…og ég held að ég sé eins og flestir landsmenn og er í raun bara búin að vera sprungin alla vikuna. Hef ekki haft orku í að gera neitt af viti og er nánast búin að sitja við tölvuna og ýta á hinn valinkunna refresh-takka og sjá hvað gerist næst.
Hver er að fara út í geim?
Hver kemur niður stigann?
Ákvað að besta væri að gera ekki neitt í þessum málum og henda bara í einn agalega lítinn póst um ekki neitt – bara að reyna að njóta litlu hlutanna…
…eins og bara að vera með fallegar krukkur undir múslí og þess háttar. Alltaf gaman að eiga fallega nytjahluti…
…annars var ég bara að fatta um daginn að það eru liðin 8 ár síðan við gerðum eldhúsið okkar. Það merkilega er samt að ég er enn bara jafn sátt við það og ég var þegar við vorum nýflutt inn…
…ég sakna þess t.d. ekki neitt að vera ekki efri skápa. Svo má líka geta þess að það er þvílíkur munur að vera með skúffur, en ekki skápa. Svo mikið auðveldara að ganga um hlutina…
…við erum að vísu með þarna þrjá skápa fyrir ofan ísskápinn og ofninn, en þeir eru að geyma hluti sem eru nánast aldrei notaðir…
…við völdum líka risastórar skúffur. Þær eru alveg 110cm eða eitthvað álíka, og þá þarf ekki að vera opna margar skúffur til þess að finna hluti. Einu skiptin sem þetta kemur að sök er í veislum, því að þá er eldhúsið með mikið aðdráttarafl og fólk stendur iðulega þarna við og maður þarf að ýta fullt af liði frá með skúffunni til þess að ná í eina sleif…
…svona er séð frá stólunum inn í stofuna, horft yfir borðstofuna 🙂
…og eins og alltaf – þá eru þá smáatriðin sem eru skemmtileg…
…”frönsku”, fölsku glugganir fá enn að standa í eldhúsglugganum…
…og þegar við fluttum inn þá var eldhúsið lokað af, og þvílíkur munur þegar við tókum vegginn og öll þessi birta flæddi inn (sjá hér)…
…getum rifjað hér upp smá gamalt…
…við ákváðum líka að láta borðplötuna flæða alveg inn í gluggann, sem stækkaði borðplássið til muna, og gefur mér einmitt rými til uppraðanna…
…sem fyrir skreytara eins og mig er hið bestasta mál…
…á teikningum gerðum við ráð fyrir glerskápum á þennan vegg, til þess að setja glös og punt í…
…þeir kostuðu bara svo svakalega mikið að við ákváðum að bíða aðeins með það – og í dag er ég mjög ánægð með að hafa fleiri valkosti í eldhúsinu. Geta notað skápinn minn gamla eða bara hvað sem mér dettur í hug…
…þar að auki finnst mér það líka gefa eldhúsinu svo mikinn karakter…
…ég er líka ótrúlega ánægð með að við völdum einlita “hvíta” innréttingu (ekki skjannahvít samt)…
…því að svona var fyrsta teikningin sem við fengum tillögu að…
…eyjan átti einmitt að snúa eins og á teikningunni, en svo þegar á reyndi fannst mér mikið skemmtilegra útsýnið þegar hún er eins og hún snýr í dag – sum sé fyrir þann sem situr við eyjuna…
…þannig fór að lítill póstur um ekki neitt varð aðeins stærri og um eldhúsið – svona er þetta!
Eigið yndislegan dag og ef þið eruð með spurningar, þá bara skjóta hér fyrir neðan…
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!-
Eldhúsið ykkar er ofboðslega flott, vel valið hjá ykkur (þér?) 😉
Takk fyrir óvæntan sunnudagspóst!
Hvaðan er innréttingin?
Hún var keypt hjá Agli Árnasyni, en 2007 þá voru þeir að selja innréttingar líka. Held að þessar séu núna til hjá Kvik eða í það minnsta svipaðar.