…og svona rétt til að sýna ykkur smá uppröðun sem ég gerði fyrir krúttin á Korputorginu…
…í grunninn notaði ég bara þessa plastdúka sem fást í Rúmfó. Mér finnst nefnilega sniðugt að kaupa bara svona dúka í metravís og klippa þá niður í löberstærðir eða þannig að þeir passa á borðin sem á að skreyta. Þarna voru t.d. bara teknir 40cm af hverjum dúk…
…síðan er þetta svona litablanda. Það er grár dúkurog á honum var svona mest í gráu og náttúrulitum, síðan er marmaradúkur í miðjunni og á honum var svona blátt og sægrænt í bland, loks hægra megin er daufblár dúkur og ofan á honum er mest allt í bleiku. Það er nefnilega oft svo mikið skemmtilegra að blanda aðeins – allt bleika poppar skemmtilega upp af bláa dúknum, en ef hann hefði verið bleikur þá hefði þetta fallið svolítið saman…
…hér er t.d. lítill spegill notaður sem bakki undir kertin – auðveld leið. Slaufurnar utan um kertin eru síðan bara úr garnhnykli – þetta þarf ekki að vera flókið sko…
…þessar myndir sem sjást þarna á bakivið eru æði – komu líka í bláu og grænu. Sé þær næstum fyrir mér sem kort eða flott til þess að gefa t.d með pening eða gjafakorti. Það er líka komið fullt af litlum bökkum og þessar pappakúlur eru líka í nokkrum litum…
….svo eru komnar húsaluktir – það má gleðjast yfir því…
…þetta eru bara gervigerberur í þessum vösum en svo fallegar…
…ferlega flottur 3ja hæða diskurinn, og það er svo gaman að nota svona til þess að skreyta fyrir fermingarnar…
…og svo má auðvitað alltaf nota bakkana…
…svo fallegir og ferskir litir…
…svo er það auðvitað málið í fermingunum, að gera eina svona skreytingu á háborð/veitingaborð, og hér sjáið þið hvað þarf oft lítið til…
…kransinn þarna utan um er í raun páskaskraut og kemur í nokkrum litum…
…svo var annað borð skreytt – meira með svona nýjum vörum og páskum – ekki beint fyrir fermingar…
…eins og áður sagði – nóg til af bökkum, og ég verð að sýna ykkur betur þessar skálar og bolla…
…en þær voru hugsanlega, næstum því gerðar handa mér – að ég tel…
…páskaegg á priki, þau eru ekki fitandi!
…svo eru þessi hérna litlu, hvítu, hreinlegu glös alveg að fara með mig – þau eru dásamleg, og svona líka krúttaralegir litlir fuglar sem eru inni hverjum og einum…
…hér sést einmitt annar páskakrans, settur utan um vasa…
…þessir eru líka í það minnsta í fjórum litum, og eru sérlega litir og krúttaðir ( í sömu stærð og þessir sem ég á hérna )…
…svo eru nokkrar týpur af svona töff páskaeggjum í svörtum og hvítum stíl – sem mér fannst svoldið spennó…
…sérstaklega þegar búið var að stinga þeim ofan í sætar skálar!
Sem sé sitt lítið af hverju, og nóg af fallegu – ekki satt?
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Kæra Soffía
Ég þakka þér fyrir fallegt og fræðandi blogg .
Það er alltaf tilhlökkun hja mer að lesa það og sjá hvað þú hefur fram að færa.
Er með nákvæmlega sama smekk og þú og oft skondið að upplifa það .
Ég er einnig iðulega snortinn af því hve einlæg og hlý þú ert .
Vildi bara láta þig vita að þú er FRÁÁÁBÆR bloggari og dásamleg manneskja ..maður les það af því sem þú skrifar
Kveðja
Sigrún
Æji elsku Sigrún,
mikið afskaplega var þetta nú fallegt komment frá þér og snart mig beint í hjartastað!
Þakka þér hjartanlega fyrir þessi yndislegu orð.
*knús
Soffia ♥
Þessi færsla kom alveg á hárréttum tíma því mig vantar einmitt hugmyndir fyrir fermingarskreytingarnar.
Þúsund þakkir 🙂