Nýtt og spennandi hjá Ikea…

…stundum rekst maður á myndir sem eru bara of flottar til þess að deila þeim ekki 🙂

Sá þessar myndir af nýjum línum hjá Ikea og uppsetningin á þeim var heldur betur að heilla, svona svoldið dimmt, vintage og töff, og aðrar ljósar og léttar. Sem sé, eitthvað fyrir alla…

56c33617dbfa3f4086002551._w.540_s.fit_

…og ég verð að viðurkenna, að þó ég sé fjarri því að vera fyrir rautt – þá finnst mér þetta sérlega fallegt (Inbjudande-línan)

56c33619dbfa3f05a7001e16._w.540_s.fit_

…og þessi dúkur gæti nú bara orðið hrein dásemd á sumardögum.  Tjaaaa, eða bara á vetrardögum til þess að fá hreinlega sumarið í heimsókn…

56c33626dbfa3f3eb1002a05._w.540_s.fit_

…fagrar svuntur…

56c33624dbfa3f323e0014d1._w.540_s.fit_

…og sérlega blómleg efni (Sigbritt)

56c34807dbfa3f3eb1002f4d._w.540_s.fit_

…þessi mynd fékk að vera með, bara af því mér fannst þetta svo falleg stílísering – þetta er eins og múmínsnáði sigli þarna um á sætri kartöflu 🙂

56c3360adbfa3f3f67002809._w.540_s.fit_

…létt og laggott, blómaborð og skandinavísk stemming (Satsumas)

56c33616dbfa3f3ec80028e3._w.540_s.fit_

…og þessi hérna er ansi fallegur!  Blómastiginn!

Þó verð ég að segja að það eru þó frekar kraninn og glugginn sem er að heilla…

56c33618dbfa3f3e920025ae._w.540_s.fit_

…síðan er það Vardagen-línan, sem mér finnst ferlega töff…

56b4d1772a099a5cc5002fc2._w.540_s.fit_

…í henni eru þessar geggjuðu krukkur og karölfur…

56c335fcdbfa3f3f06002822._w.540_s.fit_

…og þessi fallegi dúkur úr bómull og hör – sem ég veit að á eftir að heilla marga…

56c336b9dbfa3f323e0014f4._w.540_s.fit_

…hmmm – af þessi öllu er líklegast að ég láti freistast í karöflurnar, kannski glerkrukkurnar og hugsanlega dúkinn.

Hvað er helst að heilla þig?

56c3361fdbfa3f3eb1002a04._w.540_s.fit_

(Image credits: IKEA; IKEA)

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Nýtt og spennandi hjá Ikea…

  1. Margrét Helga
    24.02.2016 at 15:45

    Þessi rauða lína sem þú ert ekki hrifin af…ó, mér finnst hún svoooo falleg 😉 Væri alveg til í að versla mér eitthvað í henni…þegar ég er búin að mála eldhúsið 😉

  2. Kolbrún
    24.02.2016 at 15:57

    Báðir dúkarnir detta eflaust ofan í minn poka einn daginn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *