…og voru myndirnar teknar í gær 🙂
Þarna voru, sem endranær, alls konar skemmtilegir rúmgaflar sem æpa á meikóver…
…já og svo þessi, fyrir þær sem vilja stunda heimatannlækningar – eða hafa lesið yfir sig af 50 Shades of Grey 😉
…þessi færi nú vel í eitthvað stelpuherbergi, baðið – eða bara fyrir alls konar fínerí…
…hér er eitt gamalt sem gæti orðið hreint dásamlegt. Það er líka svo “gott” þegar hlutirnir eru komnir í þetta ásigkomulag, þá fylgir ekkert samviskubit í að fara í gagngerar breytingar…
…það er líka snilld að fara í GH til þess að finna sér ramma – hvort sem manni líkar myndefnið eða ekki…
…sá þennan svoldið fyrir mér í einhverju strákaherbergi, helst með smá svona bláum og hvítum litum 🙂
…ég og stjörnur, mér fannst erfitt að skilja þennan risa stjörnudisk eftir…
…þessi hér gæti orðið dásamlega vintage, og jafnvel franskur með smá meðhöndlun (sjá hér)…
…og þessi hérna sko, úff hvað hann gæti orðið fínn…
…þessi eru alltaf pínu spennó…
…þessi var æði – alveg eins og hún er…
…einn lítill heimur…
…enn annar sem æpir á meikóver…
…alls konar veggplattar…
…og þessi stálkanna fannst mér skemmtileg…
…þessi var nú frekar stór, og ég sé alveg fyrir mér einhverjar rómantískar englakonur sem fá í hnén yfir þessari…
…alltaf jafn skotin í svona…
…ýmislegt og alls konar…
…þessi glös fannst mér vera ansi skemmtileg…
…tvær gamlar sem hafa staðið sína plikt…
…diskur á fæti…
…óskabókin – viðkomandi hefur vonandi bara verið búinn að uppfylla alla sínar óskir og því ákveðið að senda hana annað…
…þessir fannst mér svoldið skemmtilegir. Jafnvel í pastellitum fyrir vor/páskaskraut…
…eins þessir hérna, fuglar eru pörfekt í svoleiðis…
…þessi er nokk töff…
…ok – ég gat ekki annað en hlegið! Þessi græja var grínlaust um 3metrar á lengd – þvílíka vinnutækið…
…enn einn í meikóver safnið…
…og svona blómasúlur bjóða upp á alls konar tilfæringar…
…awww…
…þessi hérna er svona við snyrtiborðið…
…tveir sætir…
…og þessi hérna, hún gæti nú verið aldeilis smart…
…þessi var ekki mjög stór, en gæti verið snilld fyrir t.d. alls konar bíla í strákaherbergi…
…eins var þessi hérna alveg kjörinn til málningarvinnu…
…alls konar lampar…
…þessi hér mætti fá smá spreyjun eða málningu…
…svo eru það þessir. Sé þá alveg fyrir mér með páskalaukum í – jafnvel, ef þetta er ekki eitthvað svaka merkilegt, þá væru þeir æðislegir málaðir í einhverjum litum…
…alls konar litlar undirskálar…
…þessi hérna, gæti orðið fyrirtaks nálapúði 🙂
…og þetta hér – svona frá henni Cindy vinkonu hennar Barbie 😉
…en uppáhaldið mitt var þessi hérna – VÁ hvað það væri hægt að gera þennan flottann!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild!
Vá!! Margt fallegt þarna sem maður væri til í að næla sér í 🙂 Takk fyrir póstinn 🙂