Reyndar…

…í dag, og undanfarna daga, þá hef ég verið sorgmædd.  Í raun hafa atburðir liðinna daga borið með sér svo farsakennda hegðun og útkomu að stundum brosir maður næstum, en mest, þá er ég sorgmædd.

Ég er ekki pólitísk.  Ekki nema á þann hátt að vera slétt sama um þessa blessuðu tík.  En, ég tel að ástæðan fyrir því sé nánast að manni finnst því miður – lítið sem ekkert að marka fólkið sem er að stýra landinu okkar.  Ég er mjög svo á móti flokkapólitíkinni, að fólk sé stundum að ganga gegn eigin sannfæringu og almennri skynsemi með hag “flokksins” í huga er mér alveg fjarri.  Ég myndi sem sé alltaf kjósa þá fremur sem hafa hag fólksins að leiðarljósi.

Fólk en ekki flokka.

www.skreytumhus.is-067

Mér þykir nefnilega alveg óstjórnlega vænt um landið mitt.  Ég er stolt af því og tungumálinu okkar, og bara almennt íslensku þjóðinni.

Ég tel að við séum skemmtilega sérlunduð og pínulítið “klikkuð” og það á góðan hátt.

Ég fór því á mótmælin á mánudaginn, og eins mikið og ég vil mótmæla, og þá er ég líka ósátt við mótmæli sem eru í því að grýta Alþingishúsið okkar og að skemma hluti, og æpa fúkyrði.  Svo ekki sé minnst á að taka reiðina út á lögreglumönnunum okkar.  En mótmælin voru að mestu friðsamleg, og það er næsta víst að í hópi þúsunda manna er aldrei hægt að segjast samsvara sig hverjum og einum sem þarna eru.

Ég er eflaust barnaleg, en er það til of mikils mælt að hafa fólk í stjórn landsins sem hugsar fyrst og fremst um hag lands og þjóðar?

Er maður kjáni að vilja bara frið, hlýju og að fólk sé jafnvel í pólitík með háleitar hugsjónir.  Að vinna fyrir aðra, vernda landið okkar, og ekki vera að skara að eigin köku.

www.skreytumhus.is-124

Það að sýna yfirgang, frekju og að geta ekki samsvarað sig öðrum ætti ekki að vera veganesti neins.

Að sýna auðmýkt, biðjast afsökunnar og að vera ekki hrokafullur gerir alla menn meiri.

Þegar upp er staðið þá vill enginn láta minnast sín fyrir hversu frekur þú varst, hversu miklu fé þú safnaður og að sýna samferðafólki sínu yfirgang.

Ættum við ekki öll að reyna að hegða okkur á þann hátt að okkar verði minnst með hlýju?

www.skreytumhus.is.is-013 Afsakið orðaflauminn og ég vona að ég sé ekki að stuða fólk, ég ætla ekki að leggja það í vana minn að vera með skoðanir á svona pólitískum málum, en í þetta sinn þá bara varð ég að koma þessu frá mér!

 

3 comments for “Reyndar…

  1. Margrét Helga
    07.04.2016 at 09:31

    Heyr heyr, sammála hverju orði!

  2. Ásdís
    07.04.2016 at 09:53

    Jeminn hvað ég er sammála, vel orðað og lýsir vel þeim tilfinngum sem mörgum okkar er innanbrjósts þessa dagana

  3. Iris
    07.04.2016 at 12:43

    Mikið er ég sammála – maður er hálf hræddur við samlanda sína, þvílík reiði sem kraumar í fólki og getur varla verið til góðs 🙁

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *