Þessi færsla er unnin í samvinnu við Bauhaus!
…og þegar júní er runninn upp þá er ekki lengur hægt að kalla þetta vor – er það nokkuð?
Því fór ég á stúfana eins og alltaf á þessum árstíma, til þess að finna mér smá sumarblóm til þess að setja hér fyrir utan hjá okkur.
Ég fer nú aldrei neitt fram úr mér í þessum málum, bara nokkur blóm til þess að hafa hérna á “pallinum” okkar, og það er nú ekki vanþörf á – því enn vantar mikið upp á að garðurinn sé kominn í sinn sumarskrúð. Hann er svona í hálfblóma.
En þar sem að ég átti erindi á Korputorgið þá lá það í augum uppi að renna bara við í Bauhaus og kíkka á sumarið þar…
…dásamlegu hortensíur…
…þessi bleiki litur var alveg að fara með mig…
…skrautkálið heillar mig líka alltaf…
…stjúpurnar standa í röðum…
…og litafegurðin er bara allsráðandi…
…gullt eins og sólin sem skein svo skært…
…þegar ég var svo búin að velja mér blóm – þá fór ég auðvitað að rápa. Skoða eitthvað allt annað en ég átti að vera að skoða. Eins og t.d. bekkina…
…markísur – mér finnast svona röndóttar sérstaklega heillandi af einhverju orsökum – eitthvað franskt kannski?
…og svo voru svo flottir púðar þarna í garðdeildinni, alveg ferlega heillandi…
…veggpottar…
…og flottir vasar…
…og ég var næstum farin að kaupa mér alls konar inniblóm líka – sem ég var auðvitað ekkert á leiðinni að fá mér…
…ég velti því stundum fyrir mér hvort að ég sé verslunnarathyglisbrest? Er það eitthvað?
Fer að kaupa mjólk, og kem út með mexíkanahatt og banjó, eins og maður gerir sko…
…ég er alveg á því að það er ekki hægt að eiga of mikið af orkídeum, það er bara ekki hægt…
…og fyrir þær sem fíla kaktusa, þá eru þeir í stuði þarna…
…talandi um að ráfa stefnulaust um þá rakst ég á þessar hérna og fannst þær eitthvað sérlega retró og sjarmerandi…
…og nóg af græjum til fyrir litla aðstoðarkonur og menn…
…luktir til að hengja upp með sólarrafhlöðu – sniðugt!
…og fyrst ég var öll í garðadótinu – *hóst* – þá er ekki úr vegi að sýna ykkur þessa hérna flottu klukku sem ég sá…
…sem smellpassar fyrir kringlóttu speglana með leðurólunum…
…og svo rak ég augun í þessa – en þetta eru svona gúmmímottur undir blómapotta – frekar sniðugt, og í svona krúttuðum litum og alles…
…en víkjum þá að sumrinu sem ég tók með mér heim!
Ég vildi bara eitthvað einfalt þannig að ég valdi þessa hérna potta. Þetta eru þessir tíbísku leirpottar, nema bara búið að mála þá í smá röstic svona áferð…
…ég fékk mér síðan Snædrífu, Sumarboða og Skrautkál í pottana. Einfalt og fallegt…
…en spenntust er ég fyrir þessari hérna, Fuchsia eða Blóðdropa Krists eins og hún heitir á íslenskunni.
Mér finnst hún alveg sérlega falleg.
Svo spennt að sjá hvort að hún komi til með að blómstra…
…svo, af því þetta er vandamál hjá mér – VANDAMÁL segi ég – þá fékk ég mér púða…
…og já, líka þessa hérna græntóna fremri, sem mér fannst eitthvað svo fallegir…
…pottarnir þóttu mér eitthvað einmanna, þannig að ég skellti bara rekaviðbút sem ég átti í garðinum undir þá…
…hvað meinið þið? Eiga ekki allir random bút af rekavið reddí svona heima hjá sér?
– og já, þetta er eiginmaðurinn sem stingur sér svona skemmtilega inn á myndina –
…mér finnst það koma fallega út að hafa spítuna undir – hún er svona næstum bakki.
…sjáið bara fallega púðann þarna – hann var alveg nauðsynlegur með öllum hinum…
…þetta fer bara að verða kósý…
…eiginlega samt ánægðust með þetta hérna…
…og jú, þarna er dóttirin búin að trodda sér inn á myndina, þetta er greinilega ættgengt úr föðurætt 🙂
…brúnir, svartir og gráir litir, og svo hvítur, allt í bland…
…og svo aðeins meira út í pastel við borðið…
…þetta eru tveir Sólboðar saman í pottinum, ég bara skellti þeim í einn…
…og þetta er litla útisvæðið okkar eins og það er í dag…
…smá bleikt…
…smá sæblágrænn…
…og nú vantar mig bara aaaaðeins meira af laufum á trén…
…svo tók ég eftir því að það eru afslættir af blómapottum og hinu og þessu í Bauhaus núna um helgina og fann því bara bæklinginn þeirra á netinu, þið getið smellt hérna til að lesa!
…nú ætla ég bara að krossa fingur að þetta dásemdar veður staldri við um stund. Í það minnsta yfir helgina, sem ég ætla að vona að þið njótið í botn ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Nú er sumarið komið og mér finnst einmitt skrautkál mjög flott með blómum.Notaleg aðstaða útan dyra sem þú ert með.
Fallegt. Geta hortensíur verið fjölærar?
Ps. Sá þig í rúmfó í dag og það var unun að fylgjast með þér 😀😀😀😀