Þessi færsla er unnin í samvinnu við Rúmfatalagerinn á Korputorgi!
…rétt upp hönd allir sem fylgja eftir henni Guðrún Veigu á Snapchat (gveiga85). Svo eru auðvitað þeir sem fylgja henni á Instagram, Facebook og svo bloggið hennar – og allt er það þetta jafn frábært og sniðugt. Alveg eins Guðrún Veiga sjálf.
Ef, það er að EF svo ólíklega vill til að þið hafið ekki heyrt um hana eða fylgst með, þá eigið þið bara gott í vændum. Af stað og kynnið ykkur þessa dásemdarskvís sem fyrst.
Guðrún Veiga er ein af fáum sem ég fylgi alltaf eftir á Snapchat (sem hljómar mjög eltihrella-legt) en hún er með alveg svakalega fyndið og skemmtilegt snapp. Lætur mann hlæja hátt og skessulega, sem er bara bráðhressandi.
Hún á líka unnusta sem gengur undir því bráðsmellna nafni Tusku-Brandur™ inni á Snappinu, eða Þvotta-Brandur™ eða bara XXX-Brandur™, allt eftir því hvaða verk maðurinn er að ganga í 🙂 Hún á einmitt von á honum heim í dag, og því datt mér í hug að hafa samband við hana í seinustu viku. Þar sem ég hafði fylgst með aðförum hennar við að troða fataslánni sinni inn í Polo með frekar slæmum afleiðingum (RIP fataslá), horft á hana sýna þvottafjallið sitt og tala um að hún ætti bara ósamstæð rúmföt. Þá fannst mér bara að hún ætti smá meikóver inni fyrir allann hláturinn. Ég talaði við hann Ívar snilling í Rúmfó á Korputorgi (þið verðið að kíkja á þetta hér), og hann var til í þetta með mér, og því sendi ég henni Guðrúnu Veigu skilaboð og bauð fram aðstoð okkar. Hún var geim og við vorum on – drifum þetta því af áður en Tuski™ kæmi heim á mánudag/ídag.
Þannig að, ekki taka því þannig að mér hafi þótt eitthvað “slæmt” heima hjá henni – langt því frá – mig langaði bara að gleðja hana smá og auðvitað líka hann Tusku-Brand™, sem hlýtur að verða alsæll með svona skemmtilegar körfur fyrir þvottinn og svona.
Fyrir!
Grey fatasláin sem þarna stóð, hvílir nú lúin bein, en fötin sem á henni hengu eru heimilislaus ofan á kommóðunni…
…þarna var í raun nóg af lausu plássi…
á bakvið hurð kúrði bara þvottakarfa úr Ikea og bara almennt þvottafjall…
…við fórum því til hans Ívars í Rúmfó á Korputorgi – og fundum þar til eitt og annað sem myndi gera herbergið meira kózý og þægilegra í umgengni í leiðinni. Ég setti síðan saman mynd sem sýnir þar sem við völdum…
Þessi fataslá er hreint út sagt æðisleg. Hún er stöndug og stöðug, og það sem skiptir miklu máli fyrir skvísur, sérlega pæjuleg!
Hún heitir Jennet og þið getið séð hana með því að smella hér…
…sömuleiðis fannst okkur þessi koparherðatré vera algjört möst fyrir kjólasafnið! Sem er einkar glæsilegt!
Herðatrén eru að sjálfsögðu líka úr Rúmfó og heita Axelsson – sjá hér…
…fyrir var eðalfínn kollur, en auðvitað er nauðsyn að eiga náttborð og hér fundum við eitt fagurt.
Það heitir Broby og þið getið smellt til þess að sjá það hér!
…og jú – við sáum svo sannarlega ljósið þegar við horfðum á þennan dásemdarlampa. Hann er hreint út sagt æðislegur og hann gengur fullkomlega, hæfir drottningu, og því við hæfi hér.
Hann heitir Piano og fæst hér…
Rúmfötin voru sömuleiðis sérlega falleg og heita Bendie og þú sérð það hér…
Svo til þess að aðstoða tilvonandi brúðina við að halda hjónasænginni umbúinni, þar sem hún hefur lýst því yfir að búi “aldrei” um rúm, þá valdi hún þetta fallega gráa rúmteppi, Baldrian, fæst hér…
…síðan kom það reyndar í ljós að Guðrún Veiga hefur aldrei átt rúmteppi, þannig að það er ekki nema von að stúlkan hafi ekki búið um rúm 🙂
Loðna teppið/gæran heitir Cikorie og er skv. mínum kokkabókum besta teppi í heimi, á svona sjálf og eeeelska það, Cikorie – sjá hér…
Nú þið sem hafið lesið hér í gegnum tíðina vitið að ég hef nánast aldrei hitt púða sem mér líka ekki við – og því var það úr að nokkrir púðar fylgdu með heim. Þessir hvítu heita Sverdlilje, sjá hér, og sá grái Cikorie, sjá hér…
…nú svo var það þvottafjallið. Það þurfti að gefa því sinn stað, en þið vitið sko – fallegan stað. Þannig að við fundum þessar hérna sérlega lekkertu og verulega huggulega taukörfur. Standa uppréttar tómar, og verða enn fallegri úttroðnar af leppum. Hægt að sortera eftir litum og þjóna flestum þvottaperratendensum sem maður getur fundið fyrir. Síðan inn á milli er hægt að fleygja bæði teppum og púðum þarna ofan á.
Körfurnar heita Hanse, sú stóra er hér og sú minni er hér…
…allir sem þekkja orðið til GV vita að hún elskar meiköpp og á orðið ansi voldugt safn, og því bættum við hirslurnar sem átti fyrir. Þessar eru aðeins stærri en þær sem hafa verið til í Rúmfó, og eru snilld…
…ég þarf að fá mér svona sjálf…
…þessar átti hún fyrir en þær koma líka úr Rúmfó…
…og svo þar sem þetta er borðið hennar Guðrúnar Veigu, þá varð ég að taka eina mynd þar sem múmínbollinn stóð á “sínum” stað 🙂
…við vorum líka að bronsa yfir okkur, og fannst þessi karfa snilld fyrir snyrtiveskið, sem annars hefur staðið á borðinu. Ég fann hana því miður ekki inni á heimasíðunni…
…þá held ég að flest sé upptalið í þessu mínu meikóveri…
…sáum þessa hérna litlu kertastjaka sem féllu eins og flís við rass, sá minni heitir Danfred – fæst hér – og sá stærri GEO – og fæst hér…
…en þeir eru svo flottir – og koma vel út á borðinu fallega…
…svo er auðvitað allt fallegt þegar það er upplýst af svona bráðhuggulegum lampa, ekki satt?
…það er líka gaman að sjá að oft þarf ekkert að gera neitt risavaxið til þess að breyta – þetta er bara að bæta við nokkrum kózý hlutum, leika sér svoldið að mismunandi áferðum (hvítt og bjart, loðið og hlýtt, grátt og gróft, viðurinn á móti hvíta litinum, bronsið til að hlýja) og þá verður allt breytt…
…svo er auðvitað staðreynd að ef manni leiðist að búa um rúm, þá eru falleg rúmföt besta lausnin, þá þarf bara að hrista upp í sængum og allt verður fínt…
…bronsið gaf líka mikinn hlýleika, því ef lampinn hefði verið svartur eða hvítur þá hefði þetta verið allt svo mónókrómískt…
…eða hvað? Kannski ekki þegar að maður á svona dásamlega og litríka kjóla…
…sem hanga á svona fögrum herðatrjám…
…svo ekki sé minnst á svona fagra Adele-svefngrímu…
…alvöru skvísa sko…
…í þessum væri líka fallegt að geyma förðunarbursta, nú eða bara falleg blóm…
En ég er í það minnsta mjög ánægð með þetta, og ég held að Guðrún Veiga hafi verið alsæl…
…við gerðum litlar breytingar, sem voru allar í hennar anda, allar sem voru líka til þess að gera hlutina þægilegri…
…t.d. er frábært við þetta fatahengi að þarna er líka hægt að hengja töskur og annað skraut – og á hillunni fyrir neðan er pláss fyrir töskur og/eða skó…
…og svo að eiginmaðurinn tilvonandi myndi fíla sig í botn, þá fær hann meira segja tuskur í stíl 🙂
Það er svo ótrúlega gaman að hitta einhvern sem maður hefur fylgst með svona lengi, þetta er bara eins og að hlaupa yfir fyrstu mánuðina sem það tekur að kynnast fólki og stökkva beint inn í margra ára vinskap ♥
Takk fyrir Guðrún Veiga og Rúmfatalagerinn Korputorgi, þetta var svo gaman ♥
Snappið hennar þekkja örugglega allir: gveiga85
Snappið hjá SkeytumHús er: soffiadoggg
Allt sem er feitletrað í póstinu eru hlekkir sem hægt er að smella á 🙂
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Frábært 😀 Get trúað því að frúin verðandi hafi verið ánægð!
Við getum með sanni sagt að hann sé Tusku-Brandur okkar allra og að hún Guðrún Veiga sé best til að brjóta upp daginn og gefa honum smá fútt!
Frábært, takk fyrir allar þessar hugmyndir
Mjög flott – en fæst þessi stærri förðunargeymsluhirlsa líka í Rúmfó? 🙂
Jebbs, líka úr Rúmfó… Heitir Eleganza og kostar 990kr
flott, það eina sem vantar er rúmgafl, hann rammar allt svo skemmtilega inn 😉
Karrýgulur rúmgafl yrði topppur
ohh hvað mig langar “vantar” svona náttborð !!! hef ekki séð það í rúmfó Ak 🙁
kanski maður þurfi leita betur ef einhver hefur séð það þar 🙂
Er ekki bara hægt að fá þá til þess að senda svona norður fyrir þig, ef þau eru ekki til nú þegar?
https://www.rumfatalagerinn.is/stok-vara/BROBY-nattbord-bambus-hvitt/?CategoryId=773e1c3c-0e19-44c8-8cf1-2a50bff582ac