Innlit í Pottery Barn Kids…

…legg ekki meira á ykkur í dag!  En “bara” þessi ósköp!

Pottery Barn og Pottery Barn Kids hafa verið uppáhalds-húsgagnabúðirnar mínar síðar ég varð “stór”.  Löngu áður en ég komst í fyrstu Ameríku-ferðina mína þá skoðaði ég bæklinga frá þeim, og svo þegar að netið kom (jájá, hæ Soffia gamla) þá lá maður yfir myndunum þeirra og dæsti.   Það er því alger skylda að kíkja þarna inn, þó reyndar að ég versli ekki mikið þarna inni því að verðmiðinn er oft ansi brattur!

En, eins og á svo mörgum stöðum, þá er innblásturinn alveg frír og einfalt að útfæra suma hluti sem maður sér hjá þeim á annan máta…

013-www.skreytumhus.is-012

…við vorum sem sé á rölti í einu molli, þar sem að hið forkveðna sannaðist enn á ný: “ber er hver að baki nema sér bróður eigi” – eða bróður beri í þessu tilfelli…

004-www.skreytumhus.is-003

…þegar móðirin skrækti eins og táningsstúlka sem ber Bieber-inn augum og óð af stað inn í þessa búð…

006-www.skreytumhus.is-005

…og þið munið krakkar, og ég sjálf, bara skoða með augunum – og extra til sjálfrar mín, bara skoða ekki kaupa…

007-www.skreytumhus.is-006

…það er hægt að finna svo margar mismunandi liti og “þemu” þarna inni, alveg endalaust skemmtilegt…

008-www.skreytumhus.is-007

…hvaða krakka hefur ekki dreymt um að sofa í gininu á hákarli?
Gefa krakkanum svo bara Jaws í jólagjöf og allir glaðir 😉

009-www.skreytumhus.is-008

…þetta dúkkuhús!  Þessi pulla!

Sjáið svo bara þetta krúttaða lamb…

010-www.skreytumhus.is-009

…börnin í henni Ameríku er augsýnilega ekki að potast í einhverjum stækkanlegum smárúmmum frá Ikea.  Neinei, hér dugar ekkert minna en 140cm í það minnsta…

011-www.skreytumhus.is-010

…þetta var uppáhaldið mitt – svo fallegt…

012-www.skreytumhus.is-011

…á myndinni fyrir ofan er þessi korktafla en það eru einmitt þessi smáatriði, eins og friðrildin, sem eru alltaf svo falleg í PBK…

monique-lhuillier-pinboard-c

Photo: PotteryBarnKids.com

monique-lhuillier-pinboard-1-o

Photo: PotteryBarnKids.com

…svo fallegt þetta veggfóður og stafirnir…
014-www.skreytumhus.is-013

…og þessi himnasæng, hún var alveg hreint dásamleg

016-www.skreytumhus.is-015

…og ekki voru rúmfötin síðri, hvað þá litla ballerínumúsin (en þið vitið hvað ég er veik fyrir ballerínumúsum)…

017-www.skreytumhus.is-016

…en ég hef ekki enn myndað mér neina sérstaka skoðum á öpum með sólgleraugu 😉

019-www.skreytumhus.is-018

…hvað þá……risa flamengóum?  Sem sitja með hvölum?  Ok, skemmtilegt – og smá skrítið…

020-www.skreytumhus.is-019

…rúmin eru iðulega með aukadýnum eða miklu geymslurými, sem er sniðugt…

021-www.skreytumhus.is-020

….þið sjáið einmitt stafina þarna á veggnum fyrir ofan, en það eru svona í brúnu inni í herbergi litla mannsins alveg síðan 2010…

025-www.skreytumhus.is-024

…kannski er þetta ástæðan fyrir að dóttirin er svona mjúkdýrasjúk –  maður vex kannski aldrei upp úr þessu?

027-www.skreytumhus.is-026

…mér líkar þessi stóll – jájá…

028-www.skreytumhus.is-027

…ég var mjög hrifin af þessum röndóttu gardínum, en ég get líka bent ykkur á að ég sá nánast nákvæmlega eins í Target sem kostuðu bara brot af verðinu sem þessar voru á…
030-www.skreytumhus.is-029

…ekki amalegt að sitja í svona ruggustól…

031-www.skreytumhus.is-030

…hérna missti litli maðurinn sig næstum…

032-www.skreytumhus.is-031

…sérstaklega fannst honum Batman-hillan flott, og ég er alveg sammála honum 🙂

033-www.skreytumhus.is-032 …stafirnir í borðunum er æðislegir, sem og bókahillurnar sem eru til þess að láta bækurnar snúa svona fram…
035-www.skreytumhus.is-034

…fékkstu ekki einhverjar hugmyndir af þessu öllu?

038-www.skreytumhus.is-037

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Innlit í Pottery Barn Kids…

  1. Margrét Helga
    08.06.2016 at 14:43

    Margt hrikalega flott þarna 🙂 Og apar með sólgleraugu eru tótallý in í dag…. 😛

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *