Loksins ég fann þig…

…maður skyldi ekki halda að það væri flókið að kaupa þunnar hvítar gardínur í stofuglugga.

Þetta er eitthvað svona sem maður ætti bara að geta rölt beint út í Rúmfó eða Ikea, eða bara hvar sem er og fengið fínar einfaldar gardínur.

Þið munið kannski sum eftir þegar ég fékk mér gardínurnar fyrir eldhús/borðstofugluggann (sjá hér).  Þá keypti ég gardínur í Ikea sem heita Teresia.  Þær eru sérlega fjarska fallegar, hvítar og fínar – einfaldar.  En hins vegar fór efnið í taugarnar á mér, stíft og glansi á því.  Ég veit, ég er dásamlega skrítin.

Það er nefnilega svona stíft og fellur ekki beint vel.  Mér fannst þær hins vegar verða fínar þegar ég setti Vivan (líka úr Ikea) með þeim og dró þær til hliðar.

Síðan er ég með gráa vængi í stofunni og vildi hvítar með þeim, og setti Teresia þar – og mér fannst þær ekki vera að ganga upp.

Ég prufaði þá aðrar sem ég átti – Alvine, svona blúndugardínur úr Ikea og eru mikið uppáhalds – og vá hvað mér fannst þær ekki ganga í stofunni.  Ég fékk það á hreint, ég er ekki blúndukona inni í stofu hjá mér – punktur og basta!

Þið verðið að afsaka myndirnar í þessum pósti, en það er svo erfitt að mynda gardínurnar – því að annað hvort eru þær bara alveg yfirlýstar og sjást ekki eða allt virkar dökkt inni.  Þið takið viljan fyrir verkið…

www.skreytumhus.is-017

…þetta eru sem sé Alvine-urnar, sem ég fílaði ekki hjá mér – fannst stofan verða svo busy…

www.skreytumhus.is-016

…en svo fann ég aðrar – og þið sjáið muninn á þeim hérna við hliðina á Alvine (sem mér fannst svo blúndaðar)…

www.skreytumhus.is-022…þessar nýju eru með svona fínlegum röndum, sem maður sér eiginlega ekki neitt.  Þær eru bara mjúkar og falla fallega…

www.skreytumhus.is-018www.skreytumhus.is-020

…og þessar nýju, sem ég er svo kát með heita sem sé Marisko (sjá hér) og koma frá Rúmfó…

www.skreytumhus.is-002

…þær eru til bæði beige og hvítar, og ég tók þessar hvítu.  Þær eru eins og ég sagði, frekar einfaldar og í raun líka smá svona vintage fílingur í þeim.  Big like frá mér…

www.skreytumhus.is-004

…rendurnar eru alls ekki áberandi, þegar gardínurnar eru komnar upp, og gera þær í raun bara betri…

www.skreytumhus.is-019

…og þá er ég loksins komin með hvítar, þunnar gardínur sem að eru mér að skapi…

www.skreytumhus.is-010

…einfaldlega fallegar 🙂
www.skreytumhus.is1

…ójá, og þannig fer kona að því að röfla heilan póst um einfaldar gardínur 🙂  Þetta er nú ekki á allra færi, ekki satt?

En þar sem við vinkonurnar vorum búnar að skeggræða þetta fram og til baka, þá bara varð ég að deila þessu með ykkur – loksins þegar ég fann þær, og það á góðu verði!

Annars er ég að vonast til þess að ná að klára skrifstofuna núna á næstu dögum og deila með ykkur myndum.  Þar verður á veggjum alveg glænýr SkreytumHús-litur sem hægt verður að fá hjá Slippfélaginu og er alveg ótrúlega fallegur – þó ég segi sjálf frá!

www.skreytumhus.is-0091

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Loksins ég fann þig…

  1. Ágústa Birgisd
    19.10.2016 at 22:10

    Er svo sammál með Marisko gardínurnar úr RL þær eru æði, takk fyrir að deila þessu með okkur, en hvaða gardínur ertu með þessar dökku til hliðar ?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *