…ég var alveg örugglega búin að segja þetta áður. Ef ekki þá er skömm að því.
En í kaupbæti með mínum ágæta húsbandi, þá fylgdu bestu tengdaforeldrar í heimi. Grínlaust!
Það er búið að gera hávísindalega könnum á vegum Gallup og Oxford-háskólans og þau unnu, það var ekki einu sinni neinn samkeppnishæfur.
Í nóvember á seinasta ári, þá fögnuðu þau síðan 50 ára brúðkaupsafmæli. Elsku bestu ♥
Eftir miklar pælingar og fundastörf, þá ákváðum við börnin þeirra að útbúa handa þeim bækur. Sem að segir sögu þeirra í myndum, og reyndar mjög litlu máli.
Það var tekist til handa að safna saman albúmum undir fölsku flaggi, og svo var skannað og skannað og skannað og skannað og ska… – þið skiljið hvað ég meina.
En útkoman var hreint út sagt æðisleg – þó ég segi sjálf frá.
Á forsíðunni var yndisleg mynd af þeim frá brúðkaupsdeginum og ártölin 1965-2002…
…framan á hinni bókinni var síðan nýlegri mynd af þeim, með ártalinu 2002-2015. Önnur bókin var um 70 síður en hin var 100 síður. Alls staðar sett báðum megin á, og þvílíkt magn af myndum sem við unnum okkur í gegnum. En það sem er svo skemmtilegt við þetta, er að þau áttu svo mikið af myndaalbúmum, þar til digital myndavélarnar tóku við. Þá var hætt að framkalla og því alveg yndislegt að fá í hendurnar fullt af myndum af barnabörnum og geta loks flett í gegnum þetta allt saman.
…meira segja gömul kort voru skönnuð inn og komu yndislega út. Hér er t.d. jólakortið þar sem er tilkynnt um son nr 2, skrifað af tengdamömmu…
…allar þessar yndislegu gömlu myndir verða svo skemmtilegar og fá að njóta sín vel…
…og ljósmyndir sem enginn hafði nokkru sinni séð stærri en 6x6cm um það bil, stækkuðu upp í heilar 40x40xm…
…einu sinni var litli 2m eiginmaður minn bara lítið snuð…
…hægt að dáðst að gólfteppa- og gluggatjaldatískunni…
…hægt að raða þessu upp á marga mismunandi vegu…
…80s tískan fór ekki vel með neinn 🙂
…nei sko, þarna er ég líka, og Raffinn okkar að koma heim í fyrsta sinn…
…og litla ljósið okkar komið í heiminn…
…ouwwww hún var svo mikil mús…
…já einmitt, hann er svo smáfríður eiginmaður minn…
…lopapeysufamelían, og frúin gasalega ólétt af risabarni…
…og litli maðurinn bætist við…
…skírnarveislan…
…já einmitt, sumir þurfa alltaf að láta illa í myndatökum…
…hér er eiginmaðurinn á 17.júní í peysu prjónaðri af mömmu sinni, og tæpum 40 árum síðar litli maðurinn í sömu peysu…
…svoldið mikið sætur…
…og þessi fannst mér pjúra snilld, teknar með ca 20 ára millibili og ungi maðurinn hagar sér enn eins…
…svo eru allir sérlega hlynntir því að geifla sig, og þótti sniðugt að eyða nokkrum baksíðum í svoleiðis tilburði…
…enda af nægu að taka…
…við fórum fyrst öll út að borða og síðan heim til okkar í desert…
…þar sem þessi dásemdarhjón fengu bækurnar, gjafabréf og 50 rósir afhentar…
…og jú, gullmedalíur…
…en bækurnar, þær slógu sko í gegn svo um munaði…
…og gaman að sjá hversu skemmtilegt það var fyrir þau að sjá þessar myndir aftur, og sumar í fyrsta sinn, og sýna krökkunum þetta í leiðinni…
…úr varð alveg sérstök gæðastund…
…og eitthvað sem allir gátu haft gaman að…
…þess má geta að hvert barn beið spennt eftir því að það fæddist og bættist inn í bókina…
…þessi dásemdarhjón eru mér svo ótrúlega mikils virði og þvílík fyrirmynd að öllu leiti. Ég hef aldrei heyrt styggðaryrði falla á milli þeirra og það er svo fallegt að sjá ástina og umhyggjuna sem þau bera fyrir hvort öðru og öllum sínum.
Þau eru bara yndisleg ♥
…og þau öll náttúrulega!
Ég veit í það minnsta að þessi gjöf sló alveg í gegn. Þeim þykir alveg ótrúlega vænt um bækurnar sínar og keyptu sér glerbox til þess að geyma þær í á heiðursstað í stofunni…
…þannig að það er óhætt að segja að vinnan og tíminn sem fóru í þessa gjöf skilaði sér margfalt og það veit sá sem allt veit, að þau áttu þetta sko meira en skilið ♥
Þetta gefur kannski einhverjum hugmynd að góðri gjöf.
Með yndislegri póstum sem þú hefur birt, mín kæra, og ekki hefur samt verið skortur á þeim!! Greinilega frábær tengdafjölskylda sem þú átt!! Til hamingju með þau!
Dásamlegt 🙂
Yndisleg gjöf vá! Ég bara fékk smá aukavökva í augun. ☺ ef ég má spyrja hvar léstu útbúa þessar fallegu bækur?
Takk enn oh aftur fyrir frábæran póst.
Miiiiiiinnir að þetta hafi verið hjá Samskipti.is 🙂
Fékk aftur smá ryk í augun – yndislegur póstur um gæðahjón
Vel skrifað mín kæra (“,) <3
Vá en fallegt! Til hamingju með tengdaforeldrana og frábær gjöf! Nú fékk ég hugmynd því foreldrar mínir eiga einmitt gullbrúðkaup um þessar mundir – spurningin er þarf ekki að skanna myndirnar inn í hæstu gæðum?
Við notuðum bara svona “venjulegan” prentaraskanna, ekkert súper dæmi. 🙂
Yndislega falleg bók. Skil vel að þetta hafi slegið í gegn.