…er ekki bara málið að skella sér í Hirðinn, enn á nýja og sjá á hverju sá góði lumar.
Vissuð þið að mamma mín gat aldrei munað nafnið á Góða Hirðinum, og kallaði þetta alltaf Græna Guðinn, og verslunin gengur undir því nafni innan famelíunnar 🙂
Það passar líka ágætlega miðað við endurvinnsluna sem á sér stað!
En vindum okkur af stað og kíkjum hvað leynist í hillunum…
Þennan gafl væri nú hægt að leika sér með…
…og sjúbbídú hvað þessir væru sætit í fallegum litum…
…þessi gæti líka verið skemmtilegur, málaður inni í barnaherbergi og eldhús útbúið innan í, ekki satt?
…þessi líka! Máli máli sprey sprey…
…mér fannst þessi líka frekar æðislegur, sá í snarheitum fyrir mér flott meikóver á honum, t.d. í sægrænbláa litnum…
…mikið held ég að hann gæti orðið fallegur…
…móðurást…
…eins og þið vitið kannski að þá er framhaldið að Finding Nemo væntanlegt,
sú mynd heitir Finding Dory – leitinni er sem sagt lokið, hún er í Góða Hirðinum…
…þessi gæti hæglega orðið brill, smá málning eða sprey, og la voila – þú ert komin með skartgripahengi…
…og annað fyrir langar festar…
…Jessú minn hvað það er hægt að finna margt fallegt í þeim góða…
…og María bara líka…
…ok, þessi er kannski ekki sæt – en ég fékk bara nostalgíukast þar sem að ég átti nokkrar svona sem krakki…
…zessi vera fínn, jammjamm…
…og alls konar bækur…
…og fleiri skartgripihengi…
…mér fannst þessi tveir ansi fínir, og átti pínu erfitt með að skilja þá eftir…
…og þessi var falleg…
…þessi er líka bara krúttaralegur í krakkaherbergið…
…og þessi hér…
…þessi bolli var svo fallegur og með honum undirskálar, sá hann bara fyrir mér í eldhúsglugga með smá kryddjurtum í…
…þessi fiðrildaveggmynd væri æðisleg í grúbbu í stelpuherbergi…
…og þessi fannst mér fagur…
…það var eitthvað dásamlega krúttaralega bleikt og blúndað við þessu box, ættu vel heima hjá Kikku eða Öddu 🙂
…þarna fékk ég nú líka nostalgíukast – þau voru farin að ágerast…
…fullt af karöflum, sniðugt að kaupa svona í öllum stærðum og gerðum og setja á bakka út á pall með fallegum blómum í. Eða nota á borð í brúðkaupum…
#montfugl#
…krúttaralegur fuglavasi, aftur eitthvað sem væri sætt í stelpuherbergi…
…við þurfum ekkert að ræða þetta frekar! Fuglahús, gul og með himinbláu þaki með skýjum 🙂
…þessi gæti fengið bjútífúlt meikóver…
..alls konar myndir…
…þessi var eitthvað með hausverk greyjið, skildi ekkert í þessu!
…fleiri fallegar dósir…
…svo er náttúrulega frábært að fá fyrstu verðlaun og hljóta Gyðjubikarinn #oglýðurinntryllistogfagnar# #skreytirinn2013#
…jiiiiiiii er þessi líka handa mér????
…skvo, mér fannst þeir svo flottir að ég myndaði þá tvisvar…
…hvað viltu, rúmið eða veggmyndina??
…eða fansí kommóðuna…
…eða saumavélina…
…handverk einhverrar handlagnar húsmóður…
…hund sem ekki fer úr hárum…
…eða annan minni. Er allt að fara í hundana hér?
…ok – þetta fannst mér nú pínu skemmtilegt…
…og svo var svona sniðug geymsla aftan á…
…þessi var svona líka plokkaður, en samt með unibrow – spes…
…zessi íkorni, hann var ekki mjög smáfríður greyjið…
…allskonarglingerý…
…fleiri Maríur, nema að þetta sé Jensína systir hennar?
…þessi uglukertastjaki fannst mér svoldið skemmtilega spes 🙂
…og svo er náttúrulega böns af skærum til, svona ef ykkur vantar!
Hvað segið þið?
Sáuð þið margt sniðugt sem að ykkur langar í?
Eigum við að gera svona Hirðis-pósta að reglulegum póstum?
Ég fór heim með 4 hluti, 3 staka og eitt par, getið þið giskað á hvað það var?
