…nananana!
Fyrir einhverju síðan sýndi ég ykkur inn í stelpuherbergi og nýja rúmteppið þar…
…þetta er sem sé þessi þunnu sumarteppi frá Rúmfó, sem ég elska inn í barnaherbergin, þar sem það er hægt að snúa þeim við, annað mynstur hinum megin, fer lítið fyrir þeim, falleg og ódýr…
…en þegar ég sýndi ykkur þetta um daginn…
…þá var ég ekki komin með koddana í stíl, þeir voru ekki komnir þegar ég fékk teppið og auðvitað verða þeir að fylgja með…
…enda alveg í stíl – plús fiðrildi og fjaðrir…
…það eru einmitt myndir af þessu í nýja Álnavöru-bæklinginum frá Rúmfó ( ahhhhh titillinn á póstunum 😉 ) og þar sem ég tók eftir að það er 20% afsláttur til morguns, þá varð ég bara að deila þessu með ykkur í dag, þó sérstaklega fyrir ykkur úti-á-landi-ofurskvísurnar mínar, sem náið að næla ykkur í svona á netinu ef vilji er fyrir hendi…
…hér er einmitt rúmteppið og púðarnir sem ég er með inni í dömuherberginu…
…og bleiki púðinn, nr 2, er líka á rúminu á efstu myndinni. Plús þessi teppi þarna, nr 4, þau eru hreinn unaður…
..svo rakst ég reyndar á þessar fiðrildagardínur með script á, og mér fannst þær sérlega rómó…
…uppáhalds loðna teppið mitt og flottir púðar…
…sko – þarna er loðmundur…
…þessi púðaver ferlega flott og á snilldar verði – og svo er meira segja 20% af, þannig að maður getur bara keypt svona púðaver og pakkað t.d. fermingarpeningagjöfum innan í það…
…svo eru það krúttpúðarnir, og mínir uppáhalds nýju eru þessir trjápúðar…
…ég er með þessa tvo inni í gauraherbergi, og litli maðurinn situr á þessu á gólfinu þegar hann er að leika sér (var einmitt fyrst bara með stóra, en bætti svo minni við)…
…plús, mér finnst þeir bara æði 🙂
…hér er gardínurnar sem ég var að fá mér í stofuna, í þessum pósti (sjá hér)…
…að lokum rak ég augun í alla þessa fallegu plastdúka í bæklinginum – ótrúlega mikið af fallegum…
…jæja, ekki meira um það! Nú er bara að njóta helgarinnar og gera eitthvað skemmtilegt!
*knúz*
Smella hér til þess að skoða bæklinginn!
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Damn it – nú þarf að skutlast í RL-design – takk fyrir innblástur mín kæra, eins og ávallt gullfallegt (“,)