…ég rakst á svo dásamlega fallegt heimili á Nýja Sjálandi. Það er allt svo bjart og hreint og fagurt og mér fannst það ágætt svona á þessum tíma. Gleyma sér um stund og horfa á eitthvað fallegt…
…og veðrið er reyndar aðeins hlýrra en hérna…
…og inni í húsinu, þrátt fyrir hvað allt er hvítt og hreint – þá er svo ótrúlega hlýlegt.
Það næst t.d. hérna með fallegum múrsteinsveggnum, borðinu, gyllta rammanum og gólfefninu. Þar að auki eru blómin alveg að gera sitt…
…áfram eru það rustic húsgögnin að gera sitt. Falleg ljósin yfir eyjunni. Sjáið bara þetta borðstofuborð…
…ó þetta eldhús – sjáið þið bara…
…þessar flísar eru hreint yndislegar og gefa svo mjúkann og fallegan lit…
…smá gammelfílingur með…
…svo er það auðvitað þessi lofthæð sko – ég væri sko til í að setjast niður þarna…
…húsfrúin er líka óhrædd við að nota veggfóður – sem er oft svona skemmtilega gammel og verður alveg módern þarna inni í þessu fallega húsi…
…aftur veggfóður og grár veggur á móti – módern og gammel í bland…
…hreinlegt og fallegt…
…yndislegt stelpuherbergi, með gammelbleikum vegg og svo yndislegu fuglahúsaveggfóðri…
…allt svo stílhreint…
…og ótrúlega skemmtileg veggskreyting og gerir svo mikið…
…í hinu stelpuherberginu er alveg ævintýralegt veggfóður…
…ó, mér finnst þetta dásamlegt!
Ef þið viljið skoða meira og lesa um þetta og smellið þið hér og hér.
All photos via http://www.homestolove.co.nz/
Photography by: Angela Keoghan.
Vá, en fallegt! Stelpuherbergin eru æði 🙂