…ég sá þetta verkefni hjá Sincerely Sarad og varð að deila því með ykkur.
Um er að ræða rúmgafl sem átti að henda, enda var hann kominn til ára sinna og þótti kannski, tjaaaaa helst til “ósmekklegur” að mati núverandi eiganda…
…hún ákvað því að mála bæði gaflinn, og efnið, með kalkmálningu. Ég hef alls enga reynslu af þessu, og sérstaklega ekki að nota kalkið á efni – þannig að ég fullyrði ekkert um árangur eða endingu…
…hún segir að flauelið dragi alveg endalaust af málningunni í sig…
…og að lokum hafi farið ca 4-5 umferðir yfir efnið…
…en þvílíka útkoman!
Þetta er hreint út dásamlegt…
…og auðvitað – smá svona hrátt útlit – algjörlega pörfekt, ekki satt?
Endilega kíktið á Sincerely Sarad til þess að skoða þetta nánar!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild!
Vá! Ekkert smá flott! 😀