…því að stundum er bara ekki svo mikið um að vera!
…ég sagði ykkur í póstinum í gær að ég væri viss um að þessar blúnduskálar og könnur væru örugglega sérheimalagaðar handa mér…
…því var ekkert annað í stöðunni en að taka með sér heim smá svona viðbót við vaxandi leirtaussafnið…
…fékk mér 6 skálar, sem eru æðislegar með ARV-diskunum okkar, og fjórar könnur…
…ég fann skálarnar og könnurnar á Rúmfósíðunni, og þið getið smellt hér til að skoða…
…en það verður að segjast að það er bara gaman að mynda þessa fallegu hluti
…og fyrst ég er á hvítu nótunum – og “vantaði” svo gasalega sprittkertastjaka, þá voru þessir hérna alveg hreint yndislegir inn í páskana og vorið…
…alveg hreinir og hvítir, nema innan í þeim glittir í svona líka krúttið…
…og í bleiku…
..og annar í fagurbláum (sjá þá hér)…
…síðan fékk ég mér smáááááá páska, bara oggulítil egg – sýndi fádæma staðfestu sko! og uppáhalds gráu kertin mín (mér finnst þessi best, rifluð að neðan og passa því í flesta stjaka, leka ekki og brenna vel)…
…og þetta er líka ein uppáhalds leiðin mín til þess að geyma kerti
Könnur eða vasar, er maður ekki alltaf að leita að einhverju til þess að setja í könnur og vasa?
…og eggin voru beint í hvítan fjaðrakrans úr Litlu Garðbúðinni…
…og sjáið þið bara litla sæta páska-og Pottery Barn-lega diskinn minn…
…áður var þetta krútt svona, og ég var ekki mjög skotin í pasteltónunum, en ég keypti hann í Nytjamarkaði engu síður fyrir litlar 300kr og spreyjaði með Montana spreyji frá Slippfélaginu…
…og útkoman var þessi!
Svoldið í anda þessara hérna (sjá hér)…
…ég verð að viðurkenna að ég er mjög svo skotin í þessu hérna…
…fallegt í einfaldleika sínum, ekki satt?
…og loksins á ég einn svona skáfrænda, næstum frá Ameríku, sem kætir mitt hjarta ♥
Ertu ekki bara sammála?
Er þetta ekki bara alveg að gera sig, sem svona smá páska/vor?
Svona var þessi smápóstur – vona svo bara að þið njótið dagsins ♥
Vá þessir bollar voru hannaðir handa mér lika
langar svo að skipta út bollunum mínum og fá mér alla eins og þessir eru æði 
Takk fyrir að sýna okkur … nú ætlar mín að fara í örleiðangur
hahaha og ég náði mér í 4 bolla + 2 skálar
finnst þeir æði og gömlu ljótu bollarnir fara í fjölsmiðjuna eða hertex á morgun 
Vá!! Allt svo flott