…hér koma nokkrar uppáhalds af Instagram-inu í apríl.
SkreytumHús á Instagram (smella hér)!
Þegar maður keyrir um landið þá er margt fallegt sem ber fyrir augu…
…nú og heima við er sitt hvað fallegt líka…
…eldhúsróin…
…gaurinn minn, rólegur á töffaranum
…himininn á Álftanesinu – þetta þýðir að sumar er í nánd…
…sjáið jökulinn loga…
…ég hef tekið ófáar myndir frá þessu sjónarhorni í eldhúsinu, en það er alltaf svoldið uppáhalds…
…eldhúsglugginn stóri, sem nánast seldi okkur húsið…
…teppi, púðar og orkídeur – þá er frúin sæl…
…awwwww – sjá þetta krútt…
…elsku borðið mitt – sem ég get ekki ákveðið hvort að ég máli borðið – eða vegginn – hvað skal gjöra?
…sko, ég sagði ykkur að sumarið er í nánd – daman farin að auka í freknusafninu…
…jújú, sumir eru bara kátir í stólnum hjá tannsa…
…meiri verður litagleðin nú ekki inni í stofu hjá mér…
…fegurð í himni og óvæntum ístúr á þriðjudagskvöldi – eru það ekki bara þessir litlu hlutir sem skipta máli?
…allt fullt af gærum seinni part mánaðarins…
…göngutúr í ansi nöpru, en mjög svo fögru, vorveðri…
…það finnst þessum ekki leiðinlegt – sérstaklega að fá að synda smá…
…og skart og skraut af náttúrunnar hendi – dropar í lyngi.
Njótið dagsins… ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Fallegt !
Ji en fallegur póstur! elska blogg um allt og ekkert <3 mætti ég spyrja hvar þú fékkst krukkurnar undir morgunkornið og skeiðarnar sem eru í?
Æji þakka þér fyrir, hér er póstur um krukkurnar, en skeiðarnar eru frá ömmu mannsins míns
http://www.skreytumhus.is/?p=22320
Ef þú verður leið á skreytibreytidæminu (as if…) þá áttu sko framtíðina fyrir þér í ljósmyndun!! Frábærar myndir hjá þér