…svona rétt til þess að byrja á þessu! Enda ekki seinna vænna, þegar ég kom heim í gær þá sver ég að það var vorlykt í lofti. Hún var bara svona rétt í loftinu, en engu síður – vúhúúúú það kemur vor að lokum, ég lofa…
…fyrst var ég svo heppin að krúttið hún Ragnhildur Anna, sem er sem sé Jónsdóttir & co, sendi mér þennan dásemdar páskalöber að gjöf – ásamt korti sem hvatti augun á mér til þess að leka pínu pons…
…og nota því tækifærið til þess að hvetja ykkur að skella henni á like-listann ykkar – það er hreinlega mannbætandi að fylgjast með síðunni…
…ég tók mig meira segja til og gerði svona “uppstillingu” með smá blómum, bara af því að mér fannst þetta allt saman svo fallegt 🙂
…svo var þessu krútti skellt beint á borðið…
…og gott ef ég rúllaði ekki aðeins með straujárninu yfir hann, beint á borðinu. Jebbs – svona rúlla ég, lifi villtu lífi og strauja beint á borðstofuborðinu…
…svo var það páskahollið, eða sko þannig. Ég fór nefnilega í Litlu Garðbúðina (þið getið smellt hér og skoðað) sérferð eftir að ég sá þessi hreiður á síðunni þeirra. Mér finnst hreiður nefnilega hreint út sagt dásamleg! Þau bera svo mikla von með sér – ég veit – dramatískari en lög gera ráð fyrir…
…auðvitað var sitt hvað annað sem var að heilla líka, eins og þessi glæru egg, fjaðrakransar og fleira…
…lítill ungi, í míni hreiðri…
…og síðan stakk ég hreiðrunum bara undir kórónurnar mínar, á kökudiska á fæti…
…síðan fékk ég mér svona ljósar fjaðrir…
…og dökkgráar…
…þannig að uppskriftin er hreiður með eggjum…
…kóróna yfir, þessi er reyndar síðan um jólin, líka úr Garðbúðinni…
…og svo stakk ég fjöðrunum inn á milli – svona til þess að mýkja þetta allt saman…
…því að án fjaðranna fannst mér þau dálítið einmanna eitthvað…
…og eins og þið sjáið þá fór meira segja fjaðrakransinn utan um minnstu kórónuna…
…síðan notaði ég litla kertastjakana úr Rúmfó (sjá hér)…
…og þeir eru svo indælir þegar búið er að kveikja á kertunum…
…og fuglarnir sjást enn betur…
…og þegar glæru eggin voru komin í ljósið þá leit þetta svona út…
…ljóst og leikandi, allt svoldið natur…
…páskó en ekki í gulum páskabrag, þar sem ég og sá guli erum ekkert að væflast saman…
…aðeins meiri kerti og konan kætist og allt er gott, ekki satt?
…ég vissi að maður ætti aldrei nóg af kökudiskum á fæti og kórónum af góðri ástæðu…
…síðan komu líka með mér heim úr Garðbúðini svona dásamlegar servéttur, minna á vorið og páska – og allt í natur…
…glæru eggin hanga yfir borðinu…
…og mér finnst þetta bara kózý 🙂
…þá vona ég bara að þið eigið yndislegt kvöld, verum góð við hvert annað og þakklát fyrir hvern dag!
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Vá!! Allt svo yndislegt hjá þér eins og alltaf!! Litla Garðbúðin að koma sterk inn að venju!
Og já, er svo hjartanlega sammála þér með hana Ragnhildi Önnu…þekki hana svo sem ekki mikið en alltaf svo yndisleg og ljúf og góð…og vörurnar hennar!! Maður minn, þær eru æði!!