…ég var að fara yfir gamlar myndir hjá mér, og þegar að ég skoðaði stofuna okkar í gegnum árin – þá fannst mér frekar fyndið að sjá hversu mikið hún hefur breyst og þróast í gegnum árin. Róm var víst ekki byggð á einum degi – og það sama má víst segja um stofuna okkar 🙂
En það fyndna er samt að nánast allir stóru hlutirnir hafa staðið kyrrir á sama stað í 8ár. Sófarnir, arininn, sjónvarpið og sófaborðið. Svo eru það það minni hlutirnir, aukahlutirnir, sem að í raun gera rýmið að því sem það er. Sko, ég er alltaf að segja þetta – það eru smáhlutirnir sem koma með persónuleikann inn í rými.
En byrjum á byrjun, er það ekki rökréttast?
Hér er stofan á degi 1 – þegar við fengum húsið okkar afhent í nóvember 2007…
…og seinna sama dag, þá var þetta svona…
…hér er hins vegar búið að taka ofnana, sem stóðu undir gluggum, og setja hita í gólfið og flota. Bara það að taka ofnana breytti öllu svakalega. Eins voru loftaplöturnar teknar niður, og við skiptum um loft og settum innbyggð ljós…
…og fyrsta kvöldið okkar í húsinu, um hálfu ári síðar, þá leit þetta svona út þegar við gengum til náða.
Eins og þið sjáið þá eru sófanir komnir á “sinn” stað, sjónvarpið og skenkurinn undir því komið á “réttan” stað og sama sófaborðið…
…svo var haldið áfram að bæta á – málverkið komið á vegginn, og fjórar myndir fyrir ofan sjónvarpið – sem eru enn hluti af myndagrúbbunni sem er í dag…
…og fyrstu árin þá vorum við með strimlagardínur. Við fengum tilboð í gardínur sem okkur fannst ansi hátt – og ég, þekkjandi sjálfa mig, vildi frekar bara ódýrar og fínar gardínur sem ég gæti auðveldlega skipt út, og við keyptum þessar í Rúmfó fyrir smá brot af því sem tilboðið átti að kosta. Þær voru líka bara góðar og þeim var að lokum skipt út – vegna breytigleði – en ekki vegna vandamála…
…svo bættist arininn í hópinn, sem var mér mikið gleðiefni…
…áfram haldið með púða og smádót…
…og svo kom að því að ég málaði neðri hlutann á sófaborðinu okkar (sjá hér) og þess ber að geta að þetta er sama sófaborðið og við keyptum þegar við byrjuðum að búa 1999. Þar að auki var ég farin að þrá meiri hlýleika, þannig að ég bætti við gardínuvængjum…
…það breytti strax mjög miklu. Mér fannst stofan verða hlýrri, en jafnframt hærra til lofts og bara fyllri…
….svo voru gerðar tilraunir með skáp og ramma og…
…að svo prufaði ég líka að vera með gardínurnar skiptar í þrennt, en ekki í tvennt, og þarna voru strimlarnir loks teknir í burtu…
….tökum þetta saman, svo þið sjáið muninn 🙂
…grúbban yfir sjónvarpinu stækkaði…
…svo var það STÓRA breytingin (sjá hér), sem í raun og veru gjörbreytti stofunni, og til þess að vera dramatísk, í raun öllu heimilinu 🙂
En svona alveg í alvöru, þá var þetta eitthvað sem mig langaði til þess að framkvæma frá því að við fluttum inn – að setja hillur eftir þessum endavegg. Ég vissi bara ekki hvort að þær ættu að vera hvítar eða hvað…
…en svona varð lokaútkoman – HyllisIkea-hackið okkar…
…og þetta er ein besta breyting sem við höfum gert, og ekki var þetta dýrt – kostnaðurinn var um 20þús í heildina…
…stofan varð fyllri, og fékk líka bara meiri persónuleika við þetta…
…og sófasettið var aldrei upp við vegginn hjá okkur – það stóð ávalt ca 40 cm frá vegg – þannig að þetta breytti litlu sem engu upp á pláss að gera…
…og svo gerðist sem ég hafði beðið leeeeeengi eftir. Við fengum okkur nýtt sófasett (sjá hér) – húrra!
Sófasettið heitir Stocksund frá Ikea, og þetta er reyndar 2m sófi sem þeir hættu síðan með…
…og vá hvað ég var glöð þegar þessi sófadraumur varð að veruleika…
…sér í lagi vegna þess að við fengum okkur tvö mismunandi áklæði þannig að við getum skipt ok, ég skipti bara þegar að mig langar mikið að breyta til…
…arininn var enn á sama stað – ohhhh elsku Raffinn minn…
…og við notuðum bara leðurskemilinn sem við áttum sem svona aukasæta…
…haldiði ekki þá að sænskurinn hafi þá ekki bara bætt við legubekk – og hann fékk að flytja inn blessaður (sjá hér)…
…og hann er miiiikið uppáhalds – langþægilegasti stóllinn að liggja í – og sá eini sem að Stormur fær að koma upp í (á teppið sko) 😉
…og eins og áður sagði, þá eru það smáhlutirnir sem eru að raðast á mismunandi staði og púðar og teppi…
…að lokum var síðan Ikea-hackið með Vittsjö hillunni að veruleika (sjá hér), og okkur fannst við vera komin með það sem við vildum þarna inn…
…mér fannst ég vera búin að ná þessu look-i og tilfinningu sem ég var að sækjast eftir…
…ok, þessi maraþon-myndapóstur er kannski nóg til þess að leggja flesta í bólið svona á mánudegi.
En tilgangurinn með honum var samt mest svona að leggja áherslu á að stundum gerast góðir hlutir hægt. Það er ekki alveg hægt að ná lokaútkomunni í einu stökki. Sér í lagi ekki ef það er verið að horfa í krónur og aura. Ef þú ert að gera hlutina á budget-i þá er samt hægt að ná fram þeirri útkomu sem þú óskar þér – það getur bara tekið dálítinn tíma. Nokkur stökk, nokkrar tilfæringar, nokkrar pælingar og smá útsjónarsemi.
Það er auðvelt að labba inn í flottar húsgagnaverslanir og versla fyrir heilan helling, dásamlega fallega hluti og útbúa þér flotta stofu. En, þar sem að margir eru ekki í þeirri stöðu, þá er líka gaman að sýna fram á að það er hægt að ná góðri útkomu án þess að sprengja visakortið. Það er ekkert að því að rölta hring í Rúmfó eða Ikea og finna sér fallega hluti til heimilisins. Það er líka ekkert að því að fara í Góða Hirðinn og finna sér einfaldan hlut – eins og bara spegil, og setja á hann sprey og einangrunarteip og 5 árum seinna er hann enn fyrir ofan arininn. Þar var 1500 krónum vel varið.
Þið sjáið líka á þessum póstum að þrátt fyrir að ég sé “alltaf” að breyta, þá eru í raun stóru hlutirnir búnir að standa í stað í stofunni, og allt verið á fleygiferð í kringum þá.
Hillan við endavegg – Hyllis Ikea Hack, heimasmíðað
Sófar – Ikea
Sófaborð – Míruborð sem fékk smá endurvinnslumeðferð
Arininn – keyptur notaður á Bland
TV skenkur – frá Tekk
Háa hillan – Vittsjö Ikea hack, heimasmíðað
Spegill – Góði hirðirinn, spreyjaður og einangrunarteip notað
Málverk – brúðkaupsgjöf
Leðurpullur – Góði hirðirinn
Hvernig eru svona upprifjunarpóstar?
Einhverjar spurningar?
Vinningshafinn í gæruleiknum verður settur inn í kvöld 🙂
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Yndislegt að sjá breytinguna/þróunina svona í einum pósti….væri alveg til í fleiri svona þegar tækifæri gefst til!
Og úff…vona eiginlega að ég vinni ekki í þessum gæruleik…vil ekki verða “sett inn” 😉 Sé bara fyrir mér að löggimann komi og hendi mér inn í djeilið! 😛 En jú annars…mig langar til að vinna…hvert heimili þarf a.m.k. eina gæru!! 😛
Þetta var skemmtileg upprifjun! Gaman að sjá þetta svona í einum pósti og myndirnar voru bara hressandi svona á mánudegi. Skemmtilegt að sjá hvað manni finnst eitthvað hafa breyst mikið en svo eru þetta bara svona einfaldar (og nokkrar aðeins flóknari) breytingar sem gerast á löngum tíma 🙂 Kannski lærir maður að verða pínulítið þolinmóður við að lesa svona pósta. Mig langar nefnilega að breyta og breyta öllu og bara núna en ekki seinna! Herra veski leyfir mér það bara ekki….
Hlakka til að sjá hver vinnur í gæruleiknum, ég er að gæla við þá hugmynd að kannski sé minn dagur í dag 😉
Þetta var skemmtilegt 😊
Mjög gaman að sjá breytingarnar, við vorum að fá annan sófa svo nú er allt í upplausn á heimilinu því mér finnst ekkert passa saman lengur 🙁
Ætla bara að tækla það með þolinmæði og reyna að gera það besta sem hægt er með því sem til er.
Þyrfti að hafa þig hér til að gera þetta almennilega 😊
Takk fyrir skemmtilegar myndir 😊
Takk kærlega! sit í hálftómri stofunni í nýju húsi og lítil börn á heimilinu en fannst svo órafjarri að geta haft draumastofuna! þolinmæði-þolinmæði!! og frábærar breytingar hjá þér <3