…því ég fæ bara ekki nóg!
Fyrir ykkur sem hafið ekki séð þættina þá eru húsin alltaf sýnd svona, stór mynd af húsinu eins og það var…
…sem er svo dregin til hliðar og “nýtt” hús stendur tilbúið.
Ótrúlegur munur á húsinu…
…og svo er allt auðvitað dásamlegt innan dyra. Fyrir ykkur sem ekki vissuð, þá eru þetta reyndar ekki húsgögn húsráðenda, nema að litlu leyti. Húsin eru hreinlega stíliseruð með húsgögnum og vörum frá Magnolia Market, sem er búin hennar Joanna Gaines – en hins vegar býðst húsráðendum að kaupa það sem þau vilja, en oft er kannski ekki mikið eftir í “budget-inu” þegar búið er að laga allt til…
…það skemmir kannski smá að hugsa um að mest af þessari fegurð er fjarlægð út, en hins vegar eru allir sem hafa verið í þáttunum mjög sammála um að allt sé mjög vel unnið og allur frágangur til fyrirmyndar. Það er líka víst að einnréttingar eru ekki teknar, og þegar beinin eru góð þá er auðvelt að vinna með rest, ekki satt?
…þetta eldhús er alveg ferlega flott, liturinn er svo töff…
…það er t.d. til ljós sem eru mjög svipuð þessum í Ikea, og það kemur svo flott út að hafa þau svona stór fyrir ofan eyjuna. Hefðu reyndar getað verið þrjú þarna miðað við stærðina, en ég er ekki að kvarta…
…flísarnar eru bara einfaldar hvítar flísar, sem eru alveg pörfekt sem bakgrunnur þar sem að innréttingin og vegghillan eru stjörnurnar þarna…
…og meira segja lítið kaffihorn…
…ó þessir stólar, og þetta borð. Veruleg fegurð…
…leðursófinn er líka alveg hárréttur þarna inn, hann bara smellpassar við litinn á innréttingunni…
…mjúkt og gróft, passleg blanda af þessu öllu…
…geggjað mudroom, eða það sem væri ugglaust bara forstofan hjá okkur…
…arininn er geggjaður, og skemmtilegt að sjá svona tvo rammana saman…
…held að þetta sé uppáhaldsmyndin mín! Dásamlegt gróft borð og stólarnir eru æðislegir við…
…og meira segja píanó, giska reyndar á að það sé frá þeim sem eiga húsið…
…svefnherbergið er æðislegt. Það er svo fallegt að sjá alla veggina í þessum hlýja gráa lit…
…og meira segja blómarúmteppið er ég að fíla…
…og ferlega flott skrifstofa! Þessi lampi er hreint undur og blómapottarnir eru svo töff!
Kannski ekki praktískasti stóllinn, er ekkert viss um að það sé þægilegt að sitja þarna lengi – en þetta look-ar vel, því er ekki að neita 🙂
Myndirnar fengnar héðan – Copywright via HGTV
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Alveg hreint dásamlegir þættir 🙂
Er búin að horfa á þá nokkra 😉
Takk fyrir að deila vefslóðunum þeirra, mér hafði ekki hugkvæmst að leita að þeim á netinu!
Ég <3 Fixer Upper!
Jii – svo margt sem höfðaði til min þarna – ætla “detta” í þættina á næstu dögum – takk fyrir að deila <3 (",)