…getur komið út ýmsum áttum. Ég finn það best á sjálfri mér, að stundum rek ég augun í mynd á netinu – eða bara einhvern hlut í búð – og þá er ég komin með hugmynd að því hvernig mig langar að raða upp/breyta eða skreyta heima hjá sjálfri mér. Nú eða öðrum, eftir því hvernig liggur á mér!
Hins vegar veit ég vel að það er ekki öllum eðlislægt að vera að pæla í þessum hlutum og fyrir marga er þetta bara yfirþyrmandi tilhugsun að reyna að koma hlutunum fyrir þannig að vel fari.
Þess vegna langaði mig að sýna ykkur nokkur Moodboard/Innblástursmyndir sem að gætu kannski hjálpað ykkur að henda reiður á það útlit sem að þið sækist eftir. Það er nefnilega ekki alltaf hægt að gera allt í einu, og því getur það hjálpað að vera búin að raða niður nokkrum hlutum sem að þið ætlið ykkur að eignast, eða bera þá eiginleika sem þið sækist eftir inn í rýmið ykkar.
Það sem þarf til þess að koma sér af stað, er smá ró og næði – og hugsanlega eitthvað að maula með allri þessari vinnu – og bara kíkja á þessar netverslanir sem til eru hérna á landi (nú eða úti, ef þið viljið bara finna eitthvað svipað og gæti fengist hérna heima). Þær netverslanir sem ég kíki helst inn á eru:
*Rúmfatalagerinn: Þeir eru nýbúnir að uppfæra alveg síðuna sína, og núna er hún mjög þægileg í notkun og fínar myndir inni á henni. Alveg kjörið að ramba aðeins um þarna inni.
*Ilva: mjög góð heimasíða og mikið úrval svona oftast nær.
*Ikea: alltaf klassík og mesta úrvaldið að ég tel.
*Pier: það er mjög gott úrval af smávöru og frábær staður til þess að finna eitt og annað smálegt sem gefur karakter.
Þar að auki eru margar íslenskar netverslanir og hér er sérpóstur um það!
Langar að taka sem dæmi mini-meikóverið sem ég sýndi ykkur á mánudaginn (sjá hér).
Þá fór ég inn á síðuna hjá Rúmfó og týndi til eitt og annað sem mér leist á, og sem ég þóttist viss um að eiganda herbergisins myndi líka. Í þessu tilfelli þá eru þetta allt hlutir sem voru keyptir, en svo þarf ekkert alltaf að vera – alls ekki!
En með þessu, þá sjáið þið svona hvaða stíl við vorum að fara í og hvað var á listanum 🙂
…hér er líka moodboard fyrir stofu.
Á þessu sérðu í raun svona allt sem þarf til þess að gera stofuna meira kózý. Ef þið ímyndið ykkur hina meðal stofu. Sem væri með stófasetti, kannski hvítum screen gardínum og bara hvítum veggjum. Þá, með því að setja gráa vængi og gardínustangir, mottu sem að tengir saman sófana og sófaborð, ásamt hliðarborði og púða og teppi, þá ertu búin að skaffa svo mikinn hlýleika. Eins getur hlutur, eins og þessi ofvaxni lampi, sett svo mikinn karakter á herbergið. Einnig þarf nokkra skrautmuni – off kors..
…það var alls ekki notast við allt sem er á moodboard-inu til þess að gera stofuna, en ef þið skoðið hana hérna – þá sjáið þið svona eitt og annað sem varð fyrir valinu, og sumt sem kom í staðinn fyrir eitthvað annað…
…hér sjáið þið líka mynd sem gæti t.d. verið fyrir unglingsstúlku, eða jafnvel hjónaherbergi. Þarna er ég búin að bæta lit í grunninn sem að hjálpar manni líka að sjá þetta fyrir sér. Gæti prufað hvaða lit sem er í grunninn og séð hvaða litur er að heilla mest.
