sá hjá þér 🙂
Flott hvað kostar golflampinn? Þetta er æði ja herna 💝
Kosta frá 12.950-19.950 eftir litum!
Kíktu bara hérna: http://www.rumfatalagerinn.is/search?search=piano
Frábært hjá þér eins og alltaf !…nú skal skundað RL og taka út herlegheitin 🙂
Gjöðveikt 😀 sé margt þarna sem mig langar í 🙂
Þetta er bara rosa smart.
Gaman að sjá svona fallega uppraðað. Rúmfötin finnst mér æði og rúmteppið líka. Hvað heitir það?
Bjútí
Ohh nú þarf ég að gera mér ferð í RL, miklu meira heillandi að sjá vörurnar svona flott uppsettar en yfirtroðnar hillur. Vel gert mín kæra – svo mikið uppáhalds að ég get ekki gert upp á milli nema þó stóllinn í svefnherbergi og skemillinn höfðar mest til mín, og púðarnir og bekkurinn …. (“,)