Skrifstofuhilla – DIY…

…ég verð að byrja á að viðurkenna að ég er ekki viss um að þetta sé í raun efni í heilan póst.

En ég hef fengið fjölda fyrirspurna og ákvað því að gera þetta sér þannig að hann sé aðgengilegri til framtíðar…

www.skreytumhus.is-002

…eins og áður hefur komið fram eru festingar og hilluberar úr Bauhaus.

Þar að auki keypti ég límtréshillur þar sem voru í réttri þykkt, en ekki alveg réttri lengd…

IMG_7360

…ástæðan fyrir að við völdum límtréð, en ekki bara spýtur úr timbursölunni, var að við höfum aðeins séð spýturnar í Vittsjö-hillunni (sjá hér) skreppa saman – og með límtréð áttu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því.

Límtréshillurnar sem ég valdi voru 150cm á lengd, en ég ætlaði bara að hafa hillurnar 130cm.  Ég brá þá á það ráð þegar ég var búin að borga og ganga frá þessu, að keyra inn í timbursöluna og smæla nett framan í strákana þar og fékk þá til þess að stytta þær allar fyrir mig.  Það var auðsótt mál og tók grínlaust innan við mínútu með allar sex hillurnar – agalega þægilegt.

Plús – bónus tips: það er sniðugt að fá afskurðinn til þess að eiga búta til þess að prufa sig áfram með réttu blönduna af bæsi

www.skreytumhus.is-019

…síðan voru veggfestingarnar festar á vegginn, og þær kostuðu um 500kr stk.

Þarna fyrir framan sést síðan ómeðhöndluð hilla…

www.skreytumhus.is-020

…og hér sést í hilluberana sjálfa, og þeir eru til í nokkrum mismunandi dýptum. Ég keypti tvær mismunandi dýptir. Neðri þrjár hillurnar eru 25cm á dýpt og efstu tvær eru 20 cm.

Við þetta kemur svona skemmtileg vídd í hillurnar og gerir þær ekki eins yfirþyrmandi inni í herberginu – en þetta er eitthvað sem hver og einn gerir eftir sínum smekk…

www.skreytumhus.is-045

…en svo þurfti að bæsa þetta allt saman og til þess notaði ég Viðarbæs frá Slippfélaginu.

Eins og áður þá er liturinn eins og hann kemur, beint úr flöskunni, ekki alveg eins og ég vill hafa hann, og þá sulla ég þeim bara aðeins saman og blanda.  Sniðugt er að geyma svona box með loki eða krukkur með loki, til þess að geta lokað þessu á milli skipta.

Í þessu tilfelli prufaði ég efst Tekk, síðan í miðjunni er Antík Eik (ath, ekki kirsuberja – eins og sést á myndinni – þá var ég að prufa mig áfram) og neðst sést blanda af TEKK og ANTÍK EIK

www.skreytumhus.is-024

…nú svo er það bæsunin sjálf!

Ég ætla ekki að skrökva neitt að ykkur, að bæsa spýtuna sjálfa er ekkert mál.  Það eina sem er smá svona vandgert eru endarnir.  Viðurinn er að sjúga í sig efnið þannig að þar sem þú ert í raun að bera tvöfalt á endann, þar sem að þú klárar að bera yfir flötinn sjálfann og svo endann þá kemur “tvöfalt” af efni (vá hvað ég er alls ekki viss um þetta sé að skiljast 🙂 ).  Þannig að endarnir verða oft misfallegir, en þetta er bara spurning um að prufa sig áfram….

www.skreytumhus.is-049

…og annað sem þið látið ekki hræða ykkur – er sú staðreynd að spýturnar eru mjög mismunandi á litinn eftir því hversu þurrar þær eru.  En þær þorna síðan í sama lit 🙂

www.skreytumhus.is-022

…ég er ekki búin að lakka þær neitt með glæru, og hef ekki gert það með neitt af mínum DIY-um með timbur.  Ég hef bara leyft þessu að “veðrast”.  Svo þurrka ég af með þurrum, eða ekki með mjög blautum klút, og þetta gengur bara fínt!

