Skrifstofan…

…fékk eins og áður sagði yfirhalningu.

Ég ætla því að sýna ykkur myndir núna, og skelli svo í klassískan hvað er hvaðan póst og jafnvel annan um skipulagið 🙂

Svona er herbergið sem sé núna…

www.skreytumhus.is-020

…eins og þið sjáið þá fóru Ikea-Expedit-skáparnir í burtu, og í stað þeirra kom þessi skápur sem hér sést…

www.skreytumhus.is-001

…ég bætti síðan um betur, og setti skúffur undir gluggann sem ég fæ alveg frábært geymslurými í…

www.skreytumhus.is-0011

…ég málaði fékk eiginmanninn til þess að mála fyrir mig alla veggina í lit sem heitir núna einfaldlega Kózýgrár – fæst hjá Slippfélaginu og er einn af nýju Skreytum Hús litinum.  Ég hreinlega ELSKA þennan lit.  Þetta herbergi er ekki stórt, það er bara 2,80×2,47m, ég þori að fullyrða að herbergið virkar ekki minna núna – þrátt fyrir að vera í svona “dökkum” lit.  Það sem er best við þennan lit, er sú staðreynd að þegar ekkert var inni í herberginu – annað en auðvitað borðplatan sem er veggföst – þá var herbergið samt svona hlýtt og kózý og tók utan um mann.  Sum sé kózýgrár!

Ég er einföld sál 🙂

www.skreytumhus.is.is-009

…þessar hillur eru fyrir ofan tölvuna, sem er þægilegt fyrir alls konar punterí…

www.skreytumhus.is-022

…en maður verður víst að koma sínu góssi fyrir einhversstaðar, og því voru þessar hillur hérna lausnin sem við settum á vegginn (sem áður var með mjóar Ribba-hillur sem geymdu barnabækur)…

www.skreytumhus.is1

…kassarnir geyma síðan alls konar barnabækur og þess háttar.  Þeir eiga reyndar enn eftir að fara á hjól, það er búið að kaupa hjólin og allt saman, og þá er einfalt fyrir krakkana að draga þetta til eftir hentugleikum.

www.skreytumhus.is-002

…í neðstu hillunni er líka prentari, sem alls ekkert fegurðargildi í – en einhversstaðar verða vondir að verða…

www.skreytumhus.is-035

…og þið þekkið líka orðið ást mína á svona rustic hillum, og hversu gaman mér finnst að raða svona upp 🙂

www.skreytumhus.is-010

…vírkarfa með borðum og keflum, og ýmsar bókmenntir dvelja þarna efst…

www.skreytumhus.is-007

…og á vegginum er auðvitað smá myndagrúbba.  Smá svona samansafn, eins og mér líka svo…

www.skreytumhus.is-011

…það er alveg ómögulegt að taka myndir sem eru bjartar inni og úti, en ég get hins vegar deilt með ykkur að ég horfi beint út á Esjuna og yfir alla Reykjavík út um þennan glugga.  Þannig að útsýnið er gott…

www.skreytumhus.is-012

…geymslubox, sem fengu að geyma gamlar leikaramyndir frá henni mömmu minni…

www.skreytumhus.is-013

…og skipulagið á sínum stað…

www.skreytumhus.is-016

…ég er líka með einn stól þarna inni fyrir krakkana, svona þegar daman sest hjá mér og þarf aðstoð við heimanámið – eða þegar litli maðurinn ákveður að lita með mömmu sinni…

www.skreytumhus.is-031

…ég fékk mér líka stól, sem er töluvert betri en sá sem ég átti (sá var rifinn og þreyttur) og við sitjum þarna tvær gærurnar við tölvuna lööööööngum stundum…

www.skreytumhus.is-024

…dót fyrir mömmuna (bækurnar og jú kóróna, ef ég fæ prinsessukast) og svo gamalt skrúfubox með perlinu fyrir krakkana…

www.skreytumhus.is-032

…og svo auðvitað allur heimurinn – það dugar ekkert minna!

www.skreytumhus.is-033

…og ég eeeelska þessi box…

www.skreytumhus.is-004

…það er náttúrulega bara snilld hversu mikinn persónuleika svona hillur geta komið með inn í rými…

www.skreytumhus.is-044

…og ég get horft á þær með stolti, vitandi að ég bæsaði þær alveg sjálf 😉

www.skreytumhus.is-046

…og þannig er skrifstofan sem sé!

Ég setti mér það markmið að fá rými sem væri:
* þægilegt í umgegni
* hefði pláss fyrir það sem ég þyrfti að geyma/nota
* væru hlýlegt og notalegt
* væri í samræmi við restina af húsinu

Sjálf er ég mjög sátt við útkomuna og mér líður alveg sérlega vel í nýja herberginu “mínu” ♥

www.skreytumhus.is-047

…með hlutum sem mér þykja fallegir og eru mér kærir…

www.skreytumhus.is-0061

…og þar af leiðandi er gott að vinna í svoleiðis umhverfi…

www.skreytumhus.is-0231

…hvað segið þið, er þetta ekki bara ágætt?

Hvor pósturinn á að koma á undan, skipulagið eða hvað er hvaðan?

Svo að lokum, þið megið alveg bauna á mig spurningum hér fyrir neðan og ég skal reyna að svara þeim í póstunum eftir því sem við á 🙂

www.skreytumhus.is-0211

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Skrifstofan…

  1. Magga Einars
    02.03.2016 at 08:50

    Guðdómlegt vinnuherbergi, big like á þetta hjá þér.
    Bíð spennt eftir póstinunum hvað er hvaðan ; )

  2. Gurrý
    02.03.2016 at 08:51

    I´m in awwwwwe – svo fallegt herbergi og þessi litur!

    Til hamingju með nýja vinnuaðstöðu og njóttu þess að láta þér líða vel þarna inni 🙂

  3. Gurrý
    02.03.2016 at 08:52

    I´m in awe – ofsalega falleg skrifstofa og þessi litur..!

    Til hamingju með rýmið þitt og njóttu þess að hreiðra um þig þarna inni 🙂

  4. Silla
    02.03.2016 at 09:01

    Þessi litur er æði. Hlakka til að sjá hina litina. Ein spurning en ertu með lista í loftinu eða er þetta hvít máluð rönd efst á veggjunum?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.03.2016 at 22:46

      Silla, þetta er mjór loftalisti – við erum með svona í öllum herbergjum. Engar rendur hér 😉

  5. Margrét Helga
    02.03.2016 at 10:00

    Æðislegt! Og það þýðir ekkert að skrökva að manni…það ER búið að færa Esjuna! Kannski er hún bara komin á loppemarked í Danmörku! Lítið notað fjall fæst ódýrt! 😛 En hvar fékkstu skrifborðsstólinn…í minni skrifstofu er ég með tvo stóla, annan lélegan og hinn verri. Þarf þess vegna að fá mér nýjan 😉
    Er nokk sama hvor pósturinn kemur á undan, þeir koma báðir hvort sem er 😉

  6. Greta
    02.03.2016 at 12:53

    Vá! Mér fannst vinnuherbergið flott eins og það var og hugsaði með mér að það væri ekki hægt að gera það enn betra.
    Nú er þetta allt miklu “léttara”. Nýji liturinn er æði.
    Hvaðan er lampinn á skrifborðinu?

  7. Kolbrún
    02.03.2016 at 13:53

    Herbergið æði hlakka til að sjá meira

  8. Rannveig Ása
    02.03.2016 at 22:53

    Frábærlega heppnað. Liturinn alveg málið og allt í harmoníu! Til hamingju með heimaskrifstofuna þína. Myndi sjálf elska svona afdrep 🙂 Hvar fékkstu annars boxin bleiku mynstruðu ??

  9. Anna Sigga
    05.09.2016 at 09:09

    Sæl Soffía mannstu hvar þú fékkst boxin undir penslanan þína og það 🙂 ??

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.09.2016 at 21:11

      Hæ Anna Sigga 🙂

      Þetta eru bara blómapottar úr Ikea!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *