…en stundum rekur maður augun í fasteignaauglýsingar og bara stynur 🙂
Ég á náttúrulega stórafmæli í sumar, og kannski vill fólk bara slá saman í einn “lítinn og sætann” bústað handa mér!?!
Hér sá ég einn sem ég varð að sýna ykkur, og það þarf lítið að taka út úr honum áður en ég fæ lyklana afhenta – væri til í þennan bara svona einn með öllu.
…hann er meira segja í Skorradalnum, sem mér líkar sérlega vel…
…hér er greinilega smekkfólk á ferli…
…þessir viðardrumbar, maður minn – og bekkurinn undir glugganum!
…og þetta dökka eldhús – namm!
…gamla Chesterfield-ið sem stendur þarna…
…og borðstofuborðið með eldhússtólunum “mínum”…
…geggjaður skápur (fæst svipaður/eins hér fyrir áhugasama)…
…og rauða hurðinn setur þvílíkann svip á svæðið…
…það er svo flott þegar hvítu og svörtu er blandað við svona gamlan við – það verður svo kósý og stílhreint…
…töff töff töff…
…klassi yfir kojunum þegar þær eru komnar í kjól og hvítt…
…og skemlar eru fyrirtaks náttborð…
…hjónasvítan…
…glæsilegt!
Einn góðann veðurdag, þá ætla ég að eignast bústað – og maður minn hvað ég ætla að hafa gaman að gera hann upp! 🙂
Allar myndirnar eru fengnar af visi.is og koma frá Fasteignamarkaðinum.
Vá!! Glæsilegur bústaður!! Skil vel að þig langi í hann og það væri ekki verra að fá þig hingað í nágrennið, mín kæra 😛
Vá!!! Þetta er fallegasti bústaður sem ég hef séð! 😍😍😍
Úff, alltof fallegt – takk fyrir bloggið þitt 😀 Svo notalegt að setjast niður með tebolla og súkkmola og kíkja reglulega við á síðuna þína 😌