…einu sinni fékk ég fyrirspurn frá yndislegri konu sem bjó í leiguhúsnæði ásamt þremur börnum. Henni langaði svo mikið að ná upp hlýleika og kósýfíling sem hana þótti sárlega vanta í stofuna…
…eins var hún ekki alveg sátt við borðstofuna og átti líka von á nýjum tekkhillum…
..þegar myndirnar voru teknar var verið að prufa að færa til húsgögn, krakkalakkar voru lasnir og pizzupartý nýafstaðið. Síðan sést reyndar ekki en það er sjónvarp á veggnum þarna beint á móti sófanum og ca “100 metrar” á milli…
…eins var, eins og efri myndin sýnir, ekki mikið á veggjum. En t.d. skápur á þessu þrönga plássi á milli glugganna…
…ég sendi henni því þessa tillögu, því að það sem helst vantaði voru svona hlutir sem skapa hlýleika og kósýheit, og hugsanlega nokkrir stærri skrautmunir. Svo þurfti að finna hlutunum réttan stað og raða þeim þannig að þetta kæmi sem best út…
…og þegar við vorum búnar þá leit stofan svona út.
Færðum stæðsta málverkið á stæðsta vegginn – það fór best þar. Keyptum mottu, teppi, gæru og púða. Auk þess sem húsmóðirin fjárfesti í nýjum borðum…
…og þegar nýju gömlu hillurnar komu upp, þá var borðstofan svona, það létti ótrúlega mikið á að fá tvo ólíka stóla á endana á borðinu, þá varð þetta allt svona opnara…
…það sem er algjört möst í svona hilluuppröðun eru nokkrir svona stærri munir. Því keyptum við myndirnar í svörtu römmunum sem þið sjáið. Bara ódýrar í Rúmfó, og koparbakkann í Ilva…
…svo er alltaf snilld að nota bara bækur til þess að afmarka pláss og hækka upp – eins og hér bara litla barnaskó…
…og hér enn aðra…
…annars er bara að raða því sem til er fyrir og finna því góðan stað…
…grúbbur eru góðar – hvort sem er í vösum eða myndum…
…sjáið þið bara hvað þessi koparbakki myndar pörfekt geislabaug um hann Búdda litla…
…svo er það þetta með glerkassa og kúpla, hvað þeir gera allt svona að míní listaverkum…
…svo var það stofan, til þess að leysa vandamálið um 100metra á milli sófa og sjónvarps. Þá drógum við sófann fram og hann stendur alveg næstum 1,5m frá glugganum. Þetta er eitthvað sem fólk á að vera óhræddara við að gera. Það eru alltof margir sem að raða alltaf mublum meðfram veggjum, sem er alls ekki alltaf besta lausnin. Þar að auki myndaðist pláss á bakvið sófann þar sem hægt var að setja körfur og barnadót, þannig að það sést ekki svo auðveldlega þegar inn er komið. Litlar manneskjur gátu vel setið þarna á bakið við á púðum og lesið eða leikið og haft sitt pláss í friði…
…annað sem leysti stóran hluta af vanda stofunnar var að fá mottu á gólfið. Þannig var svæðið að ná að “bindast saman”, og þið getið bara ímyndað ykkur þessa mynd – án motturnar – og þið sjáið hversu einmanna og lítil borðin væru.
Við tókum líka skápinn frá veggstubbinum og við það stækkaði þessi veggur til muna og allt varð bjartara…
…það munaði líka miklu að fá stóra lampann, því að allt þurfti að vera fremur stórt þarna inn – upp á hlutföllin að gera…
…svo er bara að leika sér með teppi og púða og að kósý-a upp.
Gott regla að er splæsa í1-2 dýrari púða, og kaupa aðra hlutlausari og ódýrari með og þá blandast þetta vel saman…
…og það þarf að leika sér svolítið með uppröðun í svona hansahillum til þess að ná jafnvægi. Þetta er alltaf spurning um sjónrænt jafnvægi í öllu svona sem maður raðar…
…auðvelt væri líka að bæta við lágum hillum á þennan vegg, svipuðum og hyllis sem við erum með í stofunni hjá okkur, til þess að koma fyrir fleira skrauti og punti…
…en munurinn var mikill, ekki sammála?
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!-
Dásamlegt alveg
Þarf að fá þig til að raða hjá mér
Awww…
Þessi breyting er alveg beautiful! Er einmitt sjálf einhvað svo hrædd við að færa sófann frá veggnum en kannski geri ég tilraunir eftir þetta
Um að gera að prufa, það kostar ekkert nema smá tíma
já váaa Soffía komdu til mín og raðaðu
Ég er að reyna finna stóla sem passa betur við eldhúsborðið mitt, veit að það þarf að létta þar en hitt er bara kaos finnst mér

Er á leiðinni
En veggurinn hjá Sjónvarpinu – fær maður ekki að sjá það sjónarhorn
Tók því miður ekki í þá átt, en stóri skenkurinn sem var í borðstofunni fór undir sjónvarpið. Síðan fór eitt minna málverkið á hliðarvegg þar, og smá bókastafli með smá skrauti á
Can you come and do my house now? I am a very lovely women too!!! LOL!!!!! Super job!!! (I used Google Translater to understand what you wrote).
Christine from Little Brags
Clever you
Google translate to the rescue!
Mjög vel heppnað. Geturðu komið og raðað hjá mér?
Er á leiðinni
Hvaðan er mottan? Hún er æðisleg
Hún fékkst í Ikea, en ég sé hana ekki hjá þeim núna. Þessi er svipuð: https://www.ikea.is/products/18018
Ósk, fann mottuna loks: https://www.ikea.is/products/32652
Vá!!! Enginn smá munur!!
Falleg breyting:)
Hvaðan eru þessi sniðugu borð
Vá hvað stofan varð hlýleg og hillurnar eru æði