…á laugardegi!!! Eða bara svona pínu smá 🙂
Ég var á röltinu um Rúmfó á Korputorgi um daginn og rak augun í alla þessa flottu rúmgafla…
…mér fannst þessi hérna sérstaklega flottur…
…þessar snyrtibuddur finnst mér alveg ferlega sætar, og frábærar í vinkonugjafirnar frá dótturinni. Þær kostuðu reyndar bara 499kr en voru núna á tilboði á 99kr, sem er bara grín sko…
…eins fannst mér þetta svo krúttað í svona smágjafir…
…og svo má setja saman í litla pakka!
Er ég sú eina sem er að kippa með mér svona smotterí-i til þess að eiga í kassa þegar að krökkunum er boðið í afmæli?
…síðan langaði mér að sýna ykkur þessa sloppa. En ég fékk einmitt svona dökkgráan með hvítum stjörnum um jólin, og hann er svo dásamlega mjúkur og kósý…
…þessar körfur eru svo flottar. T.d. í stelpuherbergin, eða bara fyrir smábarnaleikföngin þegar þér langar að hafa stað fyrir þau í stofunni…
…ég fékk nokkrar fyrirspurnir um náttborðið sem ég sýndi ykkur í íbúðinni núna í vikunni, og smellti því mynd af því sem sýnir verð og nafn…
…mér fannst þessi hérna borð líka ansi töff…
…skemmtilega gróf borðplatan…
…og þessi skóskápur, hann var að heilla…
…sömuleiðis þessi hérna – alveg ferlega falleg…
…en ég var mætt í pælingum fyrir afmæli helgarinnar og því voru dúkar erindi mitt…
…þessi hérna er mjög töff, svona “viðaráferð” með mynstri ofan á…
…og þessi – stílhreinn og einfaldur…
…og þessi alltaf uppáhalds…
…og mér fannst marmaradúkurinn algjör æði og hann fékk að koma með heim…
…og dóttirin, sem að elskar allt mjúkt og kósý…
…fékk þetta dásemdarteppi, sem er svona hvítt, loðið og flöffí undir. Sá að það voru líka til úlfar og uglur…
…einnig fékk ein poki að fara inn í hennar herbergi, því mér finnst alltaf jafn gott að hafa svona geymslu fyrir sitt hvað smálegt sem fellur til…
…svo í næstu viku get ég sagt ykkur frá því að ég fann LOKSINS hinar fullkomnu hvítu þunnu gardínur í stofuna. Eftir sko verulega mikla leit og margar prufur…
…og við Stormur ætlum líka að sýna ykkur nýtt húsgagn sem ég keypti alveg “óvart” – alla leið frá Akureyri.
Þangað til, góða helgi elskurnar mínar, og takk fyrir mig í vikunni og öll yndislegu kommentin og hrósin sem ég fékk frá ykkur! ❤
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Ég held að þú hljótir að hafa fleiri en tvö augu í höfðinu, þú sérð alltaf svo miklu meira fallegt í Rúmfó en flestir aðrir, leyfi ég mér að fullyrða! 🙂
Og nei, þú ert ekki sú eina sem ert með svona afmælisgjafakassa fyrir bekkjarafmælisgjafir og þess háttar…voða þægilegt að vera með svoleiðis birgðir þegar maður býr í sveitinni og afmælisboð koma yfirleitt daginn eftir kaupstaðarferð 😉
Knús í hús mín kæra og góða helgi 🙂
Nú er ég orðin forvitin húsgang sem kom allaleiðina frá Akureyri!!! 😀
en skemmtilegur póstur og alltaf sérðu meira en við í Rúmfó góða 😉 eins og Margrét Helga nefnir 😀
Kæra Soffía.
Þú gerir heiminn svo miklu fallegri fyrir okkur hin sem lesum bloggið þitt. Takk fyrir að taka frá tíma til þess að sinna blogginu þínu af svona miklum metnaði og veita okkur innblástur og ráðleggingar í leiðinni – það er alveg ómetanlegt.
Kærar kveðjur,
Eyrún.
Æji hvað þú ert yndisleg – takktakk ♥