…ég fór í Rúmfó á Korputorgi á fimmtudaginn, þurfti að stússa og svo var ég að taka nokkrar myndir, svona til þess að gera innlit í næstu viku. Svo sá ég að það er Tax Free núna yfir helgina – þannig að það er víst eins gott að setja þetta bara inn í dag, svo þið hafið tækifæri til þess að nýta ykkur afsláttinn ef þið viljið 🙂
Fyrsta sem ég rak augun í, það voru að koma geggjaðar servéttur…
…hver annarri fallegra, en æðislegar til þess að blanda saman…
…held t.d. að fjöðurin og uglan væru flottar í útskriftir…
…eða fermingar!
…þetta eru fallegu boxin, sem ég var búin að sýna ykkur inni á skrifstofu…
…töff tréávextir…
…stálskálin, eins og ég var með í skrifstofunni…
…ótrúlega krúttaðir dýrapúðar (og það á þá eftir að taka afsláttinn af verðinu sem þið sjáið)…
…mér finnst þessir líka ótrúlega flottir – öðruvísi…
…þessir eru komnir aftur – en þetta er eins og ég er með í forstofunni…
…eins eru þessir úlfapúðar alltaf jafn fallegir…
…nóg af fallegum körfum, ég var með þessar mynstruðu í skrifstofunni…
…alls konar krúttaðir vasar – pörfekt til þess að koma með smá lit inn í rýmið, eða á bakkann 😉
…ósó rómó – ekki satt?
♥
…nei sko – mine mine mine…
…uppáhalds mjúka teppið, fyrir utan þetta loðna reyndar 🙂
…og svo þetta – dáááááásamlegt…
…stjörnuteppi á barnarúmið?
…og þessi þunni rúmteppi sem koma reglulega í alls konar dýrðlegum mynstrum eru í miklu uppáhaldi. Ég á held ég grínlaust 5 stk, sem ég skipti út, nota úti á útihúsgögnunum og svo frv…
…flott t.d. í strákaherbergið…
…og fullt af nýjum púðum, uppáhalds eru “trjádrumba” púðarnir…
…flottir vaxdúkar!
…svo held ég nú að það séu nokkrar koparkonur þarna úti sem missa sig yfir þessum standlampa – ekki satt?
…þeir koma líka hvítir, svartir og held ég silfur 🙂
Svo í lokin, þá verð ég að sýna ykkur hvað ég gerði svo!
Ég sagði að mér fannst þetta köflótta teppi dásemd sko…
…og kanínupúðinn auðvitað…
…og trjápúðinn finnst mér yndis! Verð að fara og fá mér hinn líka 🙂
…og ég sagði ykkur að ég stenst ekki þessi þunnu rúmteppi…
…og litirnir í þessu eru sko topp tíu…
…og fjaðrir og fiðrildi, sem er alltaf plús…
…home-púðinn og Bambi litli eru úr Rúmfó…
…og þá segi ég bara góða helgi krúttin mín – njótið þess að vera til ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild!
Vá! Þyrfti svo að komast í RL design um helgina! Af hverju er alltaf svona tax free þegar við hjónin erum með fjósið um helgar? 😛 Ekki þar fyrir, maður eyðir ekki pening á meðan 😉