…líða áfram með ógnarhraða að því virðist.
Svei mér þá – jólin voru í gær, páskarnir á morgun og fyrr en varir er farið að hausta.
Tja, eða svo gott sem 🙂
…einn daginn, eftir að húsbandið hélt til vinnu, þá stalst ég til þess að leggjast upp í – bara í augnablik, og loka augunum – þegar ég opnaði þá var þetta útsýnið.
Góðann daginn Stormur minn 🙂
…eftir að hundsdólgurinn stökk upp í, þá veitti ekki af að hrista upp í sængunum – og mér finnst sérlega þægilegt að henda bara fallega blúnduteppinu yfir – því er svo fljótgert…
…enda kallast þetta “varla” að búa um, meira svona að fiffa til…
…svo er ég alltaf jafn hrifin af skuggunum sem koma af skermunum okkar – svo gaman að svona smáatriðum…
…en þetta teppi (sem ég keypti notað í sölugrúbbunni) er alveg einn af uppáhalds hlutunum mínum, svo fallegt…
…og svo bíð ég bara núna eftir að fara að sjá grænt fyrir utan gluggana, fá sumarið í hús…
…en svo fór ég á röltið og kíkti á smá páskó, svona rétt í lokin.
Mér fannst þessar körfur í Megastore ferlega krúttaðar…
…þar fengust líka þessi flottu rör, alls konar litir…
…og egg, egg, egg…
…í Tiger voru þessar litlu kanínur – æðislegar…
…og þessi hérna egg, sem mér finnst ferlega flott…
…og pappaegg sem er sniðugt að setja eitthvað skemmtilegt í…
…og þessar hérna – í fallegum pastellitum…
…sitthvað smálegt, egg og hreiður…
…awwww…
…þessi snagafiðrildi eru æðisleg…
…æji – ég krútta alveg yfir mig…
…og nokkrar svona brúnar og loðnar leyndust í hillunum…
…beint yfir í Söstrene og þar var heill hellingur af eggjum…
…bæði úr pappa og ekki pappa 🙂
…myndi ganga svo langt að segja að þetta sé einn mest eggjandi póstur sem ég hef sett inn…
…þessi með ungum og kanínum fengust í Blómaval…
…og í Rúmfó á Korputorgi voru þessir hérna – æðislegir…
…og þessi litlu “múmínhús”…
…og alls konar krúttlegt smáskraut til þess að hengja á greinar…
…og meira til…
…ok þessir kassar eru ekki páska, en þeir eru hins vegar bara geggjaðir…
…flottir í krakkaherbergi eða bara hvar sem er…
…og páskateppi, er það ekki eitthvað? 🙂
Nóg af þessu – héðan í frá ætla ég síðan að reyna að vera duglega að “snappa” þegar ég fer í svona búðarferðir og þið getið fundið SkreytumHús á Snapchat:
Snapp account er soffiadoggg en heitir SkreytumHus!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Verrý eggsæting póst 😉
Og vá hvað mér finnst vera laugardagur í dag!! Ætlaði að fara að þakka þér fyrir svona auka helgarpóst, en læt það alveg vera fyrst ég fattaði að það er bara miðvikudagur 😛
Gleðilega páska mín kæra, njóttu frísins 🙂
Margt skemmtilegt í þessum pósti, ég þarf að ná mér í eitt hreiður í Tiger til að setja í Kubus kertastjakann. Ekki hefurðu rekist á scruffy unga einhvers staðar nýlega?
Snilld að vera komin á snappið!! Yndislegur tími…páskar/vor….
Nú fer maður að komast aftur í gírinn 😉
Gleðilega páska!
Ert eins og ferskur vindur inní páskana 😊
mahh gott að ég kemst ekki í sumar búðirnar 😉 Takk fyrir að sýna okkur “landsbyggðartúttum” 😀
og Gleðilega páska kæra Soffía og fjölskylda. ( þekki þau ekki reyndar 😉 ) en skilur samt 😀