Þarna er gert ráð fyrir hvítu rúmi og kommóðu í stíl. Í stað þess að vera t.d. bekk við fótagaflinn þá er skemill þarna, og það væri jafnvel hægt að vera með tvo saman. Skemlar eru líka sniðugir upp á að þeir komast fyrir á svö mörgum stöðum í herbergjum, nýtast alltaf. Veggirnir verða gráir og svo er svartur spegill sem kemur fyrir ofan kommóðu og límmiðar með fuglamyndum. Smá bleikir tónar koma með í fylgihlutum og svo eru rammar svartir – svo þetta sé ekki of mikið hvítt og grátt. Smá svart brýtur alltaf upp og gefur karakter. Svartur er “maskarinn” 🙂
…hér er innblástur fyrir stofu/borðstofu.
Allt í svona rómantískum, klassískum stíl með smá “sveitasjarma” í bland.
….ég reyni alltaf að ráðleggja fólki frá því að fá sér mjög skrautlegar gardínur í barnaherbergin. Teiknimyndagardínur geta verið mjög yfirþyrmandi, svo ekki sé minnst á þegar að sængurver með fígúrum bætast við og svo öll leikföngin sem börn eiga í dag. Að kaupa fremur hlutlausar gardínur, fallega mottu – því að börn eyða svo miklum tíma í að leika sér á gólfinu – og sniðugar geymslulausnir er lykinn að fallegu barnaherbergi.
Hér er póstur sem er nokkuð sniðugur um lausnir í barnaherbergi…
…eins geturu sett inn fullt af alls konar dóterí-i sem að þig langar að hafa. Í flest barnaherbergi mæli ég með að vera með hillu, sem er ekki of djúp, og svo aftur kommóðu. Með þetta “að vopni” er auðvelt að útbúa skipulag inn í þessi rými…
…hér er síðan unglingsherbergi. Hér er veggir gerðir dökkbláir, en með því er síðan grátt, svart og hvítt. Síðan til þess að hlýja þetta upp þá eru brúnir tónar teknir með. Þeir gefa þessu herbergi meiri karakter 😉
Til þess að útbúa svona moodboard er ég að gera Collage í Picasa, sem er frítt forrit sem hægt er að hlaða niður hérna.
Þetta gæti í það minnsta hjálpað sumum að fá yfirsýn yfir það hvað þeim langar í og hvernig þeir vilja að rýmin sín þróist
Hvernig leggst svona í ykkur? Eru svona póstar gagnlegir?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Ójá!! Snilldarpóstur og einmitt það sem maður þurfti til að sjá (öðruvísi en í huganum) hvernig hlutir passa saman 🙂 TAKK!! 😀
Hvar er hægt að fá heimskortið þarna í neðstu tillögunni? Finnst það ógó töff 🙂
Ferlega flott og risastórt úr Ikea:
https://www.ikea.is/products/79340
😉
Jà alltaf gaman ad skoda bloggid hjà tèr og fà innblàstur eda bara njóta og làta sig dreyma 🙂
ég savaði nokkrar myndir þarna á pintererstið mitt 😀
Flott !! Frábært að fá svona innblástur 🙂
Algjör snilld.
Er einmitt í herbergis breytingarhugleiðingum og það hefur ekki gengið vel fram að þessu að ákveða sig !
Frábær póstur! Og æðisleg síða hjá þér 😍
Nú er hugmyndaflugið komið á fullt 😊
Hvar fást “tré” gardínurnar sem eru í “barnaherberginu”
Þær fengust í Ikea en því miður virðast þær ekki vera til lengur :/
og takk fyrir kærlega <3
Hæ hæ æðisleg síða fullt af flottum hugmyndum er einmitt að breyta hjá mér stofunni og taka dökku þungu mublurnar út og er að fara í léttara útlit með einmitt IKEA…. 🙂 og vá hvað stofan mín stækkar þegar þessar stóru mublur eru farnar. Skil stundum ekki hvernig þessar mublur komust inn – nógu erfitt var að koma þeim út 🙂