…í gauraherberginu að þessu sinni!
Eitt af uppáhaldinu mínu, sem gerðist alveg óvart, voru þessi ský sem ég bætti við á veggina.
Ég var að gera stelpuherbergið hjá litlu frænkunni minni og átti afgang og skellti þessu upp – finnst þau æði!
Skýjin fékk ég þau hjá Art&Text til þess að búa til fyrir mig…
…þau gerðu síðan líka fyrir mig yndislega Raffa-púðann sem er verður alltaf að sofa með ♥
…gamla taskan undir rúminu geymir alls konar ofurhetjur og hvers kyns stöff – eðal að nota geymslur sem eru líka fallegar…
…þarna fengu líka nokkur ský að koma upp á vegg, við hliðina á Ribba-skýinu sem við bjuggum til hérna í denn (sjá hér). Geymslupokarnir eru líka snilld, geyma heil ógrynni af böngsum og auðvitað alls konar sverð og aðrar “nauðsynjar”. Þessir eru frá Rúmfó…
…svona var hans litli fótur einu sinni smár – skórnir prýddu hins vegar skírnartertuna hans…
…hillan tekur enn við öllu dótinu, endalaust og botnlaust. Vel heppnað DIY, þó ég segi sjálf frá – sjá nánar hér…
Lítill hringur, smá upprifjun, og vonandi einhverjum til skemmtunnar
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Er alltaf jafnhrifin af þessu herbergi…algjör snilld!