www.skreytumhus.is-026

…og þetta er því lokaútkoman!
www.skreytumhus.is-029

…góð geymsla fyrir alls konar hluti…
www.skreytumhus.is-005

…og frábær leið til þess að koma þínum persónuleika inn í rýmið…

www.skreytumhus.is-008

Við erum í það minnsta mjög sátt við útkomuna…

www.skreytumhus.is-010

…og ef það eru einhverjar spurningar, sem hér er ósvarað, þá megið þið bara bauna þeim beint á mig hér fyrir neðan!

Hér er fleiri póstar um skrifstofuna…
www.skreytumhus.is-0091

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

23 comments for “Skrifstofuhilla – DIY…

  1. Anna Sigga
    16.03.2016 at 08:13

    Hæ ég skildi þetta rétt ? að þú ert með neðstu hillurnar þínar dýpri en þær efri ? 🙂 annars er þetta klikkað flott hjá þér ég var ekki nógu sniðug að hafa mína hillubera svartar held að það hafi jafnvel komið pínu betur út en hvítar … een maður er alltaf vitur eftir á 😀

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.03.2016 at 19:24

      Alveg hárrétt – efstu tvær eru 20cm á dýpt en hinar eru 25cm djúpar 🙂

  2. Magga Einarsdóttir
    16.03.2016 at 08:16

    Ég er svo skotin í þessum hillum þínum, æði 😉

  3. Margrét Helga
    16.03.2016 at 12:58

    Snilld 🙂 Frábært að hafa þetta svona á einum stað 🙂 Takk!

  4. Eydís
    16.03.2016 at 21:32

    Rosalega flott 🙂 Eru límtréshillurnar smá hrjúfar viðkomu? Ég keypti einhvern tímann svipað hilluefni í Bauhaus (man ekki hvort það voru límtréshillur) og málaði þær hvítar. Gallinn er hins vegar að þegar ég þurrka af þeim (því þetta blessaða ryk hverfur ekki af sjálfu sér!) þá festist tuskan í þeim af því að þær eru smá hrjúfar. Þær líta mjög vel út en aðeins erfitt að þrífa þær, sem böggar mig smá. Eru þessar svoleiðis?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.03.2016 at 20:39

      Þessar hillur eru smá grófar. En það væri auðveldlega bætt úr því bara með að strjúka aðeins yfir þær með sandpappír, eða hreinlega velja aðrar týpur (voru nokkrar til).

      Þetta fer allt svoldið eftir hvaða kröfur þú gerir og hvað hentar þér best 🙂

  5. Aðalheiður
    17.03.2016 at 06:12

    Geggjaðar hillur!!!! Ég er einmitt í smá hillupælingum en langar að setja hillur sem hluta af opnum fataskáp inn í barnaherbergi og hef verið að velta fyrir mér einmitt einhverjum svona límtréshillum eða hvort ég eigi að kaupa tilbúnar hillur – áttu e-r góð ráð?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.03.2016 at 20:40

      Fjúffff, erfitt að segja án þess að sjá. En þetta system er í það minnsta fyrirferðalítið og auðvelt að sníða að hverju plássi – það er mikil plús 🙂

  6. Eyrún G.
    17.03.2016 at 11:54

    Hæ Soffía. Takk fyrir póstinn, eins og alltaf gordjöss hjá þér 🙂 Ég hef verið að skoða svipaðar hillur inná Pinterest nema þar eru rör í staðinn fyrir hillubera – sem mér var n.b. ekki búið að detta í hug og er algjör snilld! Hillurnar eiga að vera inní herbergi hjá 8 ára guttanum mínum, svo nú spyr ég: þessi týpa af hilluefni, er það mjög gróft viðkomu? Verð ég mögulega með flísatöngina á lofti pikkandi flísar úr öllum fingrum sem koma í heimsókn? 🙂

    Bkv. og takk aftur fyrir allar upplýsingarnar sem þú setur inn fyrir okkur <3

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.03.2016 at 20:38

      Takk fyrir hrósið Eyrún,

      það fyndna er að við ætluðum fyrst að smíða svona pípuhillur. Það er búið að vera í deiglunni lengi. Síðan sá ég þessa hillubera og mér fannst þetta einfaldari og stílhreinni lausn, sérstaklega í svona litlu rými. Þessar hillur eru smá grófar. En það væri auðveldlega bætt úr því bara með að strjúka aðeins yfir þær með sandpappír, eða hreinlega velja aðrar týpur (voru nokkrar til).

      Vona að þetta hjálpi eitthvað 🙂

      • Eyrún G
        17.03.2016 at 20:44

        Já takk – þetta hjálpar ☺ Ég er einmitt með lítið rými og þessar eru frábærar í það – ekki á gólfinu en hráar og töff. Endast vel er ég viss um. ☺ Èg skoða þetta í búðinni og vel eitthvað hentugt og gott – enn og aftur þúsund þakkir ☺

        • Soffia - Skreytum Hús...
          17.03.2016 at 20:46

          Ekki málið – það er líka svo brill að það er auðvelt að færa þær til og breyta alveg eftir hentugleika – ef þarfirnar breytist þá er auðvelt að hækka/lækka og bara laga þetta eftir aðstæðum 🙂

  7. Lilja
    12.07.2016 at 10:35

    Þetta er svo geggjað flott, en er mikill munur á því að blanda saman antik eik/tekk og að blanda antik eik/kirsjuberja?
    Er þetta eitthvað svipaður litur? Finnst bæði svo flott en veit ekki hvort er flottara 🙂

  8. Silla
    29.08.2016 at 10:30

    Búin að dást lengi að bæsuðu hillunum, en hvaða liti endaðir þú á að nota og ca. hlutföllin, finnst þessi litur einmitt koma svo vel út.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.08.2016 at 14:26

      Notuðum blöndu af TEKK og ANTÍK EIK – bara svona ca 50/50…

  9. Rósa
    08.09.2016 at 23:32

    Þetta er alveg glæsilegt. Var einmitt að velta fyrir mér svona hillum. Hvað kostaði þetta ef ég mætti spyrja 🙂 ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      09.09.2016 at 08:47

      Takk fyrir Rósa. Ég man það reyndar ekki alveg, en ég giska á ca 2500kr fyrir járnin og festingarnar. Hver hilla kannski um 1500-2000kr. Þannig að þetta var vel undir 15þús með öllu.

  10. Díana
    06.10.2016 at 23:08

    Þetta er mjög flott hjá þér. Er að spá í kassana sem eru undir. Hvar færðu þá?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.10.2016 at 15:31

      Takk fyrir – þeir eru líka úr Bauhaus!

  11. Marie Louise
    19.12.2016 at 20:23

    Sæl,
    Mjög fallegt hjá þér !! Hvað heitir liturinn sem er á veggjunum ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.12.2016 at 00:03

      Takk fyrir það – liturinn er Kózýgrár úr litakorti SkreytumHús hjá Slippfélaginu…

  12. Ingveldur
    18.02.2020 at 21:56

    Mjög fallegar hillur. Voru til veggfestingar í mismunandi stærðum? Ég er að spá í 20 cm hillu og þá myndi ég vilja að þær coveruðu veggfestingarnar ef þú skilur hvað ég á við.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.02.2020 at 00:29

      Ég man það bara ekki svo gjörla, enda þrjú ár síðan þetta var gert 🙂 Minnir að það hafi verið til alla veganna tvær stærðir af festingum, ef ekki fleiri. Best að kíkja bara þarna uppeftir 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *