…ok, ég vil ekki vera dramatísk! Djók, ég er svo skrambe dramatísk að það hálfa væri nóg. En á bakvið þessar dyr sem þið sjáið hérna fyrir neðan, er í raun ein fallegasta búð landsins. Ég kíkti þarna við – eins og ég reyni reyndar að gera þegar ég á leið um Laugaveginn og ég var orðin svo innspíruð þegar að ég var búin að vera þarna inni í dágóða stund að ég var komin með ofhraðann hjartslátt og þurfti nauðsynlega að komast heim, helst til þess að mála alla veggi dökka og breyta öllu pleisinu!
En nóg um það – kíkjum inn í MyConceptstore…
…það sem er svo einstakt við búðina er að hún er öll ein upplifun. Þú labbar inn af Laugavegi í maí 2016 og ert allt í einu komin í allt annan heim, jafnvel annan tíma (sko, ég sagði að ég væri dramatísk)…
…liturinn á veggjunum er dökkur og gefur svo mikla stemmingu, og svo er allt saman sérvalið þarna inn. Það er ekkert af handahófi sem ratar þarna inn…
…yndislegar blaðapressur…
…og allir hnettirnir eru æði…
…innréttingarnar eru svo geggjaðar og ramma allt saman svo vel inn…
…uppáhalds ljósið mitt, ég á svona á ganginum heima…
…og allir glerkúplarnir…
…sjáið þið bara!
Þarna hefur verið brotið inn í vegginn, og gamlir gluggar settir fyrir. En maður fær á tilfinninguna að þetta hafi fundist við viðgerð á húsinu, og sé frá ca sautjánhundruðogsúrkál…
…þessi kúpull sko…
…meira segja hægt að fá heilt Ísland til þess að íþyngja sér 🙂
…þarna sést minnsta stjörnuljósið…
….og þessi skápur!
…og allir þessir glerkassar og kúplar…
…þetta er næstum eins og safn…
…mikið af fallegum “coffeetable-bókum”…
…sjáið þið þetta bara!
…hnettirnir eru líka eitt af mínu uppáhalds ♥
…þetta eru allt svona litlir fjársjóðir…
…og fyrir púðaveika konu þá eru þessir ByNord-púðar hreint óbærilega fallegir…
…dramatíska Íslandið, í stíl við dramatíska bloggarann…
…gjafapappír sem er kjörinn í ramma eða alls konar DIY…
…þegar þið farið þarna, þá verðið þið að klappa þessum dásamlegu belgísku antíkhurðum frá mér, þær eru æðis…
♥
Hér er hlekkur á MynConceptstore á Facebook.
…og ég bara get ekki mælt nóg með að þið gefið ykkur tíma til þess að rölta þarna við, það er sko vel þess virði…
…annar heimur sem er heillandi á alla vegu…
…þar að auki langar mig svo að hrósa yndislegu starfsstúlkunni sem var að vinna þegar ég rölti þarna inn. Hún var ekkert nema elskulegheitin og hreint út dásamleg ♥
Hingað verðið þið að fara!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Mig hefur oft langað til að kíkja þarna inn en hef aldrei látið verða af því..þarf að framkvæma það við tækifæri 😉
Algerlega uppáhaldi búð. Var fyrst vel falin í Kópavogi og þá fór ég oftar, fer svo sjaldan á Laugaveginn