Þú fórst heim með kertastjakana 2 , Maríu-styttu og veit ekki meir 🙂
Nóbb 😉
Jú ég veit, fuglahúsið 🙂
Nóbbs 🙂
Skemmtilegt hjá þér elska líka að kíkja í góða, þar er oft hægt að finna fjársjóð. Ætla bara að vona að þú hafir tekið stóru stjakana þeir eru flottir.
Gerði það reyndar ekki, en vona að þeir hafi eignast gott heimili 🙂
Pottþétt tvíburastjakana, hitt gæti verið hvað sem er nema kannski krípí augnabrúnadvergurinn, held þú hafir örugglega skilið hann eftir. Mig sárvantar þessa bollahengjaáthingies!! Næst tekur þú mig með í Gutez. Díll?
Ekki tvíburastjakana, og alls ekki krípi dverginn (þar er bara pláss fyrir einn svoleiðis inni á heimilinu og ég uppfylli það skilyrði 😉 ).
Hópferð næst!
ég giska á fuglahúsið…. kertastjakana og…………hmmmmmm uglukertastjakan sem var skemmtilega spes… eða kollinn þennan hvíta eða eða eða, og jú endilega hafa svona reglulega 🙂
Gauja þó, það ver ekkert af þessu 🙂
Ohh verð að fara í dag!!! vona að þú hafir ekki tekið það sem ég ætla að taka 😉 þú ert náttúrlega snillingur að finna flotta hluti.
kv G.
Guðríður, nú er ég mjöööööög spennt að vita hvað þú ætlaðir að taka!
Endilega seg´mér….
heheh fiðrildamyndina – er að safna í grúbbu inn hjá prinsess 😉 og svo fuglahúsið og svörtu kertastjakana 😉 ætla að skella mér NÚNA áður en ég sæki á leiksskólann 😉 og kannski stól líka!
Ég styð reglulega GH pósta, finnst æði að sjá hvað þú grefur upp og hugmyndirnar sem þú hefur um meikóver. Stefnan hjá mér er tekin á flóamarkað á sunnudaginn og ég ætla að hugsa til þín á meðan, skal taka eitthvað heim… vanalega fer ég tómhent heim sökum valkvíða 😉
Annars veit ég nú ekki hversu “Grænn” hirðirinn er eftir að spreybrúsarnir hafa fengið að munda góssið hohohoho 🙂
kveðjur úr Djörmó
Grænn? Grár? Hann verður í það minnsta í alls konar litlum eftir spreyjun!
Knúsar beint til Djörmó og myndir inn á fésbók af svona flóamarkaði, takk 😉
Endilega koma með svona pósta reglulega 🙂 Mjög skemmtilegir
Æðislegt… ég giska á að þú hafi keipt svörtu stjakana og háa kertastjakan spurning með maríu og jesú.. ekki viss…. En stið svona pósta.
Tók reyndar Maríumyndina, en ekki hitt 🙂
Ég segi Maríumyndin eða styttan, og parið þarna….æ veit ekki hvað þetta er egglaga blátt…..og svo fiðrildaplattan….og …. fuglavasan eða bláu barnahilluna :o)
kv.Krissa
þú tókst kertastjakana, uglukertastjakann og eggin
annars æðislegt að hafa svona reglulega, gaman að skoða 😀
Ég veit sko alveg. Þú tókst brúnu stjakana sem voru efst í hillunni í búðinni. Ég fór þarna í gær “bara að skoða” og datt niður á eldhúsgardínurnar sem ég er búin að vera að bíða eftir í hálft ár. Þær voru bara þarna og bókstaflega biðu eftir mér! Og það á 1500 kall!! fyrir báðan gluggana hérna heima.
Sjálft átti ég mjög bágt með að skilja þessa stjaka eftir. Fann svona líka ægifagran bakka á 200 kall sem ég gat ekki sleppt loksins þegar ég fann hann.
kv. Ásta
ég græt pínu, þú tókst stólaparið!
nóbb, því miður!
Ohhh flott en ég á svo mikið af svona styrrum inn í skáp og nota aldrei en fæ mig ekki til að losa mig við glös og styttur úr dánarbúi mömmu. HJÁLP!
styttum
Og á ekkert að upplýsa forvitna hvað var verslað?
Vaka, það kom í póstinum daginn eftir 🙂
http://www.skreytumhus.is/?p=3852
Ég náði ekki að klára alveg niður síðuna um daginn :/ en er sko búin núna.
Takk fyrir þetta og skemmtilega síðu 🙂
Ekki málið, bara takk fyrir að skoða 